- Finndu hreyfingu sem hentar þér vel og þér þykir skemmtilegt að stunda.
- Finndu þér æfingafélaga, góðan hóp eða fjarþjálfara eins og mig. Það gerir þjálfunina skemmtilegri og markvissari og eykur líkurnar á þvi að þú gefist ekki upp!
- Haltu þér við efnið. Margt smátt gerir eitt stórt, æfingarnar þurfa ekki að vera langar til að skila árangri og enginn er fullkominn í mataræðinu, aðalmálið er að halda sér við efnið og gefast ekki upp.
- Forðastu að fara í átak eða megrun, það er skammtímalausn sem er erfið, leiðinleg og skilar almennt slökum árangri til lengri tíma litið.
- Góðir hlutir gerast hægt. Ekki ætla þér um of, njóttu þess að hugsa um heilsuna og líkamann með því að hreyfa þig reglulega og borða heilsusamlega því þá gerast góðir hlutir.
Ég hef fulla trú á þér, settu þér markmið og mundu að þú átt aðeins einn líkama og því sérstaklega mikilvægt að hugsa vel um hann.
Gangi þér vel!
Anna Eiríks er þáttastjórnandi þáttanna Hreyfum okkur saman. Ef þig vantar hugmyndir af æfingum má finna alla þættina á Stöð 2+ og hér á Vísi.
Hægt er að kynna sér nýja 28 daga haustáskorun og fleira á heimasíðu Önnu.