Tveggja ára tilraun um sveigjanleg starfslok vegna aldurs Tryggvi Páll Tryggvason og Snorri Másson skrifa 25. ágúst 2022 11:00 Hámarksaldur í starfi hjá Reykjavíkurborg er nú 70-72 ár. Vísir/Vilhelm Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að grípa til aðgerða svo auka megi sveigjanleika starfsfólks borgarinnar við starfslok vegna aldurs. Ráðast á í tveggja ára tilraunaverkefni. Borgarstjóri segir ástand fólks um sjötugt allt annað en fyrir mörgum áratugum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Þar segir að borgarráð hafi samþykkt að skoða sérstaklega hvernig koma megi til móts við aukinn sveigjanleika við starfsfólk við undirbúning þeirra kjaraviðræðna sem framundan eru. Hámarksaldur í starfi hjá Reykjavíkurborg er nú 70-72 ár. Sett verður af stað þróunarverkefni til næstu tveggja ára sem nær til afmarkaðs hóps starfsmanna. Starfsfólk Reykjavíkurborgar sinnir fjölbreyttum störfum.Vísir/Vilhelm Í þróunarverkefninu á sérstaklega að huga hvernig þarfir starfsfólks fara saman með þörfum starfsstaða, hvernig koma megi til móts við þann hóp sem vinnur líkamlega erfið og slítandi störf, leiðum til að fólk geti unnið lengur en til 70 eða 72ja ára aldurs ef það óskar, hvernig auka megi sveigjanleika, svo með tilliti til viðveru og hvernig starfið er unnið og hlutastörfum, svo sem hvort rétt sé að auka fjölbreytni Þá á starfshópur að halda utan um verkefnið og koma með tillögur um nauðsynlegar breytingar að verkefninu loknu. Ástand fólks um sjötugt allt annað en fyrir mörgum áratugum Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir að þegar starfslok hafi verið skilgreind á sínum tíma hafi ástand fólks um sjötugt verið allt annað. „Við erum að útfæra sýn á það hvernig við getum haft meiri sveigjanleika við starfslok, bæði í einhverjum tilvikum þannig að fólk hætti fyrr en líka þannig að það vinni lengur ef það svo kýs. Eins og áður þegar við höfum beitt okkur fyrir stórum breytingum á vinnumarkaði höfum við verið að vinna þetta með viðsemjendum okkar, stéttarfélögunum,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við fréttastofu. Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri.Vísir/Arnar Tilraunaverkefni er aðferð sem Dagur segir að hafi áður reynst vel þegar borgin hefur innleitt svipaðar breytingar. Fyrst með því að bjóða feðrum upp á feðraorlof, síðan með tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar. Bæði þau verkefni hafi síðan ratað inn í kjarasamninga. Nú sé komið að sveigjanlegum starfslokum. „Þetta varðar líka hvaða réttindi þú ávinnur þér ef þú vinnur eftir sjötugt. Þetta snertir mjög margt, þetta snertir lífeyrisgreiðslur, þetta snertir bara almennan vinnurétt, þannig að ég held að þegar við skilgreindum starfslok fyrir mörgum áratugum síðan var ástand fólks sem var sjötugt bara allt annað,“ segir Dagur. Kjaramál Vinnumarkaður Reykjavík Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Eldri borgarar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Þar segir að borgarráð hafi samþykkt að skoða sérstaklega hvernig koma megi til móts við aukinn sveigjanleika við starfsfólk við undirbúning þeirra kjaraviðræðna sem framundan eru. Hámarksaldur í starfi hjá Reykjavíkurborg er nú 70-72 ár. Sett verður af stað þróunarverkefni til næstu tveggja ára sem nær til afmarkaðs hóps starfsmanna. Starfsfólk Reykjavíkurborgar sinnir fjölbreyttum störfum.Vísir/Vilhelm Í þróunarverkefninu á sérstaklega að huga hvernig þarfir starfsfólks fara saman með þörfum starfsstaða, hvernig koma megi til móts við þann hóp sem vinnur líkamlega erfið og slítandi störf, leiðum til að fólk geti unnið lengur en til 70 eða 72ja ára aldurs ef það óskar, hvernig auka megi sveigjanleika, svo með tilliti til viðveru og hvernig starfið er unnið og hlutastörfum, svo sem hvort rétt sé að auka fjölbreytni Þá á starfshópur að halda utan um verkefnið og koma með tillögur um nauðsynlegar breytingar að verkefninu loknu. Ástand fólks um sjötugt allt annað en fyrir mörgum áratugum Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir að þegar starfslok hafi verið skilgreind á sínum tíma hafi ástand fólks um sjötugt verið allt annað. „Við erum að útfæra sýn á það hvernig við getum haft meiri sveigjanleika við starfslok, bæði í einhverjum tilvikum þannig að fólk hætti fyrr en líka þannig að það vinni lengur ef það svo kýs. Eins og áður þegar við höfum beitt okkur fyrir stórum breytingum á vinnumarkaði höfum við verið að vinna þetta með viðsemjendum okkar, stéttarfélögunum,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við fréttastofu. Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri.Vísir/Arnar Tilraunaverkefni er aðferð sem Dagur segir að hafi áður reynst vel þegar borgin hefur innleitt svipaðar breytingar. Fyrst með því að bjóða feðrum upp á feðraorlof, síðan með tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar. Bæði þau verkefni hafi síðan ratað inn í kjarasamninga. Nú sé komið að sveigjanlegum starfslokum. „Þetta varðar líka hvaða réttindi þú ávinnur þér ef þú vinnur eftir sjötugt. Þetta snertir mjög margt, þetta snertir lífeyrisgreiðslur, þetta snertir bara almennan vinnurétt, þannig að ég held að þegar við skilgreindum starfslok fyrir mörgum áratugum síðan var ástand fólks sem var sjötugt bara allt annað,“ segir Dagur.
Kjaramál Vinnumarkaður Reykjavík Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Eldri borgarar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira