Lokað á Novaya Gazeta í Rússlandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. september 2022 12:16 Dmitry Muratov, ritstjóri Novaya Gazeta. Getty/Sefa Karacan Dómstóll í Rússlandi hefur svipt Novaya Gazeta, einn af síðustu frjálsu fjölmiðlum Rússlands, starfsleyfinu. Blaðið verður því að hætta allri sinni starfsemi í Rússlandi. Fjölmiðlaeftirlitsstofnunin Rozkomnadzor sakaði blaðið um að hafa ekki skilað inn tilskildum gögnum um eigendaskipti, sem gerð voru árið 2006. Dmitry Muratov, ritstjóri blaðsins og Nóbelsverðlaunahafi, sagði fyrir utan dómsal eftir að dómur var kveðinn upp að málið væri af pólitískum toga og engin lagastoð væri fyrir banninu. Forsvarsmenn blaðsins muni áfrýja niðurstöðunni. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði að uppkveðnum dómi að þetta væri enn eitt höggið á frjálsa fjölmiðla í landinu. Hún hvatti stjórnvöld í Moskvu til að standa vörð um fjölmiðlafrelsi. Novaya Gazeta hefur verið hornsteinn í rússneskri fjölmiðlun frá því að blaðið var stofnað árið 1993. Blaðið hefur haft ákveðna sérstöðu á rússneskum fjölmiðlamarkaði sem eitt helsta rannsóknarblað landsins og fyrir að hafa haldið úti starfsemi þrátt fyrir aðför rússneskra stjórnvalda að frjálsum fjölmiðlum. Blaðið hætti tímabundið allri starfsemi sinni innan landamæra Rússlands eftir að hafa fengið áminningu fyrir að hafa brotið lög um umfjöllun um stríðið í Úkraínu. Stjórnvöld hafa sett fjölmiðlum og almenningi miklar skorður þegar kemur að umfjöllun og umræðu um stríðið, sem hvorki má kalla stríð né innrás í Rússlandi. Síðan í mars hafa blaðamenn Novaya Gazeta haldið úti fréttaflutningi á internetinu en lokað hefur verið fyrir síðuna í Rússlandi. Muratov sjálfur er enn búsettur í Rússlandi og tók til að mynda stóran þátt í útför Mikhails Gorbachev, síðasta leiðtoga Sovétríkjanna, sem var góður vinur hans og stuðningsmaður. Það var Gorgbachev sjálfur sem fjármagnaði stofnun Novaya Gazeta á sínum tíma með peningum sem hann fékk þegar hann hlaut friðarverðlaun Nóbels. Rússland Fjölmiðlar Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Krefjast 24 ára dóms yfir fyrrverandi blaðamanni fyrir landráð Ríkissaksóknari í Rússlandi hefur krafist þess að fyrrverandi blaðamaðurinn Ivan Safronov, sem hefur verið ákærður fyrir landráð, verði dæmdur í 24 ára fangelsi. 31. ágúst 2022 06:49 Putin heldur áfram að ofsækja fjölmiðla Rússnesk stjórnvöld halda áfram að ofsækja fréttamenn og fjölmiðla sem voga sér að lýsa andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu og kalla hana stríð en ekki sérstaka hernaðaraðgerð. Fjölmiðlaráð Rússlands hefur krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu eina frjálsa dagblaðsins í landinu. 29. júlí 2022 13:13 Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Dmitry Muratov, blaðamaður og ritstjóri rússneska miðilsins Novaya Gazeta tileinkaði friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í morgun þeim sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir á meðan þau störfuðu fyrir hann í Rússlandi. 8. október 2021 16:58 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Fjölmiðlaeftirlitsstofnunin Rozkomnadzor sakaði blaðið um að hafa ekki skilað inn tilskildum gögnum um eigendaskipti, sem gerð voru árið 2006. Dmitry Muratov, ritstjóri blaðsins og Nóbelsverðlaunahafi, sagði fyrir utan dómsal eftir að dómur var kveðinn upp að málið væri af pólitískum toga og engin lagastoð væri fyrir banninu. Forsvarsmenn blaðsins muni áfrýja niðurstöðunni. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði að uppkveðnum dómi að þetta væri enn eitt höggið á frjálsa fjölmiðla í landinu. Hún hvatti stjórnvöld í Moskvu til að standa vörð um fjölmiðlafrelsi. Novaya Gazeta hefur verið hornsteinn í rússneskri fjölmiðlun frá því að blaðið var stofnað árið 1993. Blaðið hefur haft ákveðna sérstöðu á rússneskum fjölmiðlamarkaði sem eitt helsta rannsóknarblað landsins og fyrir að hafa haldið úti starfsemi þrátt fyrir aðför rússneskra stjórnvalda að frjálsum fjölmiðlum. Blaðið hætti tímabundið allri starfsemi sinni innan landamæra Rússlands eftir að hafa fengið áminningu fyrir að hafa brotið lög um umfjöllun um stríðið í Úkraínu. Stjórnvöld hafa sett fjölmiðlum og almenningi miklar skorður þegar kemur að umfjöllun og umræðu um stríðið, sem hvorki má kalla stríð né innrás í Rússlandi. Síðan í mars hafa blaðamenn Novaya Gazeta haldið úti fréttaflutningi á internetinu en lokað hefur verið fyrir síðuna í Rússlandi. Muratov sjálfur er enn búsettur í Rússlandi og tók til að mynda stóran þátt í útför Mikhails Gorbachev, síðasta leiðtoga Sovétríkjanna, sem var góður vinur hans og stuðningsmaður. Það var Gorgbachev sjálfur sem fjármagnaði stofnun Novaya Gazeta á sínum tíma með peningum sem hann fékk þegar hann hlaut friðarverðlaun Nóbels.
Rússland Fjölmiðlar Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Krefjast 24 ára dóms yfir fyrrverandi blaðamanni fyrir landráð Ríkissaksóknari í Rússlandi hefur krafist þess að fyrrverandi blaðamaðurinn Ivan Safronov, sem hefur verið ákærður fyrir landráð, verði dæmdur í 24 ára fangelsi. 31. ágúst 2022 06:49 Putin heldur áfram að ofsækja fjölmiðla Rússnesk stjórnvöld halda áfram að ofsækja fréttamenn og fjölmiðla sem voga sér að lýsa andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu og kalla hana stríð en ekki sérstaka hernaðaraðgerð. Fjölmiðlaráð Rússlands hefur krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu eina frjálsa dagblaðsins í landinu. 29. júlí 2022 13:13 Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Dmitry Muratov, blaðamaður og ritstjóri rússneska miðilsins Novaya Gazeta tileinkaði friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í morgun þeim sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir á meðan þau störfuðu fyrir hann í Rússlandi. 8. október 2021 16:58 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Krefjast 24 ára dóms yfir fyrrverandi blaðamanni fyrir landráð Ríkissaksóknari í Rússlandi hefur krafist þess að fyrrverandi blaðamaðurinn Ivan Safronov, sem hefur verið ákærður fyrir landráð, verði dæmdur í 24 ára fangelsi. 31. ágúst 2022 06:49
Putin heldur áfram að ofsækja fjölmiðla Rússnesk stjórnvöld halda áfram að ofsækja fréttamenn og fjölmiðla sem voga sér að lýsa andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu og kalla hana stríð en ekki sérstaka hernaðaraðgerð. Fjölmiðlaráð Rússlands hefur krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu eina frjálsa dagblaðsins í landinu. 29. júlí 2022 13:13
Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Dmitry Muratov, blaðamaður og ritstjóri rússneska miðilsins Novaya Gazeta tileinkaði friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í morgun þeim sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir á meðan þau störfuðu fyrir hann í Rússlandi. 8. október 2021 16:58