Reuters segir frá því að flokkur hennar hafi í þeim kosningum náð yfirgnæfandi meirihluta á þinginu og þannig haft betur gegn flokki hinnar valdamiklu herstjórnar sem stýrir landinu.
Hin 77 ára Suu Kyi afplánar nú þegar fangelsisdóma sem hafa fallið á síðustu mánuðum, samtals sautján ára fangelsisvist, vegna ýmissa meintra brota, meðal annars spillingar, brota gegn samkomubanni og undurróðurs.
Suu Kyi hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1991 fyrir baráttu sína fyrir lýðræðisumbótum í Mjanmar, eða Búrma. Áður hefur nú setið í stofufangelsi árum saman vegna baráttu sinnar fyrir lýðræði og gagnrýni á sitjandi stjórn.
Erlendir fjölmiðlar segja nýjasta dóminn einnig kunna hafa mikil áhrif á framtíð flokks hennar, NLD, en herstjórnin hefur hótað því að leysa upp flokkinn fyrir boðaðar þingkosningar á næsta ári.
Suu Kyi var sótt til saka fyrir ýmis meint brot eftir að henni og ríkisstjórn hennar var bolað frá völdum af mjanmarska hernum og hún handtekin í febrúar 2021.