Lögreglunni barst tilkynning vegna aurskriðunnar klukkan 17:30 á íslenskum tíma. Aurskriðan er sögð vera 200 metrar á lengd og 20 metrar á breidd. VG greinir frá.
Mikill viðbúnaður var á svæðinu en auk löggæsluaðila voru sjúkraþyrlur og leitarhundar. Fólki í nágreninu hafi einnig verið boðin áfallahjálp.
Sex einstaklingar eru sagðir hafa verið í húsinu þegar aurskriðan féll en einn þeirra hefur verið úrskurðaður látinn. Hinir fimm séu komnir í hendur heilbrigðisstarfsfólks en eru sagðir hafa setið fastir í húsinu sem varð fyrir skriðunni.