Ný kirkja risin í Grímsey Árni Sæberg skrifar 6. september 2022 17:45 Turni nýju kirkjunnar í Grímsey var komið fyrir á dögunum. Aðsend/Inga Lóa Guðjónsdóttir Á dögunum var ný Miðgarðskirkja í Grímsey orðin fokheld og turninum hafði verið komið fyrir. Í dag kom varðskipið Þór í eyna með stuðlabergsskífur sem fara á þak nýju kirkjunnar. Í fréttatilkynningu frá Miðgarðskirkju segir að byggingarvinna í Grímsey, nyrstu byggð Íslands, krefjist mun meiri fyrirhafnar og kostnaðar en í landi. Til eyjarinnar hafi þurft að flytja allt byggingarefni sjóleiðina og sömuleiðis jarðefni, svo sem möl og sand. Þar lagði Landhelgisgæslan kirkjunni lið með því að flytja timbur og grjót í eyna fyrr í sumar og í morgun flutti hún sextán bretti af stuðlabergsskífum. Í tilkynningu segir að kirkjan sé nú orðin fokheld og næstu dagar fari í að koma granítskífum fyrir á þaki hennar og að klæða hana að utan með lerki. Kirkjan verði svo innréttuð í vetur og næsta vor gengið frá umhverfi hennar. Jarðrask hafi orðið meira en búis var við vegna fornleifafundar og bleytu í sumar. Fyrirhugað sé að vígja nýja Miðgarðakirkju sumarið 2023, en nú sé unnið að því að ljúka fjármögnun hennar. Ár frá brunanum Þann 21. september næstkomandi er ár liðið frá bruna hinnar gömlu Miðgarðakirkju. Í tilkynningu segir að þann dag muni Grímseyingar og gestir koma saman í nýju kirkjunni og minnast þeirrar gömlu og gleðjast yfir vel unnu verki. Friðrik Ómar Hjörleifsson tónlistarmaður, er meðal þeirra sem fram munu koma, en húsið er auk helgihalds, sérstaklega hannað til tónlistar- og menningarviðburða. Kirkjubruni í Grímsey Grímsey Landhelgisgæslan Akureyri Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Miðgarðskirkju segir að byggingarvinna í Grímsey, nyrstu byggð Íslands, krefjist mun meiri fyrirhafnar og kostnaðar en í landi. Til eyjarinnar hafi þurft að flytja allt byggingarefni sjóleiðina og sömuleiðis jarðefni, svo sem möl og sand. Þar lagði Landhelgisgæslan kirkjunni lið með því að flytja timbur og grjót í eyna fyrr í sumar og í morgun flutti hún sextán bretti af stuðlabergsskífum. Í tilkynningu segir að kirkjan sé nú orðin fokheld og næstu dagar fari í að koma granítskífum fyrir á þaki hennar og að klæða hana að utan með lerki. Kirkjan verði svo innréttuð í vetur og næsta vor gengið frá umhverfi hennar. Jarðrask hafi orðið meira en búis var við vegna fornleifafundar og bleytu í sumar. Fyrirhugað sé að vígja nýja Miðgarðakirkju sumarið 2023, en nú sé unnið að því að ljúka fjármögnun hennar. Ár frá brunanum Þann 21. september næstkomandi er ár liðið frá bruna hinnar gömlu Miðgarðakirkju. Í tilkynningu segir að þann dag muni Grímseyingar og gestir koma saman í nýju kirkjunni og minnast þeirrar gömlu og gleðjast yfir vel unnu verki. Friðrik Ómar Hjörleifsson tónlistarmaður, er meðal þeirra sem fram munu koma, en húsið er auk helgihalds, sérstaklega hannað til tónlistar- og menningarviðburða.
Kirkjubruni í Grímsey Grímsey Landhelgisgæslan Akureyri Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira