Ný kirkja risin í Grímsey Árni Sæberg skrifar 6. september 2022 17:45 Turni nýju kirkjunnar í Grímsey var komið fyrir á dögunum. Aðsend/Inga Lóa Guðjónsdóttir Á dögunum var ný Miðgarðskirkja í Grímsey orðin fokheld og turninum hafði verið komið fyrir. Í dag kom varðskipið Þór í eyna með stuðlabergsskífur sem fara á þak nýju kirkjunnar. Í fréttatilkynningu frá Miðgarðskirkju segir að byggingarvinna í Grímsey, nyrstu byggð Íslands, krefjist mun meiri fyrirhafnar og kostnaðar en í landi. Til eyjarinnar hafi þurft að flytja allt byggingarefni sjóleiðina og sömuleiðis jarðefni, svo sem möl og sand. Þar lagði Landhelgisgæslan kirkjunni lið með því að flytja timbur og grjót í eyna fyrr í sumar og í morgun flutti hún sextán bretti af stuðlabergsskífum. Í tilkynningu segir að kirkjan sé nú orðin fokheld og næstu dagar fari í að koma granítskífum fyrir á þaki hennar og að klæða hana að utan með lerki. Kirkjan verði svo innréttuð í vetur og næsta vor gengið frá umhverfi hennar. Jarðrask hafi orðið meira en búis var við vegna fornleifafundar og bleytu í sumar. Fyrirhugað sé að vígja nýja Miðgarðakirkju sumarið 2023, en nú sé unnið að því að ljúka fjármögnun hennar. Ár frá brunanum Þann 21. september næstkomandi er ár liðið frá bruna hinnar gömlu Miðgarðakirkju. Í tilkynningu segir að þann dag muni Grímseyingar og gestir koma saman í nýju kirkjunni og minnast þeirrar gömlu og gleðjast yfir vel unnu verki. Friðrik Ómar Hjörleifsson tónlistarmaður, er meðal þeirra sem fram munu koma, en húsið er auk helgihalds, sérstaklega hannað til tónlistar- og menningarviðburða. Kirkjubruni í Grímsey Grímsey Landhelgisgæslan Akureyri Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Miðgarðskirkju segir að byggingarvinna í Grímsey, nyrstu byggð Íslands, krefjist mun meiri fyrirhafnar og kostnaðar en í landi. Til eyjarinnar hafi þurft að flytja allt byggingarefni sjóleiðina og sömuleiðis jarðefni, svo sem möl og sand. Þar lagði Landhelgisgæslan kirkjunni lið með því að flytja timbur og grjót í eyna fyrr í sumar og í morgun flutti hún sextán bretti af stuðlabergsskífum. Í tilkynningu segir að kirkjan sé nú orðin fokheld og næstu dagar fari í að koma granítskífum fyrir á þaki hennar og að klæða hana að utan með lerki. Kirkjan verði svo innréttuð í vetur og næsta vor gengið frá umhverfi hennar. Jarðrask hafi orðið meira en búis var við vegna fornleifafundar og bleytu í sumar. Fyrirhugað sé að vígja nýja Miðgarðakirkju sumarið 2023, en nú sé unnið að því að ljúka fjármögnun hennar. Ár frá brunanum Þann 21. september næstkomandi er ár liðið frá bruna hinnar gömlu Miðgarðakirkju. Í tilkynningu segir að þann dag muni Grímseyingar og gestir koma saman í nýju kirkjunni og minnast þeirrar gömlu og gleðjast yfir vel unnu verki. Friðrik Ómar Hjörleifsson tónlistarmaður, er meðal þeirra sem fram munu koma, en húsið er auk helgihalds, sérstaklega hannað til tónlistar- og menningarviðburða.
Kirkjubruni í Grímsey Grímsey Landhelgisgæslan Akureyri Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira