Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. september 2022 20:31 Stefanía fór létt með það að taka fyrstu skóflustunguna af tveimur nýjum götum í Reykholti. Fögrusteinar munu sjá um verkið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil eftirspurn er eftir lóðum í Bláskógabyggð en nú hefur sveitarfélagið úthlutað 38 íbúðarlóðum, fyrir einbýlis- par og raðhús. Samhliða því er hafnar framkvæmdir við nýjar götur í Reykholt og Laugarvatni til að bregðast við eftirspurninni. Bláskógabyggð er eitt af þessum vinsælu sveitarfélögum á Suðurlandi enda er íbúum þar að fjölga mjög hratt. Á síðustu tveimur árum er búið að úthluta 38 íbúðalóðum víða um sveitarfélagið. Húsbyggjendur eru bæði einstaklingar og verktakafyrirtæki og eru mörg ferðaþjónustufyrirtæki að koma sér upp íbúðum fyrir starfsfólk sitt. Stefanía Hákonardóttir, formaður framkvæmda- og veituráðs vippaði sér nýlega upp í stóra gröfu frá Fögrusteinum og tók fyrstu skóflustunguna af tveimur nýjum götum í Reykholti, sem hafa fengið nöfnin Borgarrimi og Tungurimi. Þá er ný gata á Laugarvatni, sem heitir Traustatún. „Ég er ekki viss um að ég fái vinnu, sem gröfumaður en þetta gekk. Það blómstrar allt í Bláskógabyggð, mikil fólksfjölgun og lóðirnar rjúka út," segir Stefanía. Eftir ládeyðu í ferðaþjónustu í Bláskógabyggð á tímum covid er nú mjög mikið að gera og fjölmörg ný störf hafa orðið til. Oddvitinn er ánægður í dag. Forsvarsmenn Bláskógabyggðar og verktakafyrirtækisins Fögrusteina þegar skóflustungan var tekin.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur fjölgar svo mikið að við verðum að bregðast við, hafa götur og lóðir tilbúnar svo allir geti byggt og búið hérna hjá okkur, sem vilja koma. Okkur hefur fjölgað um 7 prósent frá 1. desember síðastliðnum. Við erum orðinn 1243 og ég held að það sé ekkert langt í það að við verðum orðin 1500,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti. Mest er verið að byggja í Reykholti og sækja um lóðir þar, en Laugarvatn kemur líka sterkt inn og aðeins er spurt um lóðir í Laugarási. En hvaðan kemur allt þetta fólk, sem vill flytja í Bláskógabyggð? „Það er nú bara úr öllum áttum. Það eru einstaklingar að byggja og svo eru þetta fyrirtæki í garðyrkjunni og ferðaþjónustunni, sem eru að byggja fyrir sitt starfsfólk,“ segir Helgi. Íbúum í Bláskógabyggð hefur fjölgað um 7% frá 1. desember 2021.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Bláskógabyggð er eitt af þessum vinsælu sveitarfélögum á Suðurlandi enda er íbúum þar að fjölga mjög hratt. Á síðustu tveimur árum er búið að úthluta 38 íbúðalóðum víða um sveitarfélagið. Húsbyggjendur eru bæði einstaklingar og verktakafyrirtæki og eru mörg ferðaþjónustufyrirtæki að koma sér upp íbúðum fyrir starfsfólk sitt. Stefanía Hákonardóttir, formaður framkvæmda- og veituráðs vippaði sér nýlega upp í stóra gröfu frá Fögrusteinum og tók fyrstu skóflustunguna af tveimur nýjum götum í Reykholti, sem hafa fengið nöfnin Borgarrimi og Tungurimi. Þá er ný gata á Laugarvatni, sem heitir Traustatún. „Ég er ekki viss um að ég fái vinnu, sem gröfumaður en þetta gekk. Það blómstrar allt í Bláskógabyggð, mikil fólksfjölgun og lóðirnar rjúka út," segir Stefanía. Eftir ládeyðu í ferðaþjónustu í Bláskógabyggð á tímum covid er nú mjög mikið að gera og fjölmörg ný störf hafa orðið til. Oddvitinn er ánægður í dag. Forsvarsmenn Bláskógabyggðar og verktakafyrirtækisins Fögrusteina þegar skóflustungan var tekin.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur fjölgar svo mikið að við verðum að bregðast við, hafa götur og lóðir tilbúnar svo allir geti byggt og búið hérna hjá okkur, sem vilja koma. Okkur hefur fjölgað um 7 prósent frá 1. desember síðastliðnum. Við erum orðinn 1243 og ég held að það sé ekkert langt í það að við verðum orðin 1500,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti. Mest er verið að byggja í Reykholti og sækja um lóðir þar, en Laugarvatn kemur líka sterkt inn og aðeins er spurt um lóðir í Laugarási. En hvaðan kemur allt þetta fólk, sem vill flytja í Bláskógabyggð? „Það er nú bara úr öllum áttum. Það eru einstaklingar að byggja og svo eru þetta fyrirtæki í garðyrkjunni og ferðaþjónustunni, sem eru að byggja fyrir sitt starfsfólk,“ segir Helgi. Íbúum í Bláskógabyggð hefur fjölgað um 7% frá 1. desember 2021.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira