Enginn skoraði fleiri mörk í fyrstu fimm leikjum sínum en Håland Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2022 22:00 Fimm leikir, níu mörk og ein stoðsending. Geri aðrir betur. EPA-EFE/ANDREW YATES Erling Braut Håland skoraði þrennu í stórsigri Englandsmeistara Manchester City á nýliðum Nottingham Forest. Håland hefur nú skorað níu mörk í fyrstu fimm leikjunum sínum í deildinni en það er met. Þegar Manchester City festi kaup á Håland í sumar var þeirri hugmynd hent fram hvort það myndi taka leikmanninn, og liðið, tíma að smella saman. Hann er jú einstakur framherji og Englandsmeistararnir léku oftar en ekki án þess að vera með hefðbundinn framherja á síðustu leiktíð. Håland hefur heldur betur svarað því en hann hefur verið vægast sagt sjóðandi heitur í upphafi móts. Hann byrjaði tímabilið á að skora bæði mörkin í 2-0 sigri á West Ham United. Í 4-0 sigrinum gegn Bournemouth lét hann sér nægja að leggja upp eitt mark. Þá skoraði hann eitt mark í 3-3 jafnteflinu gegn Newcastle United á útivelli. Þrjú mörk og ein stoðsending í þremur leikjum er nokkuð gott fyrir 21 árs gamlan framherja sem er að spila sína fyrstu leiki í ensku úrvalsdeildinni. Håland er hins vegar enginn venjulegur framherji. Norðmaðurinn skoraði þrennu er Man City kom til baka eftir að lenda 0-2 undir gegn Crystal Palace um helgina og hann gerði slíkt hið sama er City rótburstaði nýliða Nottingham Forest 6-0 í kvöld. 9 - Erling Haaland has scored nine goals in his first five @premierleague appearances, a new competition record, surpassing Mick Quinn and Sergio Agüero (both 8). Incredible. pic.twitter.com/t2mrT5bWWZ— OptaJoe (@OptaJoe) August 31, 2022 Hann er því kominn upp í níu mörk í aðeins fimm leikjum og bætir þar með met Mick Quinn og Manchester City goðsagnarinnar Sergio Agüero sem skoruðu báðir átta mörk í fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni. Verði Håland áfram eitthvað í líkingu við Agüero þá munu varnarmenn deildarinnar án efa velja veikindadaga sína vandlega næstu misserin. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Håland skoraði þrjú í fyrri hálfleik er Man City rótburstaði nýliðana Englandsmeistarar Manchester City rótburstuðu nýliða Nottingham Forest er liðin mættust á Etihad-vellinum í Manchester í kvöld. Lokatölur 6-0 eftir að Erling Braut Håland sá til þess að heimamenn voru 3-0 yfir í hálfleik. 31. ágúst 2022 20:20 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Sjá meira
Þegar Manchester City festi kaup á Håland í sumar var þeirri hugmynd hent fram hvort það myndi taka leikmanninn, og liðið, tíma að smella saman. Hann er jú einstakur framherji og Englandsmeistararnir léku oftar en ekki án þess að vera með hefðbundinn framherja á síðustu leiktíð. Håland hefur heldur betur svarað því en hann hefur verið vægast sagt sjóðandi heitur í upphafi móts. Hann byrjaði tímabilið á að skora bæði mörkin í 2-0 sigri á West Ham United. Í 4-0 sigrinum gegn Bournemouth lét hann sér nægja að leggja upp eitt mark. Þá skoraði hann eitt mark í 3-3 jafnteflinu gegn Newcastle United á útivelli. Þrjú mörk og ein stoðsending í þremur leikjum er nokkuð gott fyrir 21 árs gamlan framherja sem er að spila sína fyrstu leiki í ensku úrvalsdeildinni. Håland er hins vegar enginn venjulegur framherji. Norðmaðurinn skoraði þrennu er Man City kom til baka eftir að lenda 0-2 undir gegn Crystal Palace um helgina og hann gerði slíkt hið sama er City rótburstaði nýliða Nottingham Forest 6-0 í kvöld. 9 - Erling Haaland has scored nine goals in his first five @premierleague appearances, a new competition record, surpassing Mick Quinn and Sergio Agüero (both 8). Incredible. pic.twitter.com/t2mrT5bWWZ— OptaJoe (@OptaJoe) August 31, 2022 Hann er því kominn upp í níu mörk í aðeins fimm leikjum og bætir þar með met Mick Quinn og Manchester City goðsagnarinnar Sergio Agüero sem skoruðu báðir átta mörk í fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni. Verði Håland áfram eitthvað í líkingu við Agüero þá munu varnarmenn deildarinnar án efa velja veikindadaga sína vandlega næstu misserin.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Håland skoraði þrjú í fyrri hálfleik er Man City rótburstaði nýliðana Englandsmeistarar Manchester City rótburstuðu nýliða Nottingham Forest er liðin mættust á Etihad-vellinum í Manchester í kvöld. Lokatölur 6-0 eftir að Erling Braut Håland sá til þess að heimamenn voru 3-0 yfir í hálfleik. 31. ágúst 2022 20:20 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Sjá meira
Håland skoraði þrjú í fyrri hálfleik er Man City rótburstaði nýliðana Englandsmeistarar Manchester City rótburstuðu nýliða Nottingham Forest er liðin mættust á Etihad-vellinum í Manchester í kvöld. Lokatölur 6-0 eftir að Erling Braut Håland sá til þess að heimamenn voru 3-0 yfir í hálfleik. 31. ágúst 2022 20:20