Tuchel: Vildi að ég væri með höfuðverk yfir byrjunarliðinu Atli Arason skrifar 1. september 2022 17:31 Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, á hliðarlínunni í leiknum gegn Southampton á þriðjudag. Getty Images Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, telur að félagið þurfi fleiri leikmenn til að auka á dýpt leikmannahópsins. Þetta sagði Tuchel á blaðamannafundi eftir 2-1 tap liðsins gegn Southampton á þriðjudaginn. „Ég vildi að ég væri með hausverk yfir því hver byrjar leikinn og hver situr á bekknum. Fyrir leiktíðina var höfuðverkur yfir því að við værum með of marga leikmenn í ákveðnum stöðum en í fimmta leik tímabilsins erum við bara með tvo leikmenn með reynslu í sömu leikstöðu,“ sagði Tuchel og átti aðallega við að liðið væri fáliðað á miðjunni og í miðri vörninni. Í leiknum gegn Southampton var Chelsea án þeirra N‘Golo Kanté, Trevor Chalobah, Conor Gallagher og Reece James vegna meiðsla, veikinda og leikbanns. „í dag enduðum við í þeirri stöðu að vera ekki með neinn miðvörð á varamannabekknum okkar. Svo misstum við líka Kante í meiðsli og Gallagher í leikbann,“ sagði Tuchel og bætti við. „Kovacic er ekki tilbúinn að leika heilan leik á sama getustigi og úrvalsdeildin er. Hann er aðeins búinn að æfa í eina viku eftir að hafa komið úr meiðslum. Þetta er skrítin staða og staða sem við viljum ekki vera í. Ég veit ekki alveg hvernig við enduðum hér“ Chelsea tilkynnti í gær komu Wesley Fofana til félagsins en þau félagaskipti komu eftir ummæli Tuchel á þriðjudaginn. Tuchel vill hafa stóran og samkeppnishæfan leikmannahóp fyrir komandi tímabil. „Vonandi spilum við 60 leiki á tímabilinu en til að komast í gegnum 60 leikja tímabil þá verður maður að vera með hóp þar sem allir eru heilir og klárir í að spila.“ Ummæli Tuchel um að vanta fleiri leikmenn eru áhugaverð í ljósi þess að Chelsea er hingað til það lið sem hefur eytt mestum fjármunum í félagaskipti í sumar, af öllum liðum í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea hefur alls eytt 269 milljónum evra í sex nýja leikmenn í félagaskiptaglugganum í sumar. „Akkúrat núna þá held ég að við þurfum nokkra nýja leikmenn í mismunandi leikstöðum. Það styttist í að félagaskiptaglugginn lokar en þegar 1. september rennur sitt skeið þá verð ég hamingjusamur knattspyrnustjóri sama hvað skeður,“ sagði Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea. Félagaskiptaglugginn á Englandi lokar klukkan 22.00 í kvöld. Enski boltinn Tengdar fréttir Chelsea gerði Fofana að einum dýrasta varnarmanni sögunnar Chelsea hefur gengið frá kaupunum á franska varnarmanninum Wesley Fofana frá Leicester City. 31. ágúst 2022 12:53 Southampton snéri taflinu við gegn Chelsea Southampton vann óvæntan 2-1 sigur er liðið tók á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 30. ágúst 2022 20:39 Tuchel: „Þarf ekki mikið til að vinna okkur“ Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, var sár og svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Southampton í fimmtu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Hann segir að liðið eigi erfitt með einbeitingu og að önnur lið þurfi ekki að gera mikið til að vinna Chelsea eins og staðan er núna. 30. ágúst 2022 22:00 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
Þetta sagði Tuchel á blaðamannafundi eftir 2-1 tap liðsins gegn Southampton á þriðjudaginn. „Ég vildi að ég væri með hausverk yfir því hver byrjar leikinn og hver situr á bekknum. Fyrir leiktíðina var höfuðverkur yfir því að við værum með of marga leikmenn í ákveðnum stöðum en í fimmta leik tímabilsins erum við bara með tvo leikmenn með reynslu í sömu leikstöðu,“ sagði Tuchel og átti aðallega við að liðið væri fáliðað á miðjunni og í miðri vörninni. Í leiknum gegn Southampton var Chelsea án þeirra N‘Golo Kanté, Trevor Chalobah, Conor Gallagher og Reece James vegna meiðsla, veikinda og leikbanns. „í dag enduðum við í þeirri stöðu að vera ekki með neinn miðvörð á varamannabekknum okkar. Svo misstum við líka Kante í meiðsli og Gallagher í leikbann,“ sagði Tuchel og bætti við. „Kovacic er ekki tilbúinn að leika heilan leik á sama getustigi og úrvalsdeildin er. Hann er aðeins búinn að æfa í eina viku eftir að hafa komið úr meiðslum. Þetta er skrítin staða og staða sem við viljum ekki vera í. Ég veit ekki alveg hvernig við enduðum hér“ Chelsea tilkynnti í gær komu Wesley Fofana til félagsins en þau félagaskipti komu eftir ummæli Tuchel á þriðjudaginn. Tuchel vill hafa stóran og samkeppnishæfan leikmannahóp fyrir komandi tímabil. „Vonandi spilum við 60 leiki á tímabilinu en til að komast í gegnum 60 leikja tímabil þá verður maður að vera með hóp þar sem allir eru heilir og klárir í að spila.“ Ummæli Tuchel um að vanta fleiri leikmenn eru áhugaverð í ljósi þess að Chelsea er hingað til það lið sem hefur eytt mestum fjármunum í félagaskipti í sumar, af öllum liðum í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea hefur alls eytt 269 milljónum evra í sex nýja leikmenn í félagaskiptaglugganum í sumar. „Akkúrat núna þá held ég að við þurfum nokkra nýja leikmenn í mismunandi leikstöðum. Það styttist í að félagaskiptaglugginn lokar en þegar 1. september rennur sitt skeið þá verð ég hamingjusamur knattspyrnustjóri sama hvað skeður,“ sagði Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea. Félagaskiptaglugginn á Englandi lokar klukkan 22.00 í kvöld.
Enski boltinn Tengdar fréttir Chelsea gerði Fofana að einum dýrasta varnarmanni sögunnar Chelsea hefur gengið frá kaupunum á franska varnarmanninum Wesley Fofana frá Leicester City. 31. ágúst 2022 12:53 Southampton snéri taflinu við gegn Chelsea Southampton vann óvæntan 2-1 sigur er liðið tók á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 30. ágúst 2022 20:39 Tuchel: „Þarf ekki mikið til að vinna okkur“ Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, var sár og svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Southampton í fimmtu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Hann segir að liðið eigi erfitt með einbeitingu og að önnur lið þurfi ekki að gera mikið til að vinna Chelsea eins og staðan er núna. 30. ágúst 2022 22:00 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
Chelsea gerði Fofana að einum dýrasta varnarmanni sögunnar Chelsea hefur gengið frá kaupunum á franska varnarmanninum Wesley Fofana frá Leicester City. 31. ágúst 2022 12:53
Southampton snéri taflinu við gegn Chelsea Southampton vann óvæntan 2-1 sigur er liðið tók á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 30. ágúst 2022 20:39
Tuchel: „Þarf ekki mikið til að vinna okkur“ Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, var sár og svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Southampton í fimmtu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Hann segir að liðið eigi erfitt með einbeitingu og að önnur lið þurfi ekki að gera mikið til að vinna Chelsea eins og staðan er núna. 30. ágúst 2022 22:00