Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar komnir til Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 30. ágúst 2022 20:24 Átök Rússa og Úkraínumanna í nágrenni kjarnorkuversins í Zaporizhzhia valda ráðamönnum um allan heim áhyggjum. AP/Planet Labs PBC Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar eru komnir til Kænugarðs í Úkraínu og hyggjast skoða aðstæður í kjarnorkuverinu í borginni Zaporizhzhia. Úkraínskar hersveitir sækja hart fram gegn Rússum í Kherson héraði og eru sagðar hafa náð fjórum bæjum þar undan yfirráðum Rússa. Síðustu vikurnar hafa Úkraínumenn unnið að því að einangra þúsundir rússneskra hermanna í námunda við héraðsborgina Kherson með því að eyðileggja brýr og vegi til að stöðva birgðaflutninga þeirra. Undanfarin sólarhring hafa úkraínskar hersveitir gert gagnsókn að Rússum sem hafa haldið Kherson og nálægum bæjum fráupphafsdögum innrásarinnar. CNN segir Úkraínumenn hafa náð fjórum bæjum í nágrenni Kherson borgar á sitt vald. þeirra á meðal Tomyna Balka og Pravdyne. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir ekki eðlilegt að upplýsa nánar um sóknaraðgerðir hersveita hans. Öllum væri ljós þau markmið Úkraínumanna að hrekja rússneskar hersveitir alfarið frá öllum herteknum svæðum. ílandinu. Úkraínuforseti heitir því að allir rússneskir hermenn verði hraktir yfir landamærin til Rússlands.Ukrainian Presidential Press Office via AP „En hernámsliðið má vita þetta: Við munum hrekja það til landamæranna. Til landamæra okkar sem hafa ekki breyst. Innrásarmennirnir vita það vel. Ef þeir vilja lifa af er kominn tími til að rússneski herinn leggi á flótta. Farið heim. Ef þið eruð hræddir við að fara heim til Rússlands þá skuluð þið gefast upp og við munum tryggja að farið verði í einu og öllu eftir Genfarsáttmálanum,“ sagði Zelenskyy. Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna komu til Kænugarðs í dag og vonast til að geta skoðað aðstæður íZaporizhzhia kjarnorkuverinu á næstu dögum þar sem Rússar hafa komið fyrir hersveitum. Sameinuðu þjóðirnar og Vesturlönd hafa skorað á stríðandi fylkingar að halda átökum frá verinu. Josep Borrell utanríkisstjóri Evrópusambandsins með Jan Lipavsky utanríkisráðherra Tékklands og Catherine Colonna utanríkisráðherra Frakklands í Prag í dag.AP/Petr David Josek Þá komu varnar- og utanríkisráðherrar evrópusambandsríkjanna komu saman í Prag í Tékklandi í dag þar sem samþykkt var að auka stuðninginn við Úkraínu, meðal annars með þjálfun hermanna. Josep Borrell utanríkisstjóri Evrópusambandsins segir Rússa enn gera árásir á almenna borgara. „Ástandið á svæðinu er enn mjög slæmt. Úkraína þarf stuðning okkar og við höldum áfram að veita þennan stuðning,“ segir Borrell. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kjarnorka Tengdar fréttir Plata Rússa til að skjóta dýrum eldflaugum á gervi-HIMARS Úkraínumenn segjast hafa platað Rússa til að skjóta minnst tíu Kalibr-eldflaugum á gerviskotmörk sem smíðuð voru eftir útlit HIMARS-eldflaugakerfa. Gerviskotmörkin eru smíðuð úr timbri og er erfitt að greina þau sundur frá raunverulegum HIMARS með drónum sem eru hátt á lofti. 30. ágúst 2022 16:50 Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. 30. ágúst 2022 11:50 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Síðustu vikurnar hafa Úkraínumenn unnið að því að einangra þúsundir rússneskra hermanna í námunda við héraðsborgina Kherson með því að eyðileggja brýr og vegi til að stöðva birgðaflutninga þeirra. Undanfarin sólarhring hafa úkraínskar hersveitir gert gagnsókn að Rússum sem hafa haldið Kherson og nálægum bæjum fráupphafsdögum innrásarinnar. CNN segir Úkraínumenn hafa náð fjórum bæjum í nágrenni Kherson borgar á sitt vald. þeirra á meðal Tomyna Balka og Pravdyne. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir ekki eðlilegt að upplýsa nánar um sóknaraðgerðir hersveita hans. Öllum væri ljós þau markmið Úkraínumanna að hrekja rússneskar hersveitir alfarið frá öllum herteknum svæðum. ílandinu. Úkraínuforseti heitir því að allir rússneskir hermenn verði hraktir yfir landamærin til Rússlands.Ukrainian Presidential Press Office via AP „En hernámsliðið má vita þetta: Við munum hrekja það til landamæranna. Til landamæra okkar sem hafa ekki breyst. Innrásarmennirnir vita það vel. Ef þeir vilja lifa af er kominn tími til að rússneski herinn leggi á flótta. Farið heim. Ef þið eruð hræddir við að fara heim til Rússlands þá skuluð þið gefast upp og við munum tryggja að farið verði í einu og öllu eftir Genfarsáttmálanum,“ sagði Zelenskyy. Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna komu til Kænugarðs í dag og vonast til að geta skoðað aðstæður íZaporizhzhia kjarnorkuverinu á næstu dögum þar sem Rússar hafa komið fyrir hersveitum. Sameinuðu þjóðirnar og Vesturlönd hafa skorað á stríðandi fylkingar að halda átökum frá verinu. Josep Borrell utanríkisstjóri Evrópusambandsins með Jan Lipavsky utanríkisráðherra Tékklands og Catherine Colonna utanríkisráðherra Frakklands í Prag í dag.AP/Petr David Josek Þá komu varnar- og utanríkisráðherrar evrópusambandsríkjanna komu saman í Prag í Tékklandi í dag þar sem samþykkt var að auka stuðninginn við Úkraínu, meðal annars með þjálfun hermanna. Josep Borrell utanríkisstjóri Evrópusambandsins segir Rússa enn gera árásir á almenna borgara. „Ástandið á svæðinu er enn mjög slæmt. Úkraína þarf stuðning okkar og við höldum áfram að veita þennan stuðning,“ segir Borrell.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kjarnorka Tengdar fréttir Plata Rússa til að skjóta dýrum eldflaugum á gervi-HIMARS Úkraínumenn segjast hafa platað Rússa til að skjóta minnst tíu Kalibr-eldflaugum á gerviskotmörk sem smíðuð voru eftir útlit HIMARS-eldflaugakerfa. Gerviskotmörkin eru smíðuð úr timbri og er erfitt að greina þau sundur frá raunverulegum HIMARS með drónum sem eru hátt á lofti. 30. ágúst 2022 16:50 Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. 30. ágúst 2022 11:50 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Plata Rússa til að skjóta dýrum eldflaugum á gervi-HIMARS Úkraínumenn segjast hafa platað Rússa til að skjóta minnst tíu Kalibr-eldflaugum á gerviskotmörk sem smíðuð voru eftir útlit HIMARS-eldflaugakerfa. Gerviskotmörkin eru smíðuð úr timbri og er erfitt að greina þau sundur frá raunverulegum HIMARS með drónum sem eru hátt á lofti. 30. ágúst 2022 16:50
Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. 30. ágúst 2022 11:50