„Nú er komið að okkur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. ágúst 2022 10:00 Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, vill sjá liðið enda ellefu ára bið eftir bikarmeistaratitli og feti fótspor kvennalið félagsins í handbolta og körfubolta sem hafa unnið bikartitla undanfarin ár. Stöð 2 Sport/Vísir Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, segir mikla spennu í leikmannahópnum fyrir komandi úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Valur mætir ríkjandi meisturum Breiðabliks. Valur hefur enda ekki komist í úrslit í tíu ár. „Það er komin mikil spenna og tilhlökkun í hópinn að mæta á Laugardalsvöll og reyna að gera vel. Það er langt síðan við höfum fengið að taka þátt í þessum leik og það gerir þetta extra sætt,“ segir Elísa, en Valur er að taka þátt í bikarúrslitum í fyrsta skipti síðan 2012. Spennan er því mikil. „Ef ég svara fyrir sjálfa mig, þá er þetta það. Ég hef aldrei fengið að stíga fæti á Laugardalsvöll með mínu félagsliði og það gerir þetta extra spennandi. Ég er mjög spennt fyrir laugardeginum og að fá að taka þátt í þessu,“ En er pressan þá einnig mikil á Valsliði, sem hefur verið eitt fremsta lið landsins síðustu ár, þegar biðin eftir bikartitli er orðin ellefu ár? „Ekki spurning. Fyrir Val sem klúbb er loksins komið að þessu. Hinar greinarnar í klúbbnum, eins og handboltinn, hafa verið að gera vel í bikarkeppnum undanfarið og nú er komið að okkur,“ Klippa: Viðtal við Elísu fyrir bikarúrslitin Gætum ekki verið á betri stað Valskonur, líkt og Blikar, voru í Evrópuverkefni í síðustu viku. Valskonur fóru hins vegar áfram, annað en Blikar, og koma því fullar sjálfstrausts til leiks. „Við komum bara vel undan Evrópuverkefninu, flestir leikmenn eru heilir, og það skiptir mestu máli að hafa breiðan og góðan hóp þegar álagið er mikið. Ég tel að við höfum náð að gera vel þar að halda öllum heilum og koma í veg fyrir meiðsli,“ „Þetta voru tveir sigurleikir sem komu okkur í næstu umferð og við gætum ekki verið á betri stað.“ Elísa býst þá við svipuðum leik og þegar þessi lið hafa mæst undanfarin misseri. „Eins og oftast þegar þessi lið mætast þá eru þetta yfirleitt skemmtilegir leikir, opnir í báða enda, og ég býst í raun við svipuðum leik og undanfarið. Vonandi munum við bera sigur úr býtum,“ segir Elísa. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan. Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
„Það er komin mikil spenna og tilhlökkun í hópinn að mæta á Laugardalsvöll og reyna að gera vel. Það er langt síðan við höfum fengið að taka þátt í þessum leik og það gerir þetta extra sætt,“ segir Elísa, en Valur er að taka þátt í bikarúrslitum í fyrsta skipti síðan 2012. Spennan er því mikil. „Ef ég svara fyrir sjálfa mig, þá er þetta það. Ég hef aldrei fengið að stíga fæti á Laugardalsvöll með mínu félagsliði og það gerir þetta extra spennandi. Ég er mjög spennt fyrir laugardeginum og að fá að taka þátt í þessu,“ En er pressan þá einnig mikil á Valsliði, sem hefur verið eitt fremsta lið landsins síðustu ár, þegar biðin eftir bikartitli er orðin ellefu ár? „Ekki spurning. Fyrir Val sem klúbb er loksins komið að þessu. Hinar greinarnar í klúbbnum, eins og handboltinn, hafa verið að gera vel í bikarkeppnum undanfarið og nú er komið að okkur,“ Klippa: Viðtal við Elísu fyrir bikarúrslitin Gætum ekki verið á betri stað Valskonur, líkt og Blikar, voru í Evrópuverkefni í síðustu viku. Valskonur fóru hins vegar áfram, annað en Blikar, og koma því fullar sjálfstrausts til leiks. „Við komum bara vel undan Evrópuverkefninu, flestir leikmenn eru heilir, og það skiptir mestu máli að hafa breiðan og góðan hóp þegar álagið er mikið. Ég tel að við höfum náð að gera vel þar að halda öllum heilum og koma í veg fyrir meiðsli,“ „Þetta voru tveir sigurleikir sem komu okkur í næstu umferð og við gætum ekki verið á betri stað.“ Elísa býst þá við svipuðum leik og þegar þessi lið hafa mæst undanfarin misseri. „Eins og oftast þegar þessi lið mætast þá eru þetta yfirleitt skemmtilegir leikir, opnir í báða enda, og ég býst í raun við svipuðum leik og undanfarið. Vonandi munum við bera sigur úr býtum,“ segir Elísa. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira