Kjarnorkuverið í Zapoizhzhia ítrekað orðið fyrir hnjaski Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. september 2022 08:22 Eftirlitsmenn á vegum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar munu vera áfram í kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia til að gæta öryggis þess. AP/Alþjóðakjarnorkumálastofnunin Formaður eftirlitsnefndar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir byggingu kjarnorkuversins í Zapoizhzhia í Úkraínu hafa orðið fyrir hnjaski ítrekað. Hann hafi áhyggjur af öryggismálum í verinu, sem er undir yfirráðum rússneskra hersveita. Eftirlitsnefnd stofnunarinnar kom til Zapozhzhia í gær til að meta aðstæður. Rafael Grossi formaður nefndarinnar sagði í gærkvöldi, eftir að hafa verið í kjarnorkuverinu í nokkra klukkutíma, að aðstæður hafi verið erfiðar og þeir hafi heyrt í skothríð óþægilega nálægt verinu. Reuters greinir frá. Rússneskar hersveitir náðu kjarnorkuverinu á sitt veld stuttu eftir að þær réðust inn í Úkraínu í lok febrúar. Margir hafa haft miklar áhyggjur af stöðu kjarnorkuversins og því að sprengja lendi á því og leiði til stórkostlegs kjarnorkuslyss. Sprengjur falla daglega í nágrenni við verið, sem yfirvöld í Moskvu og Kænugarði kenna hvort öðru um. Úkraínsk yfirvöld saka Rússa um að nota kjarnorkuverið til þess að skýla hersveitum sínum, sem Moskva hefur tekið fyrir þrátt fyrir að vilja ekki kalla hersveitir sínar heim. Úkraínskir starfsmenn halda enn til í verinu til að sjá um eðlilegan gang starfseminnar en rússneskar hersveitir halda þeim í gíslingu. Eftirlitsnefndin sneri aftur á úkraínskt yfirráðasvæði að lokinni skoðun í gær. Grossi sagði að augljóst væri að byggingin hafi orðið fyrir hnjaski ítrekað, sem mætti alls ekki halda áfram. Sérfræðingar á hans vegum verða áfram í kjarnorkuverinu til að tryggja öryggi þess. Grossi sagðist hafa fengið að skoða allt verið, meðal annars stjórnstöðvaherbergi og farið hafi verið yfir viðbragðsáætlanir. Nefndin þurfi nú að leggjast yfir öll gögn til að ljúka starfi sínu. Hann segir að nefndin hafi heyrt sprengingar og skothríð á meðan hún dvaldi í kjarnorkuverinu en fresta þurfti för hennar frá því vegna sprengjuregns í nágrenninu. Nefndin hafi haft miklar áhyggjur en slökkva þurfi á einum kjarnaofninum í gær vegna sprenginga. Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Úkraína Rússland Tengdar fréttir Árangurinn í suðri dýrkeyptur Úkraínumönnum Úkraínskir hermenn sem tekið hafa þátt í gagnárásum Úkraínumanna í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu, segja herinn sækja fram gegn Rússum. Framsóknin hafi þó verið dýrkeypt og bardagar séu gífurlega harðir. 1. september 2022 22:34 Eftirlitsmenn komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar eru komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia í Úkraínu og vonast til að getað skoðað aðstæður þar í dag. Fjöldi barna mætti í rústir grunnskóla í norður hluta landsins í dag. 1. september 2022 13:17 Rússar muni skrúfa fyrir gasflæði um Nord Stream 1 leiðsluna enn á ný Orkurisinn Gazprom er sagður ætla að loka fyrir flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna til Þýskalands á morgun og muni lokunin vara í þrjá daga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gazprom lokar á flæði gass til Þýskalands en gasflæði þangað sem og til annarra Evrópuríkja hefur verið óstöðugt í nokkurn tíma. 30. ágúst 2022 20:25 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Eftirlitsnefnd stofnunarinnar kom til Zapozhzhia í gær til að meta aðstæður. Rafael Grossi formaður nefndarinnar sagði í gærkvöldi, eftir að hafa verið í kjarnorkuverinu í nokkra klukkutíma, að aðstæður hafi verið erfiðar og þeir hafi heyrt í skothríð óþægilega nálægt verinu. Reuters greinir frá. Rússneskar hersveitir náðu kjarnorkuverinu á sitt veld stuttu eftir að þær réðust inn í Úkraínu í lok febrúar. Margir hafa haft miklar áhyggjur af stöðu kjarnorkuversins og því að sprengja lendi á því og leiði til stórkostlegs kjarnorkuslyss. Sprengjur falla daglega í nágrenni við verið, sem yfirvöld í Moskvu og Kænugarði kenna hvort öðru um. Úkraínsk yfirvöld saka Rússa um að nota kjarnorkuverið til þess að skýla hersveitum sínum, sem Moskva hefur tekið fyrir þrátt fyrir að vilja ekki kalla hersveitir sínar heim. Úkraínskir starfsmenn halda enn til í verinu til að sjá um eðlilegan gang starfseminnar en rússneskar hersveitir halda þeim í gíslingu. Eftirlitsnefndin sneri aftur á úkraínskt yfirráðasvæði að lokinni skoðun í gær. Grossi sagði að augljóst væri að byggingin hafi orðið fyrir hnjaski ítrekað, sem mætti alls ekki halda áfram. Sérfræðingar á hans vegum verða áfram í kjarnorkuverinu til að tryggja öryggi þess. Grossi sagðist hafa fengið að skoða allt verið, meðal annars stjórnstöðvaherbergi og farið hafi verið yfir viðbragðsáætlanir. Nefndin þurfi nú að leggjast yfir öll gögn til að ljúka starfi sínu. Hann segir að nefndin hafi heyrt sprengingar og skothríð á meðan hún dvaldi í kjarnorkuverinu en fresta þurfti för hennar frá því vegna sprengjuregns í nágrenninu. Nefndin hafi haft miklar áhyggjur en slökkva þurfi á einum kjarnaofninum í gær vegna sprenginga.
Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Úkraína Rússland Tengdar fréttir Árangurinn í suðri dýrkeyptur Úkraínumönnum Úkraínskir hermenn sem tekið hafa þátt í gagnárásum Úkraínumanna í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu, segja herinn sækja fram gegn Rússum. Framsóknin hafi þó verið dýrkeypt og bardagar séu gífurlega harðir. 1. september 2022 22:34 Eftirlitsmenn komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar eru komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia í Úkraínu og vonast til að getað skoðað aðstæður þar í dag. Fjöldi barna mætti í rústir grunnskóla í norður hluta landsins í dag. 1. september 2022 13:17 Rússar muni skrúfa fyrir gasflæði um Nord Stream 1 leiðsluna enn á ný Orkurisinn Gazprom er sagður ætla að loka fyrir flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna til Þýskalands á morgun og muni lokunin vara í þrjá daga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gazprom lokar á flæði gass til Þýskalands en gasflæði þangað sem og til annarra Evrópuríkja hefur verið óstöðugt í nokkurn tíma. 30. ágúst 2022 20:25 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Árangurinn í suðri dýrkeyptur Úkraínumönnum Úkraínskir hermenn sem tekið hafa þátt í gagnárásum Úkraínumanna í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu, segja herinn sækja fram gegn Rússum. Framsóknin hafi þó verið dýrkeypt og bardagar séu gífurlega harðir. 1. september 2022 22:34
Eftirlitsmenn komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar eru komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia í Úkraínu og vonast til að getað skoðað aðstæður þar í dag. Fjöldi barna mætti í rústir grunnskóla í norður hluta landsins í dag. 1. september 2022 13:17
Rússar muni skrúfa fyrir gasflæði um Nord Stream 1 leiðsluna enn á ný Orkurisinn Gazprom er sagður ætla að loka fyrir flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna til Þýskalands á morgun og muni lokunin vara í þrjá daga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gazprom lokar á flæði gass til Þýskalands en gasflæði þangað sem og til annarra Evrópuríkja hefur verið óstöðugt í nokkurn tíma. 30. ágúst 2022 20:25