Vill annað tækifæri: „Ég er góður maður, ég fer í kirkju“ Valur Páll Eiríksson skrifar 31. ágúst 2022 08:00 Gruden segir að sér hafi verið hent undir rútuna. Ethan Miller/Getty Images Jon Gruden, fyrrum þjálfari Las Vegas Raiders í NFL-deildinni vestanhafs, hefur opnað sig um brottrekstarsök sína hjá liðinu síðasta haust. Hann vill annað tækifæri. Hinn 59 ára gamli Gruden sagði af sér í október í fyrra eftir að tölvupóstar frá honum láku á netið. Wall Street Journal birti póstana sem innihéldu rasíska, hómófóbíska og kvenfyrirlitningarlega orðræðu. Mánuði eftir afsögnina lögsótti hann NFL-deildina, þar sem honum fannst deildin refsa sér, og aðeins sér í því sem hann kallaði „mannorðsmorð í sóvéskum stíl“. Í lögsókninni er því haldið fram að NFL hafi borist tölvupóstarnir í júní 2021 í kjölfar rannsóknar á Washington Commanders (áður Washington Redskins), en bróðir Jons, Jay Gruden, var yfirþjálfari hjá Washington frá 2014 til 2019. Enn fremur er því haldið fram að 650 þúsund tölvupóstum hafi verið safnað saman í rannsókninni en aðeins tölvupóstar Grudens hafi verið gerðir opinberir. Í maí á þessu ári dæmdi dómari í Nevada-fylki Gruden í vil, sem opnar á möguleikann á dómsmáli. „Ég skammast mín fyrir það sem kom fram í þessum tölvupóstum, og ég mun ekkert afsaka það,“ sagði Gruden á þriðjudag. „Það er skammarlegt. En ég er góður maður, ég trúi því. Ég fer í kirkju. Ég hef verið giftur í 31 ár. Ég á þrjá frábæra litla stráka. Ég elska enn fótbolta. Ég hef gert einhver mistök en ég held að enginn hér hafi ekki gert nein slík. Og ég vil bara biðjast fyrirgefningar og vonandi fær ég annað tækifæri,“ Ræðuna hélt Gruden á opnum fundi hjá liðinu Little Rock Touchdown Club og hlaut lófatak fyrir. Hann skrifaði undir tíu ára samning við Raiders liðið árið 2018, sem var virði 100 milljón dollara. Hann vann Ofurskálina sem þjálfari Tampa Bay Buccaneers árið 2002. NFL Bandaríkin Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Sjá meira
Hinn 59 ára gamli Gruden sagði af sér í október í fyrra eftir að tölvupóstar frá honum láku á netið. Wall Street Journal birti póstana sem innihéldu rasíska, hómófóbíska og kvenfyrirlitningarlega orðræðu. Mánuði eftir afsögnina lögsótti hann NFL-deildina, þar sem honum fannst deildin refsa sér, og aðeins sér í því sem hann kallaði „mannorðsmorð í sóvéskum stíl“. Í lögsókninni er því haldið fram að NFL hafi borist tölvupóstarnir í júní 2021 í kjölfar rannsóknar á Washington Commanders (áður Washington Redskins), en bróðir Jons, Jay Gruden, var yfirþjálfari hjá Washington frá 2014 til 2019. Enn fremur er því haldið fram að 650 þúsund tölvupóstum hafi verið safnað saman í rannsókninni en aðeins tölvupóstar Grudens hafi verið gerðir opinberir. Í maí á þessu ári dæmdi dómari í Nevada-fylki Gruden í vil, sem opnar á möguleikann á dómsmáli. „Ég skammast mín fyrir það sem kom fram í þessum tölvupóstum, og ég mun ekkert afsaka það,“ sagði Gruden á þriðjudag. „Það er skammarlegt. En ég er góður maður, ég trúi því. Ég fer í kirkju. Ég hef verið giftur í 31 ár. Ég á þrjá frábæra litla stráka. Ég elska enn fótbolta. Ég hef gert einhver mistök en ég held að enginn hér hafi ekki gert nein slík. Og ég vil bara biðjast fyrirgefningar og vonandi fær ég annað tækifæri,“ Ræðuna hélt Gruden á opnum fundi hjá liðinu Little Rock Touchdown Club og hlaut lófatak fyrir. Hann skrifaði undir tíu ára samning við Raiders liðið árið 2018, sem var virði 100 milljón dollara. Hann vann Ofurskálina sem þjálfari Tampa Bay Buccaneers árið 2002.
NFL Bandaríkin Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Sjá meira