Koma í veg fyrir „æsing í kerfinu“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. ágúst 2022 12:03 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Stýrivextir voru hækkaðir í morgun til þess að koma í veg fyrir ofþenslu og æsing í kerfinu að sögn seðlabankastjóra. Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. Vextirnir voru hækkaðir um 75 punkta og hafa ekki verið hærri í sex ár Stýrivextir seðlabankans voru í morgun hækkaðir í áttunda sinn í röð, nú úr 4,75 prósent í 5,5 prósent. Þar með hafa vextirnir ekki verið hærri síðan í júní 2016 en á þessum tíma í fyrra stóðu þeir í einu prósenti. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, rökstyður hækkunina meðal annars með því að hagkerfinu gangi í raun mun betur en búist var við. Reiknað er með sex prósenta hagvexti í ár, sem er 1,3 prósentum meira en var gert ráð fyrir í maí. „En það líka þýðir að það er meiri þensla og þá kemur meiri verðbólga. Við sjáum merki um að þeir verðbólguþættir sem voru í gangi síðasta vetur, eins og hækkun á olíuverði og húsnæðisverði eru mögulega að fara hjaðna en á sama tíma er gríðarlegur vöxtur í hagkerfinu.“ Stjórnvöld taki niður hallann og eyði ekki peningum Seðlabankinn þurfi að grípa í taumana til þess að koma í veg fyrir ofþenslu. „Við viljum ekki sjá svaka æsing og þenslu sem síðan kannski hefnir sín með samdrætti. Við erum að reyna að halda stöðugleika í kerfinu,“ segir Ásgeir. „Það er okkar hlutverk að tryggja að fólk taki minna af lánum. Fyrirtæki fari í minna af fjárfestinum. Bara til að reyna halda þessu jafnvægi.“ Hann segir mikilvægt að stjórnvöld stefni í sömu átt að jafnvægi. „Taki niður hallann á ríkissjóði og séu ekki að eyða peningum.“ Verðbólga mældist 9,9 prósent í júní og nú gerir seðlabankinn ráð fyrir að hún nái hámarki í 11 prósentum undir lok árