Gauff var tólfta á styrkleikalista fyrir mótið en vann góðan sigur í tveimur settum, 7-5 og 7-5, á Arthur Ashe-vellinum. Hún á enn eftir að tapa setti á mótinu og mun mæta hinni frönsku Caroline Garcia í næstu umferð.
„Þetta er sturluð tilfinning,“ sagði Gauff eftir leikinn. „Að heyra Ashe-völlinn að kyrja nafnið mitt, ég þurfti að halda aftur að brosinu,“.
„Þetta var líkamlega krefjandi leikur, manni fannst þetta eins og þriggja setta einvígi. Ég held að hugarfarið hafi fleytt mér langt í dag,“ sagði Gauff.
Garcia bíður Gauff í 8 manna úrslitum, en hún hefur aldrei komist svo langt á mótinu, líkt og Gauff. Þetta er aðeins í annað skiptið sem Garcia kemst svo langt á risamóti, en hún komst i 8 manna úrslit á Opna franska 2017. Hún hefur spilað 10 leiki í röð án taps og vann hina bandarísku Alison Riske-Amritraj örugglega 6-4 og 6-1 um helgina.