„Skil ekki alveg það að velja Elínu Mettu á þeim stað sem hún er núna“ Sindri Sverrisson skrifar 1. september 2022 10:30 Elín Metta Jensen lék aðeins örfáar mínútur á EM í Englandi, í lokaleiknum gegn Frakklandi, eftir að hafa verið aðalframherji Íslands í undankeppninni. Getty/Dave Howarth Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum settu stórt spurningamerki við það að Elín Metta Jensen skyldi fá sæti í landsliðshópnum sem mætir Hvíta-Rússlandi og Hollandi, í leikjum sem gætu skilað Íslandi á HM í fyrsta sinn. Elín Metta lék aðeins örfáar mínútur á EM í Englandi í sumar, í lokaleiknum gegn Frakklandi, eftir að hafa verið aðalframherji Íslands í undankeppninni og markahæst með sex mörk. Þáttastjórnandi Bestu markanna á Stöð 2 Sport, Helena Ólafsdóttir, velti upp þeirri spurningu hvort rétt hefði verið af Þorsteini Halldórssyni að velja Elínu Mettu í landsliðið núna, miðað við frammistöðu hennar með Val í sumar þar sem hún hefur misst byrjunarliðssæti sitt. „Ég hef í gegnum tíðina verið einn mesti aðdáandi Elínar Mettu og fyrir þetta tímabil hefði ég alltaf valið hana sem fyrsta framherja í staðinn fyrir Berglindi [Björgu Þorvaldsdóttur]. En hún er ekki búin að vera hundrað prósent,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, aðstoðarþjálfari Selfoss. „Gullið tækifæri til að velja Jasmín“ „Ég skildi það að taka hana með á EM en setti spurningamerki við það að taka hana með núna. Þú getur notað Sveindísi uppi á topp, og Svövu. Svo fannst mér þetta gullið tækifæri til að velja Jasmín Erlu [Ingadóttur úr Stjörnunni], sem er búin að vera heitasti leikmaður mótsins upp á síðkastið og ótrúlega vaxandi í sumar. Ég skil ekki alveg það að velja Elínu Mettu á þeim stað sem hún er núna. Hún kom til dæmis ekki inn á í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Ég velti því þess vegna fyrir mér hvert hennar hlutverk er,“ sagði Bára. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um Elínu Mettu Elín Metta frábær en átt í vandræðum Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, sem reyndar er liðsfélagi Elínar Mettu hjá Val, segir erfitt að svara því hvort réttmætt sé að Elín Metta sé í íslenska landsliðshópnum. Ásgerður benti á að í grunninn væri Elín Metta frábær leikmaður, og Bára tók fullkomlega undir það. „Mér finnst Berglind mega fá sviðið. Berglind var góð á EM. Mér fannst hún halda sinni stöðu vel, vera góð í Frakkaleiknum, og mér finnst hún hafa vaxið inn í sitt hlutverk sem framherji númer eitt,“ sagði Ásgerður en tjáði sig svo lítillega um Elínu Mettu, fyrir áeggjan Báru: „Elín Metta er frábær leikmaður en hún er búin að vera í vandræðum. Hvort það sé réttmætt að hún sé í þessum hópi finnst mér erfitt að svara. Ég veit bara það að hún er frábær leikmaður þegar hún er upp á sitt besta.“ HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Besta deild kvenna Valur Landslið kvenna í fótbolta Bestu mörkin Fótbolti Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Sjá meira
Elín Metta lék aðeins örfáar mínútur á EM í Englandi í sumar, í lokaleiknum gegn Frakklandi, eftir að hafa verið aðalframherji Íslands í undankeppninni og markahæst með sex mörk. Þáttastjórnandi Bestu markanna á Stöð 2 Sport, Helena Ólafsdóttir, velti upp þeirri spurningu hvort rétt hefði verið af Þorsteini Halldórssyni að velja Elínu Mettu í landsliðið núna, miðað við frammistöðu hennar með Val í sumar þar sem hún hefur misst byrjunarliðssæti sitt. „Ég hef í gegnum tíðina verið einn mesti aðdáandi Elínar Mettu og fyrir þetta tímabil hefði ég alltaf valið hana sem fyrsta framherja í staðinn fyrir Berglindi [Björgu Þorvaldsdóttur]. En hún er ekki búin að vera hundrað prósent,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, aðstoðarþjálfari Selfoss. „Gullið tækifæri til að velja Jasmín“ „Ég skildi það að taka hana með á EM en setti spurningamerki við það að taka hana með núna. Þú getur notað Sveindísi uppi á topp, og Svövu. Svo fannst mér þetta gullið tækifæri til að velja Jasmín Erlu [Ingadóttur úr Stjörnunni], sem er búin að vera heitasti leikmaður mótsins upp á síðkastið og ótrúlega vaxandi í sumar. Ég skil ekki alveg það að velja Elínu Mettu á þeim stað sem hún er núna. Hún kom til dæmis ekki inn á í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Ég velti því þess vegna fyrir mér hvert hennar hlutverk er,“ sagði Bára. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um Elínu Mettu Elín Metta frábær en átt í vandræðum Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, sem reyndar er liðsfélagi Elínar Mettu hjá Val, segir erfitt að svara því hvort réttmætt sé að Elín Metta sé í íslenska landsliðshópnum. Ásgerður benti á að í grunninn væri Elín Metta frábær leikmaður, og Bára tók fullkomlega undir það. „Mér finnst Berglind mega fá sviðið. Berglind var góð á EM. Mér fannst hún halda sinni stöðu vel, vera góð í Frakkaleiknum, og mér finnst hún hafa vaxið inn í sitt hlutverk sem framherji númer eitt,“ sagði Ásgerður en tjáði sig svo lítillega um Elínu Mettu, fyrir áeggjan Báru: „Elín Metta er frábær leikmaður en hún er búin að vera í vandræðum. Hvort það sé réttmætt að hún sé í þessum hópi finnst mér erfitt að svara. Ég veit bara það að hún er frábær leikmaður þegar hún er upp á sitt besta.“
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Besta deild kvenna Valur Landslið kvenna í fótbolta Bestu mörkin Fótbolti Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Sjá meira