Lygilegt tilboð Chelsea í leikmann sem Southampton keypti fyrir aðeins nokkrum vikum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. september 2022 09:30 Romeo Lavia fagnar marki sínu gegn Chelsea. Í kjölfarið vildi Lundúnaliðið fá hann í sínar raðir. EPA-EFE/VINCE MIGNOTT Ein af undarlegri sögum félagaskiptagluggans í Englandi átti sér stað á lokadegi hans. Þá reyndi Chelsea að kaupa Romeo Lavia af Southampton á 50 milljónir punda en aðeins eru nokkrar vikur síðan Southampton keypti leikmanninn á 12 milljónir punda. Félögin í ensku úrvalsdeildinni eyddu fúlgum fjár í sumar. Chelsea fór þar mikinn en miklar breytingar áttu sér stað hjá félaginu í sumar. Ásamt því að skipta um eiganda þá urðu miklar breytingar á leikmannahóp liðsins. Þó það hafi verið búist við því að Chelsea myndi eyða háum fjárhæðum í sumar þá kom þetta tilboð í Lavia eins og þruma úr heiðskýru lofti. Það var ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano sem greindi fyrst frá. Liðin tvö mættust þann 30. ágúst síðastliðinn og skoraði hinn 18 ára gamli Lavia í 2-1 sigri Southampton. Mögulega var Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, svo hrifinn af leikmanninum að hann vildi fá hann í sínar raðir í kjölfarið. Það væri svo sem ekki frásögu færandi nema fyrir þá einföldu staðreynd að Southampton keypti leikmanninn fyrr í sumar af Englandsmeisturum Manchester City. Behind the scenes. Chelsea wanted to sign Romeo Lavia on Deadline Day with £50m verbal proposal rejected by Southampton of course, he s untouchable. #CFCSouthampton invested £12m plus add-ons for Lavia and Man City have £40m buy back clause. pic.twitter.com/6oo1Rre2mt— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 3, 2022 Hefði það orðið ein af sögum gluggans ef Lavia hefði fjórfaldast í verði á aðeins nokkrum vikum þar sem Chelsea var tilbúið að borga 50 milljónir punda fyrir miðjumanninn unga. Man City getur keypt leikmanninn til baka á 40 milljónir svo það er spurning hvort þeir hefðu nýtt forkaupsréttinn og selt hann svo áfram til Chelsea ef orðið hefði af sölunni. Hún gekk á endanum ekki eftir og Belginn ungi er enn leikmaður Southampton, sem stendur allavega. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
Félögin í ensku úrvalsdeildinni eyddu fúlgum fjár í sumar. Chelsea fór þar mikinn en miklar breytingar áttu sér stað hjá félaginu í sumar. Ásamt því að skipta um eiganda þá urðu miklar breytingar á leikmannahóp liðsins. Þó það hafi verið búist við því að Chelsea myndi eyða háum fjárhæðum í sumar þá kom þetta tilboð í Lavia eins og þruma úr heiðskýru lofti. Það var ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano sem greindi fyrst frá. Liðin tvö mættust þann 30. ágúst síðastliðinn og skoraði hinn 18 ára gamli Lavia í 2-1 sigri Southampton. Mögulega var Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, svo hrifinn af leikmanninum að hann vildi fá hann í sínar raðir í kjölfarið. Það væri svo sem ekki frásögu færandi nema fyrir þá einföldu staðreynd að Southampton keypti leikmanninn fyrr í sumar af Englandsmeisturum Manchester City. Behind the scenes. Chelsea wanted to sign Romeo Lavia on Deadline Day with £50m verbal proposal rejected by Southampton of course, he s untouchable. #CFCSouthampton invested £12m plus add-ons for Lavia and Man City have £40m buy back clause. pic.twitter.com/6oo1Rre2mt— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 3, 2022 Hefði það orðið ein af sögum gluggans ef Lavia hefði fjórfaldast í verði á aðeins nokkrum vikum þar sem Chelsea var tilbúið að borga 50 milljónir punda fyrir miðjumanninn unga. Man City getur keypt leikmanninn til baka á 40 milljónir svo það er spurning hvort þeir hefðu nýtt forkaupsréttinn og selt hann svo áfram til Chelsea ef orðið hefði af sölunni. Hún gekk á endanum ekki eftir og Belginn ungi er enn leikmaður Southampton, sem stendur allavega.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira