Lára fékk langþráð já frá Háskóla Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2022 16:50 Lára Þorsteinsdóttir ræddi málefni fatlaðra í þættinum Spjallið með Góðvild. Mission framleiðsla Lára Þorsteinsdóttir hefur fengið grænt ljós frá Háskóla Íslands til að sækja námskeiðið SAG101G - Sagnfræðileg vinnubrögð. Lára hefur vakið athygli á takmörkuðu framboði náms í boði hjá skólanum fyrir fólk með fötlun. Lára, sem er 23 ára kona með einhverfu, minnti í Spjallinu með Góðvild á Vísi í fyrra á rétt fatlaðra til menntunar eins og aðrir. Í framhaldi af viðtalinu við Láru sagði rektor HÍ til skoðunar að auka framboð náms fyrir fatlaða. „Við erum að skoða það núna hvernig við getum komið til móts við þennan hóp og tengt þetta fleiri fræðasviðum,“ sagði Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, við fréttastofu í júní í fyrra. Rúmlega ári síðar fagnar Lára, og foreldrar hennar um leið þau Þorsteinn J. Vilhjálmsson og María Ellingsen. „Háskólinn sagði já! Lára Þorsteinsdóttir fær að byrja í dag í námskeiðinu SAG101G. SAGNFRÆÐILEG VINNUBRÖGÐ við Háskóla Íslands. Stór stund, fyrsti tíminn í sagnfræði við Háskóla Íslands, og Lára er glöð og þakklát,“ segir Þorsteinn í færslu á Facebook. „Áfram Lára! Opna dyr- stækka heiminn!“ segir María Ellingsen. Þar deilir hann skilaboðum frá Láru á þessum tímamótum: „Það er ástæða til að þakka öllum þeim sem lögðu þessu baráttumáli mínu lið og opnuðu leiðina fyrir mér inn í sagnfræðinám við Háskóla Íslands: Sólveig Ólafsdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Guðrún Valgerður Stefánsdóttir, Ágústa Björnsdóttir, Jón Atli Benediktsson, og svo baráttukonurnar og fyrirmyndir mínar, Embla Guðrúnar Ágúsdóttir og Freyja Haraldsdóttir. Pabbi og mamma fá líka þakkir en þau eru vinsamlegast beðin að hætta að skipta sér svona mikið af mínum málum,“ segir Lára. Lára sagði í viðtalinu í Spjallinu með góðvild hve áhugasöm hún væri um sagnfræði. „Fyrir bókaorm eins og mig sem hefur brennandi áhuga á sagnfræði og fékk tíu í sagnfræði í menntaskóla, þá hefði ég til dæmis svo gjarnan viljað sækja líka tíma í sagnfræðideildinni.“ Skóla - og menntamál Málefni fatlaðs fólks Háskólar Tengdar fréttir Til skoðunar að auka framboð náms fyrir fatlaða í HÍ Rektor Háskóla Íslands segir til skoðunar að auka námsframboð í skólanum fyrir fólk með fötlun. Einhverf kona segir ósanngjarnt að henni standi bara starfstengt diplómanám til boða. 23. júní 2021 13:20 Ósanngjarnt að þetta sé eina námið sem stendur fötluðum til boða Lára Þorsteinsdóttir, 22 ára kona með einhverfu, gagnrýnir framboð á námi við Háskóla Íslands fyrir fatlað fólk og segir það mjög takmarkað. Fatlaðir eigi rétt á menntun eins og aðrir og því þurfi að bæta úr þessu. 15. júní 2021 07:00 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
Lára, sem er 23 ára kona með einhverfu, minnti í Spjallinu með Góðvild á Vísi í fyrra á rétt fatlaðra til menntunar eins og aðrir. Í framhaldi af viðtalinu við Láru sagði rektor HÍ til skoðunar að auka framboð náms fyrir fatlaða. „Við erum að skoða það núna hvernig við getum komið til móts við þennan hóp og tengt þetta fleiri fræðasviðum,“ sagði Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, við fréttastofu í júní í fyrra. Rúmlega ári síðar fagnar Lára, og foreldrar hennar um leið þau Þorsteinn J. Vilhjálmsson og María Ellingsen. „Háskólinn sagði já! Lára Þorsteinsdóttir fær að byrja í dag í námskeiðinu SAG101G. SAGNFRÆÐILEG VINNUBRÖGÐ við Háskóla Íslands. Stór stund, fyrsti tíminn í sagnfræði við Háskóla Íslands, og Lára er glöð og þakklát,“ segir Þorsteinn í færslu á Facebook. „Áfram Lára! Opna dyr- stækka heiminn!“ segir María Ellingsen. Þar deilir hann skilaboðum frá Láru á þessum tímamótum: „Það er ástæða til að þakka öllum þeim sem lögðu þessu baráttumáli mínu lið og opnuðu leiðina fyrir mér inn í sagnfræðinám við Háskóla Íslands: Sólveig Ólafsdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Guðrún Valgerður Stefánsdóttir, Ágústa Björnsdóttir, Jón Atli Benediktsson, og svo baráttukonurnar og fyrirmyndir mínar, Embla Guðrúnar Ágúsdóttir og Freyja Haraldsdóttir. Pabbi og mamma fá líka þakkir en þau eru vinsamlegast beðin að hætta að skipta sér svona mikið af mínum málum,“ segir Lára. Lára sagði í viðtalinu í Spjallinu með góðvild hve áhugasöm hún væri um sagnfræði. „Fyrir bókaorm eins og mig sem hefur brennandi áhuga á sagnfræði og fékk tíu í sagnfræði í menntaskóla, þá hefði ég til dæmis svo gjarnan viljað sækja líka tíma í sagnfræðideildinni.“
Skóla - og menntamál Málefni fatlaðs fólks Háskólar Tengdar fréttir Til skoðunar að auka framboð náms fyrir fatlaða í HÍ Rektor Háskóla Íslands segir til skoðunar að auka námsframboð í skólanum fyrir fólk með fötlun. Einhverf kona segir ósanngjarnt að henni standi bara starfstengt diplómanám til boða. 23. júní 2021 13:20 Ósanngjarnt að þetta sé eina námið sem stendur fötluðum til boða Lára Þorsteinsdóttir, 22 ára kona með einhverfu, gagnrýnir framboð á námi við Háskóla Íslands fyrir fatlað fólk og segir það mjög takmarkað. Fatlaðir eigi rétt á menntun eins og aðrir og því þurfi að bæta úr þessu. 15. júní 2021 07:00 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
Til skoðunar að auka framboð náms fyrir fatlaða í HÍ Rektor Háskóla Íslands segir til skoðunar að auka námsframboð í skólanum fyrir fólk með fötlun. Einhverf kona segir ósanngjarnt að henni standi bara starfstengt diplómanám til boða. 23. júní 2021 13:20
Ósanngjarnt að þetta sé eina námið sem stendur fötluðum til boða Lára Þorsteinsdóttir, 22 ára kona með einhverfu, gagnrýnir framboð á námi við Háskóla Íslands fyrir fatlað fólk og segir það mjög takmarkað. Fatlaðir eigi rétt á menntun eins og aðrir og því þurfi að bæta úr þessu. 15. júní 2021 07:00