„Ég veit ekki hvenær þessi regla dó“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2022 08:31 Jürgen Klopp kallar eftir því að reglum leiksins sé framfylgt svo að áhorfandinn þurfi ekki að horfa á boltann svo mikið úr leik. Mike Hewitt/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var að vonum ánægður með dramatískan 2-1 sigur liðsins á Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Hann setur hins vegar spurningarmerki við það hvernig reglum leiksins er framfylgt. „Þetta var erfiður leikur að spila, vegna þess að við fengum í raun ekki tækifæri til þess að spila mikið,“ sagði Klopp á blaðamannafundi eftir leik, og vísar þar til þess að boltinn hafi verið mikið úr leik þar sem leikmenn Newcastle hafi gert sitt ítrasta til þess að hægja á leiknum. Klopp segist nefna það því að allir þeir blaðamenn sem hann hafi verið í viðtal við eftir leik hafi spurt út í meinta tilburði Newcastle til að tefja leikinn. „Allir kollegar ykkar spurðu mig út í það eftir leik, það er ástæðan fyrir því að ég minnist á þetta. Leikurinn var truflaður ítrekað af einhverri ástæðu og því náðum við ekki upp flæði og skriðþunga í okkar leik,“ sagði Klopp á blaðamannafundinum en Jesse Marsch, þjálfari Leeds United, talaði á svipuðum nótum eftir leik Leeds og Everton í fyrrakvöld, þar sem hann kvartaði undan tímasóun andstæðinganna. „En að skora á 98. mínútu var fullkomið augnablik, og fullkomið svar við öllu því sem hafði átt sér stað í leiknum,“ sagði Klopp en Fabio Carvalho, sem kom í sumar frá Fulham, skoraði sigurmarkið í blálok leiksins. „Ekki gott fyrir neinn“ Í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, eftir leik kom Klopp inn á þessa meintu tímasóun þar sem blaðamaður BBC spurði út í það. Hann veltir fyrir sér hvers vegna ekki sé tekið harðar á reglum leiksins sem slíkt varða. „Ég er mjög ánægður hversu margir sáu þetta í kvöld. Það var erfitt að taka þessu. Þetta var nógu erfiður leikur fyrir, Newcastle eyddi mikilli orku í að setja okkur undir pressu. Í lok leiks voru þeir í eilitlum vandræðum með ákvefðina, við tókum eftir því, en þeir voru nálægt því að uppskera stig með þessu,“ Time-wasting Toon? Jurgen Klopp wasn't happy with the Newcastle players.#BBCFootball #MOTD #LIVNEW pic.twitter.com/TUiGFWe7go— BBC Sport (@BBCSport) August 31, 2022 „Auðvitað koma allir hingað til að sjá fótboltaleik og þegar hann er stöðvaður svona oft, er það ekki gott fyrir neinn. Ég held að það eina sem við getum gert, ekki bara í samhengi þessa leiks, heldur almennt, er að dómarinn refsi fyrr með gulu spjaldi svo að menn hugsi sig tvisvar um,“ „Þegar ég var leikmaður var alltaf gefið gult spjald fyrir að sparka boltanum í burtu þegar andstæðingurinn átti aukaspyrnu. Ég veit ekki hvenær þessi regla dó, en í kvöld var hún hvergi sjáanleg þar sem það kom fyrir nokkuð oft,“ sagði Klopp við BBC en ummælin má sjá að ofan. Enski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira
„Þetta var erfiður leikur að spila, vegna þess að við fengum í raun ekki tækifæri til þess að spila mikið,“ sagði Klopp á blaðamannafundi eftir leik, og vísar þar til þess að boltinn hafi verið mikið úr leik þar sem leikmenn Newcastle hafi gert sitt ítrasta til þess að hægja á leiknum. Klopp segist nefna það því að allir þeir blaðamenn sem hann hafi verið í viðtal við eftir leik hafi spurt út í meinta tilburði Newcastle til að tefja leikinn. „Allir kollegar ykkar spurðu mig út í það eftir leik, það er ástæðan fyrir því að ég minnist á þetta. Leikurinn var truflaður ítrekað af einhverri ástæðu og því náðum við ekki upp flæði og skriðþunga í okkar leik,“ sagði Klopp á blaðamannafundinum en Jesse Marsch, þjálfari Leeds United, talaði á svipuðum nótum eftir leik Leeds og Everton í fyrrakvöld, þar sem hann kvartaði undan tímasóun andstæðinganna. „En að skora á 98. mínútu var fullkomið augnablik, og fullkomið svar við öllu því sem hafði átt sér stað í leiknum,“ sagði Klopp en Fabio Carvalho, sem kom í sumar frá Fulham, skoraði sigurmarkið í blálok leiksins. „Ekki gott fyrir neinn“ Í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, eftir leik kom Klopp inn á þessa meintu tímasóun þar sem blaðamaður BBC spurði út í það. Hann veltir fyrir sér hvers vegna ekki sé tekið harðar á reglum leiksins sem slíkt varða. „Ég er mjög ánægður hversu margir sáu þetta í kvöld. Það var erfitt að taka þessu. Þetta var nógu erfiður leikur fyrir, Newcastle eyddi mikilli orku í að setja okkur undir pressu. Í lok leiks voru þeir í eilitlum vandræðum með ákvefðina, við tókum eftir því, en þeir voru nálægt því að uppskera stig með þessu,“ Time-wasting Toon? Jurgen Klopp wasn't happy with the Newcastle players.#BBCFootball #MOTD #LIVNEW pic.twitter.com/TUiGFWe7go— BBC Sport (@BBCSport) August 31, 2022 „Auðvitað koma allir hingað til að sjá fótboltaleik og þegar hann er stöðvaður svona oft, er það ekki gott fyrir neinn. Ég held að það eina sem við getum gert, ekki bara í samhengi þessa leiks, heldur almennt, er að dómarinn refsi fyrr með gulu spjaldi svo að menn hugsi sig tvisvar um,“ „Þegar ég var leikmaður var alltaf gefið gult spjald fyrir að sparka boltanum í burtu þegar andstæðingurinn átti aukaspyrnu. Ég veit ekki hvenær þessi regla dó, en í kvöld var hún hvergi sjáanleg þar sem það kom fyrir nokkuð oft,“ sagði Klopp við BBC en ummælin má sjá að ofan.
Enski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira