Handbolti

Svissnesku Íslendingaliðin hefja tímabilið á sigrum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari Kadetten Schaffhausen.
Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari Kadetten Schaffhausen. Kadetten

Likið var í fyrstu umferð svissnesku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld og voru bæði Íslendingalið deildarinnar í eldlínunni. Svissnesku meistararnir í Kadetten Schaffhausen unnu  marka útisigur gegn St. Gallen og Zurich vann öruggan sigur gegn Kreuzlingen.

Svissnesku meistararnir í Kadetten, undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar og með Óðinn Þór Ríkharðsson innanborðs, máttu hafa sig alla við er liðið heimsótti St. Gallen.

Liðið hafði tveggja marka forskot í hálfleik, 15-17, og náði mest þriggja marka forskoti í síðari hálfleik. Liðið náði ekki að hrista heimamenn af sér og þegar um tvær mínútur voru til leiksloka var staðan jöfn, 32-32.

Gestirnir í Kadetten reyndust þó sterkari aðilinn á lokamínútunum og unnu að lokum nauman eins marks sigur, 32-33.

Þá unnu Ólafur Guðmundsson og félagar hans í Zurich afar öruggan níu marka sigur er liðið tók á móti Kreuzlingen á sama tíma. 

Heimamenn í Zurich fóru með átta marka forskot inn í hálfleikshléið í stöðunni 18-10 og liðið gat því leyft sér að slaka aðeins á í síðari hálfleik. Lokatölur 33-24 og fyrsti sigur Zurich á tímabilinu því í hús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×