Rekinn af velli fyrir að skvetta úr skinnsokknum í limgerði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. september 2022 07:00 Connor Maseko, markvörður Blackfield & Langley FC fékk skrautlegt rautt spjald á dögunum. Twitter@Mallet_AFC Vægast sagt stórundarlegt atvik átti sér stað í forkeppni FA bikarkeppninnar á Englandi. Connor Maseko, markvörður Blackfield & Langley, fékk nefnilega rautt spjald fyrir að létta af sér, pissa, utan í limgerði fyrir utan völlinn er boltinn hafði farið aftur fyrir. Á hverju ári verða til nýjar sögur í tengslum við FA bikarkeppnina. Oftast er um að ræða sögur í anda Öskubusku eða Davíðs og Golíats þar sem lítilmagninn nær eftirtektarverðum árangri. Inn á milli koma svo sögur af markvörðum sem borða bökur á bekknum eða láta reka sig út af fyrir að þurfa skvetta af sér hlandi í miðjum leik. Það síðara á við hér en um liðna helgi gerðu Blackfield & Langley markalaust jafntefli gegn Shepton Mallet. Fyrrnefnda liðið leikur í 9. efstu deild og eflaust rýmri reglur þar er leikur fer fram en þegar um er að ræða þá elstu og virtustu, FA bikarkeppnina. Eftir að boltinn fór aftur fyrir og Connor Maseko fór að sækja hann til að taka markspyrnu þá ákvað markvörðurinn að nýta tækifærið og létta aðeins á sér. Hann fór því upp að limgerði sem var við völlinn og pissaði þar. Leikmenn Shepton Mallet tóku eftir þessu og bentu dómaranum á hvað væri að eiga sér stað. Téður dómari rak Maseko í kjölfarið út af, leikmönnum og þjálfarateymi Blackfield til mikillar undrunar. 76| Blackfield keeper is sent off for urinating in the hedge! Never seen it before. 0-0. #towncalledmallet— Shepton Mallet AFC (@Mallet_AFC) September 3, 2022 „Hann passaði sig að það sæist ekkert, hann var inn í limgerðinu. Þegar náttúran kallar þá þarf maður stundum bara að fara. Mér dauðbrá, okkur var öllum brugðið yfir ákvörðun dómarans,“ sagði Conor McCarthy, annar af þjálfurum Blackfield, í viðtali við The Guardian að leik loknum. Þar sem leiknum lauk með markalausu jafntefli þurfa liðin að mætast aftur og má reikna með að allir leikmenn Blackfield verði látnir fara á klósettið áður en leikurinn verður flautaður á. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
Á hverju ári verða til nýjar sögur í tengslum við FA bikarkeppnina. Oftast er um að ræða sögur í anda Öskubusku eða Davíðs og Golíats þar sem lítilmagninn nær eftirtektarverðum árangri. Inn á milli koma svo sögur af markvörðum sem borða bökur á bekknum eða láta reka sig út af fyrir að þurfa skvetta af sér hlandi í miðjum leik. Það síðara á við hér en um liðna helgi gerðu Blackfield & Langley markalaust jafntefli gegn Shepton Mallet. Fyrrnefnda liðið leikur í 9. efstu deild og eflaust rýmri reglur þar er leikur fer fram en þegar um er að ræða þá elstu og virtustu, FA bikarkeppnina. Eftir að boltinn fór aftur fyrir og Connor Maseko fór að sækja hann til að taka markspyrnu þá ákvað markvörðurinn að nýta tækifærið og létta aðeins á sér. Hann fór því upp að limgerði sem var við völlinn og pissaði þar. Leikmenn Shepton Mallet tóku eftir þessu og bentu dómaranum á hvað væri að eiga sér stað. Téður dómari rak Maseko í kjölfarið út af, leikmönnum og þjálfarateymi Blackfield til mikillar undrunar. 76| Blackfield keeper is sent off for urinating in the hedge! Never seen it before. 0-0. #towncalledmallet— Shepton Mallet AFC (@Mallet_AFC) September 3, 2022 „Hann passaði sig að það sæist ekkert, hann var inn í limgerðinu. Þegar náttúran kallar þá þarf maður stundum bara að fara. Mér dauðbrá, okkur var öllum brugðið yfir ákvörðun dómarans,“ sagði Conor McCarthy, annar af þjálfurum Blackfield, í viðtali við The Guardian að leik loknum. Þar sem leiknum lauk með markalausu jafntefli þurfa liðin að mætast aftur og má reikna með að allir leikmenn Blackfield verði látnir fara á klósettið áður en leikurinn verður flautaður á.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira