Olís-spá karla 2022-23: Þurfa ekki að fella tár eins og Alexander mikli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. september 2022 11:01 Valsmenn unnu KA-menn í Meistarakeppni HSÍ á laugardaginn. Alexander Örn Júlíusson, fyrirliði Vals, hefur Meistarabikarinn á loft. vísir/diego Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val 1. sæti Olís-deildar karla í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum í dag, fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir Val 1. sæti Olís-deildar karla í vetur og að liðið verði deildarmeistari í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. Valsmenn hafa verið besta lið landsins undanfarin ár og unnið síðustu sjö titla sem keppt hefur verið um. Á síðasta tímabili vann Valur þrefalt; varð deildar-, og bikar- og Íslandsmeistari. Strákarnir hans Snorra Steins Guðjónssonar urðu betri og betri eftir því sem leið á tímabilið og í úrslitakeppninni héldu þeim engin bönd. Andstæðingar Vals réðu ekkert við hraðan og beinskeyttan leikstíl liðsins sem þurfti sjaldnast að stilla upp í sókn. Valur er búinn að vinna allt sem hægt er að vinna hér heima, og það oftar en einu sinni, en öfugt við Alexander mikla þurfa Valsmenn ekki að fella tár því þeir geta enn numið ný lönd í Evrópudeildinni (þið munið, Die Hard). Valur fékk sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og því bætast tíu krefjandi leikir við hjá liðinu. Evrópudeildin verður væntanlega ofarlega í hugum Valsmanna framan af tímabili og því gæti deildakeppnin setið á hakanum. Það er það eina sem getur komið í veg fyrir að Valur vinni deildarmeistaratitilinn. Þrátt fyrir að hafa misst Einar Þorsteinn Ólafsson eru Valsmenn enn með langbesta lið deildarinnar og líklegastir til að vinna allt sem hægt er að vinna þriðja árið í röð. Gengi Vals undanfarinn áratug 2021-22: Deildarmeistari+Íslandsmeistari+bikarmeistari 2020-21: 3. sæti+Íslandsmeistari+bikarmeistari 2019-20: Deildarmeistari 2018-19: 3. sæti í deildinni+undanúrslit+bikarúrslit 2017-18 4. sæti+átta liða úrslit 2016-17: 7. sæti+Íslandsmeistari+bikarmeistari 2015-16: 2. sæti+undanúrslit+bikarmeistari 2014-15: Deildarmeistari+undanúrslit 2013-14: 3. sæti+undanúrslit 2012-13: 7. sæti Lykilmaðurinn Þrátt fyrir vera orðinn 37 ára gefur Björgvin Páll Gústavsson ekkert eftir.vísir/diego Eins og við mátti búast gerði Björgvin Páll Gústavsson gott Valslið frábært eftir komuna frá Haukum í fyrra. Auk þess að vera besti markvörður Olís-deildarinnar kom hann með nýja vídd í Valsliðið með löngum og hárnákvæmum sendingum sínum fram völlinn. Hraðaupphlaupsmörkum Vals fjölgaði því enn frekar. Björgvin varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn á ferlinum á síðasta tímabili og ætlar sér vafalítið að endurtaka leikinn í vetur. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Aron Dagur Pálsson frá Elverum (Noregi) Bergur Elí Rúnarsson frá FH Farnir: Einar Þorsteinn Ólafsson til Fredericia (Danmörku) Þorgeir Bjarki Davíðsson til Gróttu Markaðseinkunn (A-C): B Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Varla er veikan blett á liði Vals að finna og því ósanngjarnt fyrir önnur lið að bæta hetju úr fortíðinni við leikmannahóp Hlíðarendapilta. En ef Snorri Steinn fengi að velja eina stöðu til að styrkja væri það sennilegast línustaðan. Þorgils Jón Svölu Baldursson og Tjörvi Týr Gíslason eru báðir góðir, mjög góðir, en hvorugur þeirra er afgerandi sóknarmaður. Það væri því gaman að sjá Valsliðið með Rússajeppann sjálfan, Sigfús Sigurðsson, á línunni. Hann myndi eflaust skora nokkur mörkin fyrir þessa útgáfu af Valsliðinu. Olís-deild karla Valur Reykjavík Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Vonast til að fá lukkudísirnar í lið með sér Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 2. sæti Olís-deildar karla í vetur. 8. september 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Til alls líklegir Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 3. sæti Olís-deildar karla í vetur. 7. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Komið að reikningsskilum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar karla í vetur. 6. september 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Ekki meistarakandítatar í fyrsta sinn á öldinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 5. sæti Olís-deildar karla í vetur. 5. september 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Nýtt upphaf hjá Fram Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 6. sæti Olís-deildar karla í vetur. 4. september 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Í skuld eftir skelfinguna síðast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 7. sæti Olís-deildar karla í vetur. 3. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Hefðu þurft að nýta blikið betur Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 8. sæti Olís-deildar karla í vetur. 2. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Rúnir inn að skinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur. 1. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Fleiri fréttir Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum í dag, fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir Val 1. sæti Olís-deildar karla í vetur og að liðið verði deildarmeistari í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. Valsmenn hafa verið besta lið landsins undanfarin ár og unnið síðustu sjö titla sem keppt hefur verið um. Á síðasta tímabili vann Valur þrefalt; varð deildar-, og bikar- og Íslandsmeistari. Strákarnir hans Snorra Steins Guðjónssonar urðu betri og betri eftir því sem leið á tímabilið og í úrslitakeppninni héldu þeim engin bönd. Andstæðingar Vals réðu ekkert við hraðan og beinskeyttan leikstíl liðsins sem þurfti sjaldnast að stilla upp í sókn. Valur er búinn að vinna allt sem hægt er að vinna hér heima, og það oftar en einu sinni, en öfugt við Alexander mikla þurfa Valsmenn ekki að fella