Míkhaíl Gorbatsjov er látinn Bjarki Sigurðsson skrifar 30. ágúst 2022 20:46 Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn. EPA/Alejandro Bringas Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn 91 árs að aldri. Gorbatsjov hafði verið að glíma við veikindi í langan tíma og lést á spítala í Moskvuborg í dag. Gorbatsjov fæddist í Privolnoye í mars árið 1931. Bærinn tilheyrir í dag Rússlandi en tilheyrði þá Sovétríkjunum. Hann varð meðlimur Kommúnistaflokksins í landinu árið 1950, þá nítján ára háskólanemi, en á þeim tíma lærði hann lögfræði við Háskólann í Moskvu. Gorbatsjov var valinn aðalritari Kommúnistaflokksins í Sovétríkjunum árið 1985, þá 54 ára gamall. Flokkurinn var eini stjórnmálaflokkurinn í Sovétríkjunum á þessum tíma og Gorbatsjov þar með orðinn leiðtogi landsins. Fundaði í Höfða Gorbatsjov kom hingað til lands árið 1986 og fundaði með Ronald Reagan, þáverandi forseta Bandaríkjanna, í Höfða vegna Kalda stríðsins. Fundurinn er einn sá þekktasti í sögunni en lítið kom upp úr honum. Leiðtogarnir komust ansi nálægt því að útiloka notkun kjarnorkuvopna í stríðinu en tókst ekki að semja um það í Reykjavík. Frá vinstri: Raissa Gorbatsjov, Míkhaíl Gorbatsjov og Vigdís Finnbogadóttir í Höfða árið 1986.Getty/Martin Athenstädt Kalda stríðinu lauk árið 1991 þegar Sovétríkin féllu en árið áður hafði Gorbatsjov fengið Friðarverðlaun Nóbels fyrir hlutverk sitt í að bæta samskipti vestursins og austursins. Mikil gagnrýni á flokkinn Gorbatsjov reyndi að breyta stefnu Kommúnistaflokksins með glasnost (opnun) og perestrojka (endurskipulagningu). Til að mynda var tjáningarfrelsi aukið í landinu á valdatíma hans en því fylgdi mikil gagnrýni á Kommúnistaflokkinn og Sovétríkin í heild sinni. Þessi stefna hans leiddi einnig til þess að íbúar Eystrasaltsríkjanna urðu djarfari í baráttu sinni um sjálfstæði. Gorbatsjov var síðasti leiðtogi Sovétríkjanna en árið 1991 féllu þau en fjöldi þjóða hafði þá lýst yfir sjálfstæði sínu frá ríkjunum. Gorbatsjov reyndi sitt besta við að halda ríkjunum saman áður en það gekk ekki. Þeir Rússar sem syrgja Sovétríkin hafa ávallt gagnrýnt Gorbatsjov fyrir þann óróa sem hann skapaði með þessum stefnum sínum. Gorbatsjov lést í dag á sjúkrahúsi í Moskvu en hann hafði dvalið þar um nokkra stund vegna veikinda. Ekki hefur verið greint nánar frá veikindum hans hingað til. Andlát Kalda stríðið Rússland Sovétríkin Leiðtogafundurinn í Höfða Andlát Míkhaíl Gorbatsjov Tengdar fréttir Michael Douglas leikur Reagan í nýjum þáttum um „sögulegan leiðtogafund“ í Reykjavík 1986 Stórleikararnir Michael Douglas og Christoph Waltz munu fara með hlutverk Ronalds Reagan og Mikhail Gorbatsjov nýrri þáttarröð í leikstjórn James Foley sem fjalla mun um þessa fyrrum leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Fyrst og fremst munu þættirnir fjalla um leiðtogafundinn í Höfða 1986. 12. desember 2020 11:15 RAX Augnablik: „Maður þurfti að passa sig á þessum gaurum sem voru þarna“ Á leiðtogafundinum í Höfða árið 1986 var Ragnar Axelsson ljósmyndari í hópi fjölmiðlafólksins á staðnum. Hann tók þar eftirminnilegar myndir af Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna og Ronald Reagan, forsela Bandarikjanna. 