Dómur kveðinn upp í morði sem vakti heimsathygli í hlaðvarpsþáttum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. ágúst 2022 08:04 Chris Dawson var sakfelldur fyrir morðið á Lynette í dag. Getty/Lisa Maree Williams Hinn ástralski Chris Dawson hefur verið sakfelldur fyrir morðið á eiginkonu sinni Lynette Dawson, fjórum áratugum eftir að hún hvarf sporlaust. Mál Dawson hjónanna var tekið til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum að nýju eftir að ljósi var varpað á ný sönnunargögn í hlaðvarpsþáttunum The Teacher's Pet. Chris var í dag sakfelldur fyrir morðið á Lynette af hæstarétti Nýju Suður Wales. Miklar vangaveltur hafa verið um hver hafi myrt Lynette síðan hún hvarf sporlaust í janúar árið 1982 en lögregluyfirvöldum tókst ekki að fá botn í málið fyrr en nú. Líkamsleifar Lynette fundust aldrei og engar haldbærar sannanir, aðeins óbeinar, lágu fyrir í málinu. Chris var ákærður fyrir morðið á Lynette árið 2018 eftir að ljósi var varpað á málsatvik að nýju í hlaðvarpinu The Teacher's Pet og lögregluyfirvöld opnuðu rannsóknina í kjölfarið. Dómur verður kveðinn upp yfir Chris síðar í haust. Hinn 74 ára gamli Chris neitar því staðfastlega að hafa myrt Lynette og heldur því fram enn þann dag í dag að hún hafi yfirgefið hann og tvö börn þeirra, að hans sögn líklega til að ganga til liðs við sértrúarsöfnuð. Dómarinn í málinu sagði við dómsuppsögu að allar vísbendingar bentu til sektar Chris. Hann hafi verið með þráhyggju fyrir pössunarpíu þeirra hjóna, sem hann var í ástarsambandi við þrátt fyrir að hún hafi aðeins verið unglingur þegar Lynette hvarf, og hafi viljað skipta Lynette út fyrir hana. Pössunarpían er aðeins þekkt sem JC vegna ungs aldurs hennar þegar atburðirnir áttu sér stað. Taka skal fram að Chris starfaði sem íþróttakennari í menntaskólanum Cromer High School en áður en hann fór að kenna var hann landsfrægur rugby leikmaður. Chris hefur ítrekað verið sakaður um að hafa „sofið hjá“ nemendum sínum og hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni vegna sambands hans við JC, sem var nemandi hans. Flutti „ástkonuna“ inn á heimilið nokkrum dögum eftir hvarfið Chris hafi ítrekað gert tilraunir til að fara frá Lynette sem hafi ekki gengið upp og hann hafi verið orðinn úrkula vonar. JC hafi þar að auki viljað slíta sambandinu við hann að sögn dómarans. Aðeins nokkrum dögum eftir hvarf Lynette bað Chris JC að flytja inn á heimili þeirra hjóna, sem hún og gerði, en hann tilkynnti ekki hvarf Lynette fyrr en sex vikum síðar. Meðal þess sem saksóknarar lögðu áherslu á í málflutningi sínum var sú staðreynd hvað Chris tilkynnti hvarf Lynette seint og það að hann hafi sagt við yfirheyrslur á sínum tíma að Lynette hafi hringt í hann eina helgi eftir að hún hvarf og sagt honum að hún þyrfti smá frí. Hann sagði hana þá hafa hringt nokkrum sinnum eftir það. Saksóknarar héldu því þó fram að Chris hafi myrt hana eftir að hafa ítrekað mistekist að fara frá henni. Meðal þess sem hann hafi íhugað til að slíta sambandi þeirra hafi verið að ráða leigumorðingja. Hann hafi auk þess gert tilraun til að flytja til Queensland með JC til að hefja nýtt líf en það hafi ekki gengið eftir. Dómarinn í málinu hafnaði þeim staðhæfingum saksóknara að Chris hafi reynt að ráða leigumorðingja og að hann hafi verið ofbeldisfullur í garð Lynette áður en hún hvarf. Niðurstaða hans var þó sú að Lynette hafi ekki yfirgefið heimili sitt af fúsum og frjálsum vilja. Lynette hafi ekki hugsað um neitt nema börn sín og eiginmann og þar að auki hafi engir hennar munir horfið af heimilinu samhliða hvarfi hennar. Meira að segja augnlinsur hennar hafi enn verið á heimilinu og þótti dómaranum ólíklegt að hefði hún yfirgefið heimilið sjálfviljug að hún hafi skilið allar sínar veraldlegu eigur eftir. Áhrif hlaðvarpsins góð og slæm Hlaðvarpið The Teacher's Pet vakti heimsathygli og hefur verið streymt oftar en 30 milljón sinnum. Rannsóknarblaðamaðurinn Hedley Thomas vann til blaðamannaverðlauna í Ástralíu fyrir umfjöllunina á sínum tíma og var efst á spilunarlistum í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Nýja-Sjálandi. Þó svo að hlaðvarpið hafi hvatt rannsakendur til að taka málið upp að nýju sagði dómarinn í morgun að það hafi líka spillt því að einhverju leyti. Thomas hafi auk þess verið mjög hlutdrægur í umfjöllun sinni um málið. Fresta þurfti réttarhöldunum yfir Chris vegna athyglinnar sem hlaðvarpið vakti og lögmenn hans reyndu að fá málinu vísað alfarið frá þar sem hlaðvarpið hefði áhrif á bæði vitni og mögulega kviðdómendur. Í stað þess að vísa málinu frá dæmdi einn dómari í máli hans, í stað kviðdóms eins og tíðkast í Ástralíu. Ástralía Erlend sakamál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Chris var í dag sakfelldur fyrir morðið á Lynette af hæstarétti Nýju Suður Wales. Miklar vangaveltur hafa verið um hver hafi myrt Lynette síðan hún hvarf sporlaust í janúar árið 1982 en lögregluyfirvöldum tókst ekki að fá botn í málið fyrr en nú. Líkamsleifar Lynette fundust aldrei og engar haldbærar sannanir, aðeins óbeinar, lágu fyrir í málinu. Chris var ákærður fyrir morðið á Lynette árið 2018 eftir að ljósi var varpað á málsatvik að nýju í hlaðvarpinu The Teacher's Pet og lögregluyfirvöld opnuðu rannsóknina í kjölfarið. Dómur verður kveðinn upp yfir Chris síðar í haust. Hinn 74 ára gamli Chris neitar því staðfastlega að hafa myrt Lynette og heldur því fram enn þann dag í dag að hún hafi yfirgefið hann og tvö börn þeirra, að hans sögn líklega til að ganga til liðs við sértrúarsöfnuð. Dómarinn í málinu sagði við dómsuppsögu að allar vísbendingar bentu til sektar Chris. Hann hafi verið með þráhyggju fyrir pössunarpíu þeirra hjóna, sem hann var í ástarsambandi við þrátt fyrir að hún hafi aðeins verið unglingur þegar Lynette hvarf, og hafi viljað skipta Lynette út fyrir hana. Pössunarpían er aðeins þekkt sem JC vegna ungs aldurs hennar þegar atburðirnir áttu sér stað. Taka skal fram að Chris starfaði sem íþróttakennari í menntaskólanum Cromer High School en áður en hann fór að kenna var hann landsfrægur rugby leikmaður. Chris hefur ítrekað verið sakaður um að hafa „sofið hjá“ nemendum sínum og hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni vegna sambands hans við JC, sem var nemandi hans. Flutti „ástkonuna“ inn á heimilið nokkrum dögum eftir hvarfið Chris hafi ítrekað gert tilraunir til að fara frá Lynette sem hafi ekki gengið upp og hann hafi verið orðinn úrkula vonar. JC hafi þar að auki viljað slíta sambandinu við hann að sögn dómarans. Aðeins nokkrum dögum eftir hvarf Lynette bað Chris JC að flytja inn á heimili þeirra hjóna, sem hún og gerði, en hann tilkynnti ekki hvarf Lynette fyrr en sex vikum síðar. Meðal þess sem saksóknarar lögðu áherslu á í málflutningi sínum var sú staðreynd hvað Chris tilkynnti hvarf Lynette seint og það að hann hafi sagt við yfirheyrslur á sínum tíma að Lynette hafi hringt í hann eina helgi eftir að hún hvarf og sagt honum að hún þyrfti smá frí. Hann sagði hana þá hafa hringt nokkrum sinnum eftir það. Saksóknarar héldu því þó fram að Chris hafi myrt hana eftir að hafa ítrekað mistekist að fara frá henni. Meðal þess sem hann hafi íhugað til að slíta sambandi þeirra hafi verið að ráða leigumorðingja. Hann hafi auk þess gert tilraun til að flytja til Queensland með JC til að hefja nýtt líf en það hafi ekki gengið eftir. Dómarinn í málinu hafnaði þeim staðhæfingum saksóknara að Chris hafi reynt að ráða leigumorðingja og að hann hafi verið ofbeldisfullur í garð Lynette áður en hún hvarf. Niðurstaða hans var þó sú að Lynette hafi ekki yfirgefið heimili sitt af fúsum og frjálsum vilja. Lynette hafi ekki hugsað um neitt nema börn sín og eiginmann og þar að auki hafi engir hennar munir horfið af heimilinu samhliða hvarfi hennar. Meira að segja augnlinsur hennar hafi enn verið á heimilinu og þótti dómaranum ólíklegt að hefði hún yfirgefið heimilið sjálfviljug að hún hafi skilið allar sínar veraldlegu eigur eftir. Áhrif hlaðvarpsins góð og slæm Hlaðvarpið The Teacher's Pet vakti heimsathygli og hefur verið streymt oftar en 30 milljón sinnum. Rannsóknarblaðamaðurinn Hedley Thomas vann til blaðamannaverðlauna í Ástralíu fyrir umfjöllunina á sínum tíma og var efst á spilunarlistum í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Nýja-Sjálandi. Þó svo að hlaðvarpið hafi hvatt rannsakendur til að taka málið upp að nýju sagði dómarinn í morgun að það hafi líka spillt því að einhverju leyti. Thomas hafi auk þess verið mjög hlutdrægur í umfjöllun sinni um málið. Fresta þurfti réttarhöldunum yfir Chris vegna athyglinnar sem hlaðvarpið vakti og lögmenn hans reyndu að fá málinu vísað alfarið frá þar sem hlaðvarpið hefði áhrif á bæði vitni og mögulega kviðdómendur. Í stað þess að vísa málinu frá dæmdi einn dómari í máli hans, í stað kviðdóms eins og tíðkast í Ástralíu.
Ástralía Erlend sakamál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira