Ákvörðun um framtíð skólastarfs í Laugardal kynnt fyrir áramót Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2022 10:59 Árelía Eydís Guðmundsdóttir tók sæti í borgarstjórn eftir kosningarnar í maí síðastliðinn. Hún er borgarfulltrúi Framsóknar og nýr formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og formaður skóla- og frístundasviðs borgarinnar, segir að málefni grunnskólastarfs í Laugardal nú vera í forgangi hjá sér og að ákvörðun um framtíð þess muni liggja fyrir á næstunni, að minnsta kosti fyrir áramót. „Þetta er mál sem varðar framtíðarskipulag sem þarf að taka af skarið um. Það er búið að taka mörg skref, skrifa skýrslur og vinna sviðsmyndagreiningar og er verið að fara yfir þær, kostnaðargreina og áhættumeta. Það er sérstakt áhersluatriði mitt að það verði tekin ákvörðun um framhaldið sem fyrst,“ segir Árelía Eydís í samtali við Vísi. Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, sagði í gær að nauðsynlegt væri að taka ákvörðun um framtíð skólastarfsins í Laugardal sem allra fyrst, enda séu bæði Laugarnesskóli og Langholtsskóli löngu sprungnir. Þá sé óvissan um framtíð skólastarfs í dalnum, sem hafi verið við lýði allt af lengi, óþolandi. Í ferli síðan 2018 Árelía segist vel skilja afstöðu Sigríðar Heiðu og kollega hennar. „Ég tek undir hvert orð Sigríðar Heiðu. Það þarf að láta hendur fram úr ermum. Þetta mál er búið að vera í ferli síðan 2018 og það er erfitt að bíða og skiljanlega er fólk orðið langþreytt. Það þarf að taka ákvörðun og vonandi verður hægt að kynna hana sem allra fyrst,“ segir Árelía sem hefur á síðustu dögum átt fundi með skólastjórum Laugarnesskóla, Langholtsskóla og Langholtsskóla. Talsvert hefur verið fjallað um framtíð grunnskólastarfs í Laugardal, en starfshópur á vegum borgaryfirvalda kynnti þrjár mögulegar sviðsmyndir um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi í borgarráði í nóvember síðastliðinn. Var ráðist í vinnuna vegna fjölgunar barna í hverfinu og að verulega væri farið að þrengja að húsakosti Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Alltaf verði einhverjir óánægðir Árelía segir ljóst að sama hvaða sviðmynd verði fyrir valinu verði alltaf einhverjir sem muni verða óánægðir með niðurstöðuna. „Það mikilvæga er hins vegar að taka ákvörðun og hefja þá nauðsynlegu vinnu sem framundan sé,“ segir Árelía. Sviðsmyndinar þrjár sem nefndar voru í skýrslu starfshópsins voru eftirfarandi: Að skólarnir þrír verði starfræktir í óbreyttri mynd, nema að byggt verði við þá alla til að mæta auknum nemendafjölda. Gerð verði safnfrístund fyrir 3. og 4. bekk í Laugardalnum. Hugað væri að þörf Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla fyrir íþróttakennslu. Að tveir elstu árgangar Laugarnesskóla verði færðir yfir í Laugalækjarskóla og byggt við hann, en auk þessi verði byggt við Langholtsskóla. 1. og 2. bekkur úr Langholtsskóla fái aðstöðu í Dalheimum. Gera þarf ráð fyrir íþróttaaðstöðu í Laugarnesskóla og safnfrístund fyrir 3. og 4. bekk í Laugardalnum fyrir nemendur í Langholtsskóla og Laugarnesskóla. Að opnaður verði nýr unglingaskóli í Laugardal fyrir alla unglinga úr skólunum þremur. Annað hvort yrði fundið húsnæði fyrir unglingaskólann eða byggt nýtt. Skólarnir þrír yrðu þá allir yngri barna-skólar fyrir nemendur í 1.-7. bekk. Gera þyrfti ráð fyrir frístundaheimilum og félagsmiðstöðvastarfi í öllum þremur skólunum og rými fyrir skólahljómsveit Austurbæjar í Laugalækjarskóla. Deilur um skólahald í Laugardal Reykjavík Grunnskólar Skóla- og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Skólarnir í Laugardal gjörsamlega sprungnir og nauðsynlegt að „rífa plásturinn af“ Grunnskólarnir í Laugardal eru gjörsamlega sprungnir og er nauðsynlegt fyrir borgaryfirvöld að taka sem fyrst ákvörðun um framtíð skólastarfs í Laugardal. Óvissan, sem hafi verið við lýði of lengi, sé óþolandi fyrir skólastjórnendur, kennara, foreldra og börn. 25. ágúst 2022 12:25 Foreldrar orðnir langþreyttir á ástandinu og vilja sjá alvöru aðgerðir Framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi voru til umræðu innan borgarráðs í gær en gert er ráð fyrir mikilli fjölgun nemenda í hverfinu á næstu árum. Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla fagnar því að samtal eigi sér nú stað um stöðuna en segir foreldra langþreytta á aðgerðarleysi stjórnvalda. 5. nóvember 2021 13:31 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
„Þetta er mál sem varðar framtíðarskipulag sem þarf að taka af skarið um. Það er búið að taka mörg skref, skrifa skýrslur og vinna sviðsmyndagreiningar og er verið að fara yfir þær, kostnaðargreina og áhættumeta. Það er sérstakt áhersluatriði mitt að það verði tekin ákvörðun um framhaldið sem fyrst,“ segir Árelía Eydís í samtali við Vísi. Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, sagði í gær að nauðsynlegt væri að taka ákvörðun um framtíð skólastarfsins í Laugardal sem allra fyrst, enda séu bæði Laugarnesskóli og Langholtsskóli löngu sprungnir. Þá sé óvissan um framtíð skólastarfs í dalnum, sem hafi verið við lýði allt af lengi, óþolandi. Í ferli síðan 2018 Árelía segist vel skilja afstöðu Sigríðar Heiðu og kollega hennar. „Ég tek undir hvert orð Sigríðar Heiðu. Það þarf að láta hendur fram úr ermum. Þetta mál er búið að vera í ferli síðan 2018 og það er erfitt að bíða og skiljanlega er fólk orðið langþreytt. Það þarf að taka ákvörðun og vonandi verður hægt að kynna hana sem allra fyrst,“ segir Árelía sem hefur á síðustu dögum átt fundi með skólastjórum Laugarnesskóla, Langholtsskóla og Langholtsskóla. Talsvert hefur verið fjallað um framtíð grunnskólastarfs í Laugardal, en starfshópur á vegum borgaryfirvalda kynnti þrjár mögulegar sviðsmyndir um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi í borgarráði í nóvember síðastliðinn. Var ráðist í vinnuna vegna fjölgunar barna í hverfinu og að verulega væri farið að þrengja að húsakosti Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Alltaf verði einhverjir óánægðir Árelía segir ljóst að sama hvaða sviðmynd verði fyrir valinu verði alltaf einhverjir sem muni verða óánægðir með niðurstöðuna. „Það mikilvæga er hins vegar að taka ákvörðun og hefja þá nauðsynlegu vinnu sem framundan sé,“ segir Árelía. Sviðsmyndinar þrjár sem nefndar voru í skýrslu starfshópsins voru eftirfarandi: Að skólarnir þrír verði starfræktir í óbreyttri mynd, nema að byggt verði við þá alla til að mæta auknum nemendafjölda. Gerð verði safnfrístund fyrir 3. og 4. bekk í Laugardalnum. Hugað væri að þörf Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla fyrir íþróttakennslu. Að tveir elstu árgangar Laugarnesskóla verði færðir yfir í Laugalækjarskóla og byggt við hann, en auk þessi verði byggt við Langholtsskóla. 1. og 2. bekkur úr Langholtsskóla fái aðstöðu í Dalheimum. Gera þarf ráð fyrir íþróttaaðstöðu í Laugarnesskóla og safnfrístund fyrir 3. og 4. bekk í Laugardalnum fyrir nemendur í Langholtsskóla og Laugarnesskóla. Að opnaður verði nýr unglingaskóli í Laugardal fyrir alla unglinga úr skólunum þremur. Annað hvort yrði fundið húsnæði fyrir unglingaskólann eða byggt nýtt. Skólarnir þrír yrðu þá allir yngri barna-skólar fyrir nemendur í 1.-7. bekk. Gera þyrfti ráð fyrir frístundaheimilum og félagsmiðstöðvastarfi í öllum þremur skólunum og rými fyrir skólahljómsveit Austurbæjar í Laugalækjarskóla.
Sviðsmyndinar þrjár sem nefndar voru í skýrslu starfshópsins voru eftirfarandi: Að skólarnir þrír verði starfræktir í óbreyttri mynd, nema að byggt verði við þá alla til að mæta auknum nemendafjölda. Gerð verði safnfrístund fyrir 3. og 4. bekk í Laugardalnum. Hugað væri að þörf Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla fyrir íþróttakennslu. Að tveir elstu árgangar Laugarnesskóla verði færðir yfir í Laugalækjarskóla og byggt við hann, en auk þessi verði byggt við Langholtsskóla. 1. og 2. bekkur úr Langholtsskóla fái aðstöðu í Dalheimum. Gera þarf ráð fyrir íþróttaaðstöðu í Laugarnesskóla og safnfrístund fyrir 3. og 4. bekk í Laugardalnum fyrir nemendur í Langholtsskóla og Laugarnesskóla. Að opnaður verði nýr unglingaskóli í Laugardal fyrir alla unglinga úr skólunum þremur. Annað hvort yrði fundið húsnæði fyrir unglingaskólann eða byggt nýtt. Skólarnir þrír yrðu þá allir yngri barna-skólar fyrir nemendur í 1.-7. bekk. Gera þyrfti ráð fyrir frístundaheimilum og félagsmiðstöðvastarfi í öllum þremur skólunum og rými fyrir skólahljómsveit Austurbæjar í Laugalækjarskóla.
Deilur um skólahald í Laugardal Reykjavík Grunnskólar Skóla- og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Skólarnir í Laugardal gjörsamlega sprungnir og nauðsynlegt að „rífa plásturinn af“ Grunnskólarnir í Laugardal eru gjörsamlega sprungnir og er nauðsynlegt fyrir borgaryfirvöld að taka sem fyrst ákvörðun um framtíð skólastarfs í Laugardal. Óvissan, sem hafi verið við lýði of lengi, sé óþolandi fyrir skólastjórnendur, kennara, foreldra og börn. 25. ágúst 2022 12:25 Foreldrar orðnir langþreyttir á ástandinu og vilja sjá alvöru aðgerðir Framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi voru til umræðu innan borgarráðs í gær en gert er ráð fyrir mikilli fjölgun nemenda í hverfinu á næstu árum. Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla fagnar því að samtal eigi sér nú stað um stöðuna en segir foreldra langþreytta á aðgerðarleysi stjórnvalda. 5. nóvember 2021 13:31 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Skólarnir í Laugardal gjörsamlega sprungnir og nauðsynlegt að „rífa plásturinn af“ Grunnskólarnir í Laugardal eru gjörsamlega sprungnir og er nauðsynlegt fyrir borgaryfirvöld að taka sem fyrst ákvörðun um framtíð skólastarfs í Laugardal. Óvissan, sem hafi verið við lýði of lengi, sé óþolandi fyrir skólastjórnendur, kennara, foreldra og börn. 25. ágúst 2022 12:25
Foreldrar orðnir langþreyttir á ástandinu og vilja sjá alvöru aðgerðir Framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi voru til umræðu innan borgarráðs í gær en gert er ráð fyrir mikilli fjölgun nemenda í hverfinu á næstu árum. Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla fagnar því að samtal eigi sér nú stað um stöðuna en segir foreldra langþreytta á aðgerðarleysi stjórnvalda. 5. nóvember 2021 13:31