10. janúar 2021 07:00 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Gorbatsjov fæddist í Privolnoye í mars árið 1931. Bærinn tilheyrir í dag Rússlandi en tilheyrði þá Sovétríkjunum. Hann varð meðlimur Kommúnistaflokksins í landinu árið 1950, þá nítján ára háskólanemi, en á þeim tíma lærði hann lögfræði við Háskólann í Moskvu. Gorbatsjov var valinn aðalritari Kommúnistaflokksins í Sovétríkjunum árið 1985, þá 54 ára gamall. Flokkurinn var eini stjórnmálaflokkurinn í Sovétríkjunum á þessum tíma og Gorbatsjov þar með orðinn leiðtogi landsins. Fundaði í Höfða Gorbatsjov kom hingað til lands árið 1986 og fundaði með Ronald Reagan, þáverandi forseta Bandaríkjanna, í Höfða vegna Kalda stríðsins. Fundurinn er einn sá þekktasti í sögunni en lítið kom upp úr honum. Leiðtogarnir komust ansi nálægt því að útiloka notkun kjarnorkuvopna í stríðinu en tókst ekki að semja um það í Reykjavík. Frá vinstri: Raissa Gorbatsjov, Míkhaíl Gorbatsjov og Vigdís Finnbogadóttir í Höfða árið 1986.Getty/Martin Athenstädt Kalda stríðinu lauk árið 1991 þegar Sovétríkin féllu en árið áður hafði Gorbatsjov fengið Friðarverðlaun Nóbels fyrir hlutverk sitt í að bæta samskipti vestursins og austursins. Mikil gagnrýni á flokkinn Gorbatsjov reyndi að breyta stefnu Kommúnistaflokksins með glasnost (opnun) og perestrojka (endurskipulagningu). Til að mynda var tjáningarfrelsi aukið í landinu á valdatíma hans en því fylgdi mikil gagnrýni á Kommúnistaflokkinn og Sovétríkin í heild sinni. Þessi stefna hans leiddi einnig til þess að íbúar Eystrasaltsríkjanna urðu djarfari í baráttu sinni um sjálfstæði. Gorbatsjov var síðasti leiðtogi Sovétríkjanna en árið 1991 féllu þau en fjöldi þjóða hafði þá lýst yfir sjálfstæði sínu frá ríkjunum. Gorbatsjov reyndi sitt besta við að halda ríkjunum saman áður en það gekk ekki. Þeir Rússar sem syrgja Sovétríkin hafa ávallt gagnrýnt Gorbatsjov fyrir þann óróa sem hann skapaði með þessum stefnum sínum. Gorbatsjov lést í dag á sjúkrahúsi í Moskvu en hann hafði dvalið þar um nokkra stund vegna veikinda. Ekki hefur verið greint nánar frá veikindum hans hingað til.
Andlát Kalda stríðið Rússland Sovétríkin Leiðtogafundurinn í Höfða Andlát Míkhaíl Gorbatsjov Tengdar fréttir Michael Douglas leikur Reagan í nýjum þáttum um „sögulegan leiðtogafund“ í Reykjavík 1986 Stórleikararnir Michael Douglas og Christoph Waltz munu fara með hlutverk Ronalds Reagan og Mikhail Gorbatsjov nýrri þáttarröð í leikstjórn James Foley sem fjalla mun um þessa fyrrum leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Fyrst og fremst munu þættirnir fjalla um leiðtogafundinn í Höfða 1986. 12. desember 2020 11:15 RAX Augnablik: „Maður þurfti að passa sig á þessum gaurum sem voru þarna“ Á leiðtogafundinum í Höfða árið 1986 var Ragnar Axelsson ljósmyndari í hópi fjölmiðlafólksins á staðnum. Hann tók þar eftirminnilegar myndir af Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna og Ronald Reagan, forsela Bandarikjanna. 10. janúar 2021 07:00 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Michael Douglas leikur Reagan í nýjum þáttum um „sögulegan leiðtogafund“ í Reykjavík 1986 Stórleikararnir Michael Douglas og Christoph Waltz munu fara með hlutverk Ronalds Reagan og Mikhail Gorbatsjov nýrri þáttarröð í leikstjórn James Foley sem fjalla mun um þessa fyrrum leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Fyrst og fremst munu þættirnir fjalla um leiðtogafundinn í Höfða 1986. 12. desember 2020 11:15
RAX Augnablik: „Maður þurfti að passa sig á þessum gaurum sem voru þarna“ Á leiðtogafundinum í Höfða árið 1986 var Ragnar Axelsson ljósmyndari í hópi fjölmiðlafólksins á staðnum. Hann tók þar eftirminnilegar myndir af Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna og Ronald Reagan, forsela Bandarikjanna. 10. janúar 2021 07:00