Leystu 34 ára gamalt mál eftir að morðinginn sleikti umslag Bjarki Sigurðsson skrifar 27. ágúst 2022 21:31 Anna Kane var 26 ára þegar hún var myrt. Lögreglunni í Pennsylvaníu tókst nýlega að leysa morðmál 34 árum eftir að morðið átti sér stað. Upp komst um morðingjann þar sem hann sleikti umslag bréfs sem hann sendi lögreglunni. Anna Kane var myrt í október árið 1988 þegar hún var einungis 26 ára gömul og var lík hennar skilið eftir í skógi nálægt borginni Reading í Pennsylvaníu-ríki í Bandaríkjunum. Lögreglunni tókst ekki að finna morðingja hennar en fimmtán mánuðum síðar fengu þeir sent bréf með upplýsingum sem einungis morðinginn gat vitað. Bréfið var ekki merkt með nafni heldur kom fram að það væri frá „áhyggjufullum borgara“. Á líkinu hafði fundist munnvatn frá morðingjanum en ekki var hægt að bera það saman við DNA-sýnið á bréfinu þar til nú þar sem tæknin var ekki nægilega þróuð. Lögreglu tókst að staðfesta að sami maður hafi sent bréfið og skilið munnvatn eftir á líkinu. Þá gat lögregla einnig staðfest að sýnin tilheyrðu Scott Grim sem býr nálægt Reading. Lögregla veit ekki mikið um Grim en hann lést árið 2018. Nú verður sýnið notað til þess að sjá hvort hann beri ábyrgð á öðrum óleystum sakamálum á svæðinu. Scott Grim lést árið 2018.Lögreglan í Pennsylvaníu Í samtali við CNN segir Tamika Reyes, dóttir Kane, að það sé mikill léttir að vita hver morðinginn er. Hún var einungis níu ára gömul þegar móðir hennar lést. Kane starfaði sem vændiskona þegar hún lést og voru íbúar Pennsylvaníu ekkert allt of áhugasamir um morðið. Einhverjir sögðu að hún hafi átt þetta skilið. „Það var vont. Hún var meira en það, hún var fórnarlamb. Hún var móðir. Hún var elskuð. Enginn á það skilið sem kom fyrir hana,“ segir Reyes. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira
Anna Kane var myrt í október árið 1988 þegar hún var einungis 26 ára gömul og var lík hennar skilið eftir í skógi nálægt borginni Reading í Pennsylvaníu-ríki í Bandaríkjunum. Lögreglunni tókst ekki að finna morðingja hennar en fimmtán mánuðum síðar fengu þeir sent bréf með upplýsingum sem einungis morðinginn gat vitað. Bréfið var ekki merkt með nafni heldur kom fram að það væri frá „áhyggjufullum borgara“. Á líkinu hafði fundist munnvatn frá morðingjanum en ekki var hægt að bera það saman við DNA-sýnið á bréfinu þar til nú þar sem tæknin var ekki nægilega þróuð. Lögreglu tókst að staðfesta að sami maður hafi sent bréfið og skilið munnvatn eftir á líkinu. Þá gat lögregla einnig staðfest að sýnin tilheyrðu Scott Grim sem býr nálægt Reading. Lögregla veit ekki mikið um Grim en hann lést árið 2018. Nú verður sýnið notað til þess að sjá hvort hann beri ábyrgð á öðrum óleystum sakamálum á svæðinu. Scott Grim lést árið 2018.Lögreglan í Pennsylvaníu Í samtali við CNN segir Tamika Reyes, dóttir Kane, að það sé mikill léttir að vita hver morðinginn er. Hún var einungis níu ára gömul þegar móðir hennar lést. Kane starfaði sem vændiskona þegar hún lést og voru íbúar Pennsylvaníu ekkert allt of áhugasamir um morðið. Einhverjir sögðu að hún hafi átt þetta skilið. „Það var vont. Hún var meira en það, hún var fórnarlamb. Hún var móðir. Hún var elskuð. Enginn á það skilið sem kom fyrir hana,“ segir Reyes.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira