HK tryggði sér sæti í Bestu-deildinni: Myndir Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. september 2022 21:13 Búast má við því að HK-ingar fagni vel og innilega langt fram á nótt. HK/Hulda Margrét HK-ingar eru komnir aftur upp í deild þeirra bestu eftir 3-1 sigur gegn Fjölni í 20. umferð Lengjudeildar karla í kvöld. Liðið fylgir því Fylkismönnum upp í Bestu-deildina, en Fylkismenn þurfa aðeins einn sigur í seinustu tveimur umferðunum til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. HK og Fjölnir sátu í öðru og þriðja sæti deildarinnar fyrir leikinn í kvöld og því ljóst að sigur myndi koma HK-ingum upp um deild. Það voru þó Fjölnismenn sem náðu forystunni í leiknum þegar Lúkas Logi Heimisson kom boltanum í netið strax á annarri mínútu leiksins áður en Atli Arnarson jafnaði metin fyrir heimamenn með marki af vítapunktinum á 18. mínútu. Annað mark heimamanna lét svo bíða eftir sér, en Hassan Jalloh kom HK-ingum yfir þegar um tíu mínútur voru til leiksloka áður en hann var svo aftur á ferðinni þremur mínútum síðar og gulltryggði 3-1 sigur HK-inga. HK er nú með 43 stig í öðru sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir, tíu stigum meira en Fjölnir sem situr í þriðja sæti. HK-ingar eiga enn veika von um að vinna deildarmeistaratitilinn, en þá þarf allt að ganga upp í seinustu umferðunum. Upplýsingar um úrslit og markaskorara fengust á Fótbolti.net. Hulda Margrét, ljósmyndari Vísis, var á vellinum og fangaði stemninguna þegar sætið í deild þeirra bestu var tryggt. HK/Hulda Margrét HK/Hulda Margrét HK/Hulda Margrét HK/Hulda Margrét HK/Hulda Margrét HK/Hulda Margrét HK/Hulda Margrét Lengjudeild karla HK Fjölnir Besta deild karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Sjá meira
Liðið fylgir því Fylkismönnum upp í Bestu-deildina, en Fylkismenn þurfa aðeins einn sigur í seinustu tveimur umferðunum til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. HK og Fjölnir sátu í öðru og þriðja sæti deildarinnar fyrir leikinn í kvöld og því ljóst að sigur myndi koma HK-ingum upp um deild. Það voru þó Fjölnismenn sem náðu forystunni í leiknum þegar Lúkas Logi Heimisson kom boltanum í netið strax á annarri mínútu leiksins áður en Atli Arnarson jafnaði metin fyrir heimamenn með marki af vítapunktinum á 18. mínútu. Annað mark heimamanna lét svo bíða eftir sér, en Hassan Jalloh kom HK-ingum yfir þegar um tíu mínútur voru til leiksloka áður en hann var svo aftur á ferðinni þremur mínútum síðar og gulltryggði 3-1 sigur HK-inga. HK er nú með 43 stig í öðru sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir, tíu stigum meira en Fjölnir sem situr í þriðja sæti. HK-ingar eiga enn veika von um að vinna deildarmeistaratitilinn, en þá þarf allt að ganga upp í seinustu umferðunum. Upplýsingar um úrslit og markaskorara fengust á Fótbolti.net. Hulda Margrét, ljósmyndari Vísis, var á vellinum og fangaði stemninguna þegar sætið í deild þeirra bestu var tryggt. HK/Hulda Margrét HK/Hulda Margrét HK/Hulda Margrét HK/Hulda Margrét HK/Hulda Margrét HK/Hulda Margrét HK/Hulda Margrét
Lengjudeild karla HK Fjölnir Besta deild karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Sjá meira