tár því þeir geta enn numið ný lönd í Evrópudeildinni (þið munið, Die Hard). Valur fékk sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og því bætast tíu krefjandi leikir við hjá liðinu. Evrópudeildin verður væntanlega ofarlega í hugum Valsmanna framan af tímabili og því gæti deildakeppnin setið á hakanum. Það er það eina sem getur komið í veg fyrir að Valur vinni deildarmeistaratitilinn. Þrátt fyrir að hafa misst Einar Þorsteinn Ólafsson eru Valsmenn enn með langbesta lið deildarinnar og líklegastir til að vinna allt sem hægt er að vinna þriðja árið í röð. Gengi Vals undanfarinn áratug 2021-22: Deildarmeistari+Íslandsmeistari+bikarmeistari 2020-21: 3. sæti+Íslandsmeistari+bikarmeistari 2019-20: Deildarmeistari 2018-19: 3. sæti í deildinni+undanúrslit+bikarúrslit 2017-18 4. sæti+átta liða úrslit 2016-17: 7. sæti+Íslandsmeistari+bikarmeistari 2015-16: 2. sæti+undanúrslit+bikarmeistari 2014-15: Deildarmeistari+undanúrslit 2013-14: 3. sæti+undanúrslit 2012-13: 7. sæti Lykilmaðurinn Þrátt fyrir vera orðinn 37 ára gefur Björgvin Páll Gústavsson ekkert eftir.vísir/diego Eins og við mátti búast gerði Björgvin Páll Gústavsson gott Valslið frábært eftir komuna frá Haukum í fyrra. Auk þess að vera besti markvörður Olís-deildarinnar kom hann með nýja vídd í Valsliðið með löngum og hárnákvæmum sendingum sínum fram völlinn. Hraðaupphlaupsmörkum Vals fjölgaði því enn frekar. Björgvin varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn á ferlinum á síðasta tímabili og ætlar sér vafalítið að endurtaka leikinn í vetur. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Aron Dagur Pálsson frá Elverum (Noregi) Bergur Elí Rúnarsson frá FH Farnir: Einar Þorsteinn Ólafsson til Fredericia (Danmörku) Þorgeir Bjarki Davíðsson til Gróttu Markaðseinkunn (A-C): B Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Varla er veikan blett á liði Vals að finna og því ósanngjarnt fyrir önnur lið að bæta hetju úr fortíðinni við leikmannahóp Hlíðarendapilta. En ef Snorri Steinn fengi að velja eina stöðu til að styrkja væri það sennilegast línustaðan. Þorgils Jón Svölu Baldursson og Tjörvi Týr Gíslason eru báðir góðir, mjög góðir, en hvorugur þeirra er afgerandi sóknarmaður. Það væri því gaman að sjá Valsliðið með Rússajeppann sjálfan, Sigfús Sigurðsson, á línunni. Hann myndi eflaust skora nokkur mörkin fyrir þessa útgáfu af Valsliðinu.
2021-22: Deildarmeistari+Íslandsmeistari+bikarmeistari 2020-21: 3. sæti+Íslandsmeistari+bikarmeistari 2019-20: Deildarmeistari 2018-19: 3. sæti í deildinni+undanúrslit+bikarúrslit 2017-18 4. sæti+átta liða úrslit 2016-17: 7. sæti+Íslandsmeistari+bikarmeistari 2015-16: 2. sæti+undanúrslit+bikarmeistari 2014-15: Deildarmeistari+undanúrslit 2013-14: 3. sæti+undanúrslit 2012-13: 7. sæti
Komnir: Aron Dagur Pálsson frá Elverum (Noregi) Bergur Elí Rúnarsson frá FH Farnir: Einar Þorsteinn Ólafsson til Fredericia (Danmörku) Þorgeir Bjarki Davíðsson til Gróttu Markaðseinkunn (A-C): B
Olís-deild karla Valur Reykjavík Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Vonast til að fá lukkudísirnar í lið með sér Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 2. sæti Olís-deildar karla í vetur. 8. september 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Til alls líklegir Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 3. sæti Olís-deildar karla í vetur. 7. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Komið að reikningsskilum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar karla í vetur. 6. september 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Ekki meistarakandítatar í fyrsta sinn á öldinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 5. sæti Olís-deildar karla í vetur. 5. september 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Nýtt upphaf hjá Fram Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 6. sæti Olís-deildar karla í vetur. 4. september 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Í skuld eftir skelfinguna síðast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 7. sæti Olís-deildar karla í vetur. 3. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Hefðu þurft að nýta blikið betur Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 8. sæti Olís-deildar karla í vetur. 2. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Rúnir inn að skinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur. 1. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Fleiri fréttir Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Sjá meira
Olís-spá karla 2022-23: Vonast til að fá lukkudísirnar í lið með sér Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 2. sæti Olís-deildar karla í vetur. 8. september 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Til alls líklegir Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 3. sæti Olís-deildar karla í vetur. 7. september 2022 10:00
Olís-spá karla 2022-23: Komið að reikningsskilum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar karla í vetur. 6. september 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Ekki meistarakandítatar í fyrsta sinn á öldinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 5. sæti Olís-deildar karla í vetur. 5. september 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Nýtt upphaf hjá Fram Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 6. sæti Olís-deildar karla í vetur. 4. september 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Í skuld eftir skelfinguna síðast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 7. sæti Olís-deildar karla í vetur. 3. september 2022 10:00
Olís-spá karla 2022-23: Hefðu þurft að nýta blikið betur Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 8. sæti Olís-deildar karla í vetur. 2. september 2022 10:00
Olís-spá karla 2022-23: Rúnir inn að skinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur. 1. september 2022 10:00
Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00