Fær ekki að ferðast til New York og verður ekki með á Opna bandaríska Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. ágúst 2022 19:47 Novak Djokovic verður ekki með á Opna bandaríska risamótinu í tennis. Simon Bruty/Anychance/Getty Images Serbneski tenniskappinn Novak Djokovic segir að hann muni ekki geta ferðast til New York þar sem Opna bandaríska risamótið í tennis fer fram í næstu viku og mun hann því ekki taka þátt á mótinu. Opna bandaríska risamótið hefst á mánudaginn, en eitt þekktasta nafn tennisheimsins mun ekki taka þátt. Síðan í október á seinasta ári hefur óbólusettum einstaklingum verið bannað að heimsækja Bandaríkin, en Djokovic er einmitt óbólusettur gegn kórónuveirunni. Djokovic fékk ekki tækifæri til að verja titil sinn á Opna ástralska risamótinu í janúar á þessu ári þar sem honum var vísað úr landi sökum þess að hann var ekki bólusettur. Þessi 35 ára tenniskappi tryggði sér sinn 21. risatitil þegar hann sigraði Wimbeldon mótið í seinasta mánuði og er því aðeins einum risatitli á eftir Rafael Nadal sem hefur unnið flesta í sögunni. Hann missir þó af tækifærinu til að jafna metið í næastu viku. Hann hafði vonast eftir því að fá að taka þátt, en birti færslu á Twitter-síðu sinni í dag þar sem hann staðfestir að hann muni ekki fljúga til New York til að taka þátt í mótinu. Sadly, I will not be able to travel to NY this time for US Open. Thank you #NoleFam for your messages of love and support. ❤️ Good luck to my fellow players! I’ll keep in good shape and positive spirit and wait for an opportunity to compete again. 💪🏼 See you soon tennis world! 👋🏼— Novak Djokovic (@DjokerNole) August 25, 2022 Djokovic var þó á lista yfir keppendur á Opna bandaríska síðastliðinn mánudag. Þann 30. júlí birti hann einnig færslu á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann sagðist vera að æfa eins og ef hann væri að fara að keppa á Opna bandaríska. Bandaríska heilbrigðisstofnunin CDC hefur undanfarnar vikur endurskoðað ýmsar reglur er varða óbólusetta borgara Bandaríkjanna. Raglur er varða óbólusetta ferðalanga virðast þó enn vera í gildi. Tennis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Serbía Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira
Opna bandaríska risamótið hefst á mánudaginn, en eitt þekktasta nafn tennisheimsins mun ekki taka þátt. Síðan í október á seinasta ári hefur óbólusettum einstaklingum verið bannað að heimsækja Bandaríkin, en Djokovic er einmitt óbólusettur gegn kórónuveirunni. Djokovic fékk ekki tækifæri til að verja titil sinn á Opna ástralska risamótinu í janúar á þessu ári þar sem honum var vísað úr landi sökum þess að hann var ekki bólusettur. Þessi 35 ára tenniskappi tryggði sér sinn 21. risatitil þegar hann sigraði Wimbeldon mótið í seinasta mánuði og er því aðeins einum risatitli á eftir Rafael Nadal sem hefur unnið flesta í sögunni. Hann missir þó af tækifærinu til að jafna metið í næastu viku. Hann hafði vonast eftir því að fá að taka þátt, en birti færslu á Twitter-síðu sinni í dag þar sem hann staðfestir að hann muni ekki fljúga til New York til að taka þátt í mótinu. Sadly, I will not be able to travel to NY this time for US Open. Thank you #NoleFam for your messages of love and support. ❤️ Good luck to my fellow players! I’ll keep in good shape and positive spirit and wait for an opportunity to compete again. 💪🏼 See you soon tennis world! 👋🏼— Novak Djokovic (@DjokerNole) August 25, 2022 Djokovic var þó á lista yfir keppendur á Opna bandaríska síðastliðinn mánudag. Þann 30. júlí birti hann einnig færslu á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann sagðist vera að æfa eins og ef hann væri að fara að keppa á Opna bandaríska. Bandaríska heilbrigðisstofnunin CDC hefur undanfarnar vikur endurskoðað ýmsar reglur er varða óbólusetta borgara Bandaríkjanna. Raglur er varða óbólusetta ferðalanga virðast þó enn vera í gildi.
Tennis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Serbía Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira