Kjötsúpuhátíð á Hvolsvelli um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. ágúst 2022 13:06 Mikil stemming er á Hvolsvelli á kjötsúpuhátíðinni 2022 Aðsend Þeir, sem elska íslenska kjötsúpu með miklu kjöti í ættu að drífa sig á Hvolsvöll því þar fer fram Kjötsúpuhátíð alla helgina. Kjötsúpurölt var í þorpinu í gærkvöldi og í dag býður Sláturfélag Suðurlands heimamönnum og gestum þeirra upp á kjötsúpu eins og hver vill. Kjötsúpuhátíðin á Hvolsvelli er bæjarhátíð íbúa þar og í sveitunum í kring en hátíðin hefur ekki verið haldin síðustu tvö ár vegna Covid. Nú er öllu tjaldað til, byrjað var á fimmtudaginn og hátíðinni lýkur seinnipartinn á morgun. Árný Lára Karvelsdóttir er markað- og kyningarfulltrúi Rangárþings eystra. „Í gærkvöldi vorum við með hið margrómaða súpurölt þar sem að íbúar og fyrirtæki buðu heim. Það var bara fullt af fólki á ferð um þorpið og gríðarlega góðar súpur, sem hægt var að smakka,“ segir Árný. Súpurölt fór fram í gærkvöldi, sem tókst einstaklega vel.Aðsend Árný Lára segir að dagskráin í dag verði glæsileg og fyrir alla fjölskylduna. „Já, við ætlum að vera með íþróttaálfinn og BMX brós og svo ætlum við vera með vatnbolta, sem er fótbolti með slökkviliðsslöngum eða brunaslöngum. Svo er Suðurlands Jazz hjá okkur og stórtónleikar í kvöld með nokkur vel völdum tónlistarmönnum, þar á meðal honum Stefáni Hilmarssyni. Og svo eru heimakonur, Valborg Ólafs, Sæbjörg Eva og Maríanna Másdóttir, það má eiginlega ekki missa af þessu. Svo erum við með brennu og flugeldasýningu.“ Og núna eftir hádegi ætlar Sláturfélag Suðurlands að bjóða öllum upp á ókeypis kjötsúpu á miðbæjartúninu á Hvolsvelli. En verður örugglega nóg kjöt í súpunni? „100 prósent, sunnlenskt gæðakjöt,“ segir Árný hlægjandi. Þorpið er mjög vel skreytt í tilefni af hátíðinni.Aðsend Rangárþing eystra Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Kjötsúpuhátíðin á Hvolsvelli er bæjarhátíð íbúa þar og í sveitunum í kring en hátíðin hefur ekki verið haldin síðustu tvö ár vegna Covid. Nú er öllu tjaldað til, byrjað var á fimmtudaginn og hátíðinni lýkur seinnipartinn á morgun. Árný Lára Karvelsdóttir er markað- og kyningarfulltrúi Rangárþings eystra. „Í gærkvöldi vorum við með hið margrómaða súpurölt þar sem að íbúar og fyrirtæki buðu heim. Það var bara fullt af fólki á ferð um þorpið og gríðarlega góðar súpur, sem hægt var að smakka,“ segir Árný. Súpurölt fór fram í gærkvöldi, sem tókst einstaklega vel.Aðsend Árný Lára segir að dagskráin í dag verði glæsileg og fyrir alla fjölskylduna. „Já, við ætlum að vera með íþróttaálfinn og BMX brós og svo ætlum við vera með vatnbolta, sem er fótbolti með slökkviliðsslöngum eða brunaslöngum. Svo er Suðurlands Jazz hjá okkur og stórtónleikar í kvöld með nokkur vel völdum tónlistarmönnum, þar á meðal honum Stefáni Hilmarssyni. Og svo eru heimakonur, Valborg Ólafs, Sæbjörg Eva og Maríanna Másdóttir, það má eiginlega ekki missa af þessu. Svo erum við með brennu og flugeldasýningu.“ Og núna eftir hádegi ætlar Sláturfélag Suðurlands að bjóða öllum upp á ókeypis kjötsúpu á miðbæjartúninu á Hvolsvelli. En verður örugglega nóg kjöt í súpunni? „100 prósent, sunnlenskt gæðakjöt,“ segir Árný hlægjandi. Þorpið er mjög vel skreytt í tilefni af hátíðinni.Aðsend
Rangárþing eystra Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira