Aðeins ein uppalin í byrjunarliðunum í úrslitaleiknum Sindri Sverrisson skrifar 29. ágúst 2022 14:30 Valskonur unnu verðskuldaðan sigur á Blikum í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og þar með langþráðan bikarmeistaratitil. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Turnarnir tveir í knattspyrnu kvenna á Íslandi, Valur og Breiðablik, mættust í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á laugardag. Af þeim 22 leikmönnum sem hófu leikinn var aðeins einn að spila úrslitaleik fyrir sitt uppeldisfélag. Daði Rafnsson, yfirmaður knattspyrnuþróunar hjá HK og fagstjóri afrekssviðs Menntaskólans í Kópavogi, bendir á þessa staðreynd á Twitter. Valur og Breiðablik eru ekki aðeins sigursælustu lið landsins í kvennaboltanum heldur hafa þau alið marga góða leikmenn af sér í gegnum tíðina. Því var áhugavert að sjá aðeins einn leikmann hefja leik fyrir uppeldislið sitt í úrslitaleiknum í gær. pic.twitter.com/ZOwA5DAC7I— Daði Rafnsson (@dadirafnsson) August 28, 2022 Aðeins Blikinn Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, sem reyndar spilaði fyrr í sumar í keppninni sem lánsmaður með Keflavík, var í byrjunarliði síns uppeldisfélags í bikarúrslitaleiknum. Í byrjunarliði bikarmeistaranna, Valskvenna, var enginn uppalinn leikmaður félagsins. Hlutirnir breyttust aðeins hjá Blikum þegar leið á leikinn og fjórir uppaldir Blikar komu inn á sem varamenn. Á varamannabekk Vals biðu hins vegar einu tveir uppöldu leikmennirnir í hóp Vals á laugardaginn; markvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir og landsliðskonan Elín Metta Jensen. Það má reyndar segja að Breiðablik hafi átt fjóra uppalda leikmenn í byrjunarliðunum tveimur á laugardaginn, því í byrjunarliði Vals voru þær Sólveig Jóhannesdóttir Larsen, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (sem skipti úr FH í Breiðablik 14 ára) og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. Segja má að ÍBV hafi átt þrjá fulltrúa úr sínu yngri flokka starfi í byrjunarliðunum tveimur, þær Elísu Viðarsdóttur og Clöru Sigurðardóttur sem og Rangæinginn Karitas Tómasdóttur sem lék með sameinuðu liði ÍBV og KFR í yngri flokkum. Afturelding átti tvo fulltrúa, þær Mist Edvardsdóttur og Láru Kristínu Pedersen, og FH tvo í þeim Helenu Ósk Hálfdánardóttur og Þórdísi Hrönn. Breiðablik komst yfir í bikarúrslitaleiknum með marki Birtu Georgsdóttur sem er uppalin í Stjörnunni. Hin bandaríska Cyera Hintzen jafnaði metin og nýja landsliðskonan Ásdís Karen Halldórsdóttir, uppalin í KR, tryggði Val 2-1 sigur. Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Daði Rafnsson, yfirmaður knattspyrnuþróunar hjá HK og fagstjóri afrekssviðs Menntaskólans í Kópavogi, bendir á þessa staðreynd á Twitter. Valur og Breiðablik eru ekki aðeins sigursælustu lið landsins í kvennaboltanum heldur hafa þau alið marga góða leikmenn af sér í gegnum tíðina. Því var áhugavert að sjá aðeins einn leikmann hefja leik fyrir uppeldislið sitt í úrslitaleiknum í gær. pic.twitter.com/ZOwA5DAC7I— Daði Rafnsson (@dadirafnsson) August 28, 2022 Aðeins Blikinn Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, sem reyndar spilaði fyrr í sumar í keppninni sem lánsmaður með Keflavík, var í byrjunarliði síns uppeldisfélags í bikarúrslitaleiknum. Í byrjunarliði bikarmeistaranna, Valskvenna, var enginn uppalinn leikmaður félagsins. Hlutirnir breyttust aðeins hjá Blikum þegar leið á leikinn og fjórir uppaldir Blikar komu inn á sem varamenn. Á varamannabekk Vals biðu hins vegar einu tveir uppöldu leikmennirnir í hóp Vals á laugardaginn; markvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir og landsliðskonan Elín Metta Jensen. Það má reyndar segja að Breiðablik hafi átt fjóra uppalda leikmenn í byrjunarliðunum tveimur á laugardaginn, því í byrjunarliði Vals voru þær Sólveig Jóhannesdóttir Larsen, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (sem skipti úr FH í Breiðablik 14 ára) og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. Segja má að ÍBV hafi átt þrjá fulltrúa úr sínu yngri flokka starfi í byrjunarliðunum tveimur, þær Elísu Viðarsdóttur og Clöru Sigurðardóttur sem og Rangæinginn Karitas Tómasdóttur sem lék með sameinuðu liði ÍBV og KFR í yngri flokkum. Afturelding átti tvo fulltrúa, þær Mist Edvardsdóttur og Láru Kristínu Pedersen, og FH tvo í þeim Helenu Ósk Hálfdánardóttur og Þórdísi Hrönn. Breiðablik komst yfir í bikarúrslitaleiknum með marki Birtu Georgsdóttur sem er uppalin í Stjörnunni. Hin bandaríska Cyera Hintzen jafnaði metin og nýja landsliðskonan Ásdís Karen Halldórsdóttir, uppalin í KR, tryggði Val 2-1 sigur.
Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira