Um hægfara hnignun íslenska heilbrigðiskerfisins – hvar liggur ábyrgðin? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar 3. september 2022 11:00 Um aldamótin síðustu var Ísland á verðugum stað hinna norrænu þjóða sem það land sem fjárfesti stærstum hluta vergrar þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál. Á sama tíma lauk sameiningarferli stærstu sjúkrahúsa höfuðborgarsvæðisins árið 2000 með stofnun Landspítala háskólaskólasjúkrahúss sem átti að verða flaggskip íslenska heilbrigðiskerfisins inn í glæsta framtíð en varð þess í stað upphafið að sorglegu hnignunarskeiði. Í dag vermir Ísland botnsætið í framlögum til heilbrigðismála af vergri þjóðarframleiðslu og hefur gert í rúman áratug. Efnahagshrunið hafði auðvitað sínar afleiðingar, en rangar áherslur í ríkisfjármálum fyrir og eftir hrun, hafa skilið eftir sár sem seint munu gróa. Óraunhæfar sparnaðarkröfur á íslenskar heilbrigðisstofnanir síðustu árin hafa kerfisbundið leitt til fækkunar legurýma og bundið flestar stofnanir fastar í viðjum 100% nýtingar með sjúklinga sem komast varla lönd né strönd í viðeigandi meðferðarúrræði. Í dag ríkir víða neyðarástand í læknamönnun heilbrigðisstofnana um land allt. Hugmyndir um fjölgun læknanema munu ekki leysa vandamálið í bráð. Skortur á sérfræðilæknum er þegar til staðar, það tekur að jafnaði 5-10 ár að fullmennta sérfræðilækna að loknu læknanámi. Yfirvöldum ættu frekar að einbeita sér að betri vinnuaðstæðum og atvinnumöguleikum lækna á Íslandi til að fleiri sjái sér fært að snúa aftur heim að loknum sérnámi. Ábyrgð stjórnmálamanna Mikill skortur á þekkingu, áræðni og framsýni er krónískt vandamál í íslenskum stjórnmálum sem hefur komið sérstaklega illa við heilbrigðiskerfið. Einstaka stjórnmálamenn, með enga þekkingu á málaflokknum, telja sig í nokkur skipti hafa fundið lausn allra vandamála, og byggja sannleikann á upplýsingum innsæislausra embættismanna í ráðuneytunum. Umræddar lausnir eru oftast án samráðs við þá heilbrigðisstarfsmenn sem raunverulega þurfa að framkvæma verkið og taka afleiðingunum. Slíkir stjórnmálamenn falla sjaldan í gleymsku, þar sem þeir skilja alltaf eftir sig sviðna jörð. Úrræðaleysið er slíkt í dag, að í fyrsta skipti sjáum við vísbendingar um tvöfalt heilbrigðiskerfi á Íslandi þar sem efnameiri einstaklingar geta keypt sig framfyrir röðina á sívaxandi biðlistum. Óviðunandi og heilsuspillandi ástand bygginga Landspítalans er alfarið á ábyrgð stjórnmálamanna sem drógu alltof lengi skipulagningu og fjármögnun byggingar á nýjum Landspítala, sem á endanum verður alltof lítill þegar hann verður loksins vígður. Áralöng störukeppni fjármála- og heilbrigðisráðherra um fjármögnun Landspítalans þarf að taka enda. Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur stýrt úthlutun fjármagns til heilbrigðismála gegnum fjármálaráðuneytið í 17 ár af síðustu 22 árum frá sameiningu Landspítalans, þarf að hugsa sinn gang. Gangast þarf í djarfar breytingar á fjármögnun heilbrigðiskerfisins, með aukinni áherslu á afkastahvetjandi greiðslur að leiðarljósi, jafnt innan hins opinbera kerfis sem hins sjálfstætt starfandi. Ábyrgð stjórnenda Stjórnendum heilbrigðisstofnana hefur ekki tekist að tryggja nægjanlegt fé til rekstursins. Sýndarskipulagsbreytingar og sparnaðaraðgerðir á Landspítalanum hafa ítrekað grafið undan starfseminni undanfarin ár. Ljóst er að langvarandi aðhaldsaðgerðir eru farnar að ógna öryggi sjúklinga og starfsmanna. Í gegnum tíðina hefur Landspítalinn í krafti einokunar á atvinnumarkaði, ítrekað stigið hart fram gagnvart starfsfólki. Í slíku andrúmslofti, þorði starfsfólk sjaldan að tjá sig um alvarlega bresti í meðhöndlun sjúklinga. Ábyrgð fjölmiðla Regluleg umfjöllun fjölmiðla um vandamál innan heilbrigðiskerfisins í gegnum tíðina er orðin árviss hefð. Sjaldan er kafað á dýpið, málin krufin til mergjar eða gerð krafa um skýr svör og alvöru aðgerðir. Í alvarlegustu málunum, hverfa stjórnendur tímabundið eða láta ekki ná í sig. Treyst er á að mál falli í gleymsku fram að næstu krísu. Mikilvægt er að fjölmiðlar haldi áfram að hlusta eftir ákalli heilbrigðisstarfsfólks um úrbætur, því dæmin hafa ítrekað sannað að kastljós fjölmiðla er oftast það eina sem fær stjórnmálamenn og embættismenn til að taka við sér. Ábyrgð heilbrigðisstarfsmanna Lengi ríkti þöggun, fáir þorðu að tjá sig, margir urðu meðvirkir og sættu sig við orðinn hlut, á meðan sumir hættu, örfáir mötuðu krókinn, en flestir brettu upp ermar og unnu hraðar þar til þeir brunnu út. Hvað er til ráða? Nú þarf hugrekki til að fjárfesta og forgangsraða í heilbrigðiskerfinu, við höfum einfaldlega ekki efni á því lengur að draga lappirnar í þessum málaflokki, alltof mikið er í húfi og heilsa þjóðarinnar að veði. Félag sjúkrahúslækna er ávallt tilbúið til að aðstoða og ráðleggja í þeirri forgangsröðun. Höfundur er formaður Félags sjúkrahúslækna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Við þurfum jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Sandra Hlíf Ocares Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Um aldamótin síðustu var Ísland á verðugum stað hinna norrænu þjóða sem það land sem fjárfesti stærstum hluta vergrar þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál. Á sama tíma lauk sameiningarferli stærstu sjúkrahúsa höfuðborgarsvæðisins árið 2000 með stofnun Landspítala háskólaskólasjúkrahúss sem átti að verða flaggskip íslenska heilbrigðiskerfisins inn í glæsta framtíð en varð þess í stað upphafið að sorglegu hnignunarskeiði. Í dag vermir Ísland botnsætið í framlögum til heilbrigðismála af vergri þjóðarframleiðslu og hefur gert í rúman áratug. Efnahagshrunið hafði auðvitað sínar afleiðingar, en rangar áherslur í ríkisfjármálum fyrir og eftir hrun, hafa skilið eftir sár sem seint munu gróa. Óraunhæfar sparnaðarkröfur á íslenskar heilbrigðisstofnanir síðustu árin hafa kerfisbundið leitt til fækkunar legurýma og bundið flestar stofnanir fastar í viðjum 100% nýtingar með sjúklinga sem komast varla lönd né strönd í viðeigandi meðferðarúrræði. Í dag ríkir víða neyðarástand í læknamönnun heilbrigðisstofnana um land allt. Hugmyndir um fjölgun læknanema munu ekki leysa vandamálið í bráð. Skortur á sérfræðilæknum er þegar til staðar, það tekur að jafnaði 5-10 ár að fullmennta sérfræðilækna að loknu læknanámi. Yfirvöldum ættu frekar að einbeita sér að betri vinnuaðstæðum og atvinnumöguleikum lækna á Íslandi til að fleiri sjái sér fært að snúa aftur heim að loknum sérnámi. Ábyrgð stjórnmálamanna Mikill skortur á þekkingu, áræðni og framsýni er krónískt vandamál í íslenskum stjórnmálum sem hefur komið sérstaklega illa við heilbrigðiskerfið. Einstaka stjórnmálamenn, með enga þekkingu á málaflokknum, telja sig í nokkur skipti hafa fundið lausn allra vandamála, og byggja sannleikann á upplýsingum innsæislausra embættismanna í ráðuneytunum. Umræddar lausnir eru oftast án samráðs við þá heilbrigðisstarfsmenn sem raunverulega þurfa að framkvæma verkið og taka afleiðingunum. Slíkir stjórnmálamenn falla sjaldan í gleymsku, þar sem þeir skilja alltaf eftir sig sviðna jörð. Úrræðaleysið er slíkt í dag, að í fyrsta skipti sjáum við vísbendingar um tvöfalt heilbrigðiskerfi á Íslandi þar sem efnameiri einstaklingar geta keypt sig framfyrir röðina á sívaxandi biðlistum. Óviðunandi og heilsuspillandi ástand bygginga Landspítalans er alfarið á ábyrgð stjórnmálamanna sem drógu alltof lengi skipulagningu og fjármögnun byggingar á nýjum Landspítala, sem á endanum verður alltof lítill þegar hann verður loksins vígður. Áralöng störukeppni fjármála- og heilbrigðisráðherra um fjármögnun Landspítalans þarf að taka enda. Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur stýrt úthlutun fjármagns til heilbrigðismála gegnum fjármálaráðuneytið í 17 ár af síðustu 22 árum frá sameiningu Landspítalans, þarf að hugsa sinn gang. Gangast þarf í djarfar breytingar á fjármögnun heilbrigðiskerfisins, með aukinni áherslu á afkastahvetjandi greiðslur að leiðarljósi, jafnt innan hins opinbera kerfis sem hins sjálfstætt starfandi. Ábyrgð stjórnenda Stjórnendum heilbrigðisstofnana hefur ekki tekist að tryggja nægjanlegt fé til rekstursins. Sýndarskipulagsbreytingar og sparnaðaraðgerðir á Landspítalanum hafa ítrekað grafið undan starfseminni undanfarin ár. Ljóst er að langvarandi aðhaldsaðgerðir eru farnar að ógna öryggi sjúklinga og starfsmanna. Í gegnum tíðina hefur Landspítalinn í krafti einokunar á atvinnumarkaði, ítrekað stigið hart fram gagnvart starfsfólki. Í slíku andrúmslofti, þorði starfsfólk sjaldan að tjá sig um alvarlega bresti í meðhöndlun sjúklinga. Ábyrgð fjölmiðla Regluleg umfjöllun fjölmiðla um vandamál innan heilbrigðiskerfisins í gegnum tíðina er orðin árviss hefð. Sjaldan er kafað á dýpið, málin krufin til mergjar eða gerð krafa um skýr svör og alvöru aðgerðir. Í alvarlegustu málunum, hverfa stjórnendur tímabundið eða láta ekki ná í sig. Treyst er á að mál falli í gleymsku fram að næstu krísu. Mikilvægt er að fjölmiðlar haldi áfram að hlusta eftir ákalli heilbrigðisstarfsfólks um úrbætur, því dæmin hafa ítrekað sannað að kastljós fjölmiðla er oftast það eina sem fær stjórnmálamenn og embættismenn til að taka við sér. Ábyrgð heilbrigðisstarfsmanna Lengi ríkti þöggun, fáir þorðu að tjá sig, margir urðu meðvirkir og sættu sig við orðinn hlut, á meðan sumir hættu, örfáir mötuðu krókinn, en flestir brettu upp ermar og unnu hraðar þar til þeir brunnu út. Hvað er til ráða? Nú þarf hugrekki til að fjárfesta og forgangsraða í heilbrigðiskerfinu, við höfum einfaldlega ekki efni á því lengur að draga lappirnar í þessum málaflokki, alltof mikið er í húfi og heilsa þjóðarinnar að veði. Félag sjúkrahúslækna er ávallt tilbúið til að aðstoða og ráðleggja í þeirri forgangsröðun. Höfundur er formaður Félags sjúkrahúslækna.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun