„Færð það sem að þú gefur í þetta“ Árni Konráð Árnason skrifar 28. ágúst 2022 22:30 Óskar Hrafn Þorvaldsson. Vísir/Vilhelm Breiðablik eru með 9 stiga forskot á toppnum er þeir unnu sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. „Þetta var öflug frammistaða, það sem að þurfti til. Þessi deild er þannig að þú færð það sem að þú gefur í þetta og ég var ánægður með liðið mitt í dag“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, í viðtali við Vísi eftir leik. Breiðablik hefur verið afar heppið með meiðsli í sumar þrátt fyrir mikið leikjaálag og eiga leik strax á miðvikudag gegn Víking Reykjavík í bikarnum. „Hann [hópurinn] lítur bara mjög vel út. Ég get lofað því að ég verði með átján manna skýrslu og ég held að standið sé bara ljómandi gott. Ég held að það séu allir heilir, nema einhverjir í lok leiksins hafi meiðst. Ég er svo sem ekki búinn að fá neitt um það, en standið er bara ljómandi gott“ Gísli Eyjólfsson komst loks á blað eftir að hafa verið að glíma við markaþurrð í sumar. Gísli var hæstánægður með að hafa loks skorað er ég talaði við hann eftir leik og spurði hvort að skot sitt í slánna á 7. mínútu hafi ekki verið inni. „Það er bara frábært að hann sé að skora, hann skoraði í bikarnum á móti Skaganum, en Gísli þarf ekki að skora fyrir okkur til þess að vera einn af okkar bestu mönnum og einn af bestu leikmönnum deildarinnar. Hann er búinn að vera frábær í sumar og búinn að þroskast gríðarlega sem leikmaður, sem karakter er hann leiðtogi í liðinu,“ sagði Óskar og hélt áfram. „Fyrir mann eins og hann sem að hefur skorað mikið í gegnum tíðina þá er dýrmætt að skora, það er gott fyrir sálina – það nærir sálina. En fyrir mér eru öll návígin, tæklingarnar og pressurnar sem að hann fer í. Boltarnir og mennirnir sem að hann eltir uppi eru mikið mikilvægari fyrir liðið, fyrir mig og fyrir hann en hvort að hann skori eða ekki, en það er alltaf gott að skora.“ Blikar eru með 9 stiga forskot á toppnum og er ansi góðar líkur á að titillinn endi í Kópavogi. „Nei, við erum langt frá því að vera með níu putta á bikarnum. Við erum mögulega með hálfan putta á bikarnum, ég held að það sé allt of mikið eftir til þess að fara að tala um það. Við eigum erfiðan bikarleik á miðvikudaginn og síðan eru þrír leikir eftir í þessari venjulegu deildarkeppni. Við getum ekki annað en tekið einn leik í einu, auðvitað lítur þetta ágætlega út í dag, en við vitum það að það hefur aldrei gefið neitt,“ sagði Óskar. Óskar sagði að endingu að það væru óvissu tímar framundan, október mánuður, sem að hefur ekki verið spilaður hingað til en segir þó ef að Blikar haldi áfram að stíga á bensíngjöfina án þess að fara af henni að þá verður niðurstaðan góð í lok móts. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Sjá meira
„Þetta var öflug frammistaða, það sem að þurfti til. Þessi deild er þannig að þú færð það sem að þú gefur í þetta og ég var ánægður með liðið mitt í dag“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, í viðtali við Vísi eftir leik. Breiðablik hefur verið afar heppið með meiðsli í sumar þrátt fyrir mikið leikjaálag og eiga leik strax á miðvikudag gegn Víking Reykjavík í bikarnum. „Hann [hópurinn] lítur bara mjög vel út. Ég get lofað því að ég verði með átján manna skýrslu og ég held að standið sé bara ljómandi gott. Ég held að það séu allir heilir, nema einhverjir í lok leiksins hafi meiðst. Ég er svo sem ekki búinn að fá neitt um það, en standið er bara ljómandi gott“ Gísli Eyjólfsson komst loks á blað eftir að hafa verið að glíma við markaþurrð í sumar. Gísli var hæstánægður með að hafa loks skorað er ég talaði við hann eftir leik og spurði hvort að skot sitt í slánna á 7. mínútu hafi ekki verið inni. „Það er bara frábært að hann sé að skora, hann skoraði í bikarnum á móti Skaganum, en Gísli þarf ekki að skora fyrir okkur til þess að vera einn af okkar bestu mönnum og einn af bestu leikmönnum deildarinnar. Hann er búinn að vera frábær í sumar og búinn að þroskast gríðarlega sem leikmaður, sem karakter er hann leiðtogi í liðinu,“ sagði Óskar og hélt áfram. „Fyrir mann eins og hann sem að hefur skorað mikið í gegnum tíðina þá er dýrmætt að skora, það er gott fyrir sálina – það nærir sálina. En fyrir mér eru öll návígin, tæklingarnar og pressurnar sem að hann fer í. Boltarnir og mennirnir sem að hann eltir uppi eru mikið mikilvægari fyrir liðið, fyrir mig og fyrir hann en hvort að hann skori eða ekki, en það er alltaf gott að skora.“ Blikar eru með 9 stiga forskot á toppnum og er ansi góðar líkur á að titillinn endi í Kópavogi. „Nei, við erum langt frá því að vera með níu putta á bikarnum. Við erum mögulega með hálfan putta á bikarnum, ég held að það sé allt of mikið eftir til þess að fara að tala um það. Við eigum erfiðan bikarleik á miðvikudaginn og síðan eru þrír leikir eftir í þessari venjulegu deildarkeppni. Við getum ekki annað en tekið einn leik í einu, auðvitað lítur þetta ágætlega út í dag, en við vitum það að það hefur aldrei gefið neitt,“ sagði Óskar. Óskar sagði að endingu að það væru óvissu tímar framundan, október mánuður, sem að hefur ekki verið spilaður hingað til en segir þó ef að Blikar haldi áfram að stíga á bensíngjöfina án þess að fara af henni að þá verður niðurstaðan góð í lok móts.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Sjá meira