Afla upplýsinga vegna atviksins á Keflavíkurflugvelli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. september 2022 11:11 Atvikið átti sér stað á miðvikudaginn. Vísir/Vilhelm Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur hafið upplýsingaöflun vegna flugatviks sem varð á Keflavíkurflugvelli í fyrradag, þegar hætt var við lendingu flugvélar Icelandair á leið frá München í Þýskalandi. Víkurfréttir greindu fyrst frá atvikinu sem varð seinnipart miðvikudags. Svo virðist sem að hætt hafi verið skyndilega við lendingu TF-ICB, Boeing 737 MAX 9, sem var sem fyrr segir á leið frá Munchen í Þýskalandi, þar sem önnur flugvél Icelandair, TF-FIA, Boeing 757, á leið til Mílanó á Ítalíu, hafi verið á flugbrautinni sem TF-ICB var að koma inn til lendingar á. Rannsókn á byrjunarstigi Í samtali við Vísi staðfestir Þorkell Ágústsson, rannsóknarstjóri flugsviðs Rannsóknarnefndar flugslysa að nefndinni hafi borist tilkynning vegna atviksins, skömmu eftir að það átti sér stað. Vinna við upplýsingaöflun vegna atviksins sé hafin, ótímabært sé hins vegar að segja til um alvarleika atviksins enda þurfi að vinna úr þeim upplýsingum sem aflað verður. Sjá má á vef Flightradar 24, vefsíðu sem fylgist með flugumferð, að TF-ICB, sem var að koma inn til lendingar, hafi nokkrum mínútum fyrir 16 á miðvikudaginn hætt skyndilega við lendingu á Keflavíkurflugvelli. Staðsetning TC-ICB, sem var að koma inn til lendingar, klukkan 15.54, samkvæmt Flightradar24. Samkvæmt flugferlinum sem skráður er á síðuna var flugvélin í 425 feta hæð þegar ákveðið var að hætta við lendingu.Flightradar24 Samkvæmt skráningu flugferils flugvélarinnar á Flightradar24 má sjá að hætt hafi verið við lendingu í um 425 feta hæð, sem er um 130 metrar. Sjá má á skráningu flugferils TF-FIA á Flightradar24 að á um það bil sama tíma, klukkan 15.54, og hætt var við lendingu TF-ICB, var TF-FIA inn á eða að koma inn á flugbrautina sem ætlunin var að lenda TF-ICB á. Staðsetning TF-FIA klukkan 15.54 samkvæmt Flightradar 24.Flightradar24 TF-FIA tók af stað áleiðis til Mílanó en TF-ICB tók aukahring og lenti á annarri flugbraut Keflavíkurflugvallar, nokkrum mínútum síðar. Á vef Víkurfrétta segir að veðuraðstæður hafi ekki verið góðar þegar atvikið átti sér stað. Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Tengdar fréttir Flugvél á flugbraut þegar önnur vél átti að lenda Flugvél á vegum Icelandair þurfti að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær þar sem önnur vél var á flugbrautinni. Atvikið er til skoðunar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. 1. september 2022 22:39 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Víkurfréttir greindu fyrst frá atvikinu sem varð seinnipart miðvikudags. Svo virðist sem að hætt hafi verið skyndilega við lendingu TF-ICB, Boeing 737 MAX 9, sem var sem fyrr segir á leið frá Munchen í Þýskalandi, þar sem önnur flugvél Icelandair, TF-FIA, Boeing 757, á leið til Mílanó á Ítalíu, hafi verið á flugbrautinni sem TF-ICB var að koma inn til lendingar á. Rannsókn á byrjunarstigi Í samtali við Vísi staðfestir Þorkell Ágústsson, rannsóknarstjóri flugsviðs Rannsóknarnefndar flugslysa að nefndinni hafi borist tilkynning vegna atviksins, skömmu eftir að það átti sér stað. Vinna við upplýsingaöflun vegna atviksins sé hafin, ótímabært sé hins vegar að segja til um alvarleika atviksins enda þurfi að vinna úr þeim upplýsingum sem aflað verður. Sjá má á vef Flightradar 24, vefsíðu sem fylgist með flugumferð, að TF-ICB, sem var að koma inn til lendingar, hafi nokkrum mínútum fyrir 16 á miðvikudaginn hætt skyndilega við lendingu á Keflavíkurflugvelli. Staðsetning TC-ICB, sem var að koma inn til lendingar, klukkan 15.54, samkvæmt Flightradar24. Samkvæmt flugferlinum sem skráður er á síðuna var flugvélin í 425 feta hæð þegar ákveðið var að hætta við lendingu.Flightradar24 Samkvæmt skráningu flugferils flugvélarinnar á Flightradar24 má sjá að hætt hafi verið við lendingu í um 425 feta hæð, sem er um 130 metrar. Sjá má á skráningu flugferils TF-FIA á Flightradar24 að á um það bil sama tíma, klukkan 15.54, og hætt var við lendingu TF-ICB, var TF-FIA inn á eða að koma inn á flugbrautina sem ætlunin var að lenda TF-ICB á. Staðsetning TF-FIA klukkan 15.54 samkvæmt Flightradar 24.Flightradar24 TF-FIA tók af stað áleiðis til Mílanó en TF-ICB tók aukahring og lenti á annarri flugbraut Keflavíkurflugvallar, nokkrum mínútum síðar. Á vef Víkurfrétta segir að veðuraðstæður hafi ekki verið góðar þegar atvikið átti sér stað.
Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Tengdar fréttir Flugvél á flugbraut þegar önnur vél átti að lenda Flugvél á vegum Icelandair þurfti að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær þar sem önnur vél var á flugbrautinni. Atvikið er til skoðunar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. 1. september 2022 22:39 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Flugvél á flugbraut þegar önnur vél átti að lenda Flugvél á vegum Icelandair þurfti að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær þar sem önnur vél var á flugbrautinni. Atvikið er til skoðunar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. 1. september 2022 22:39
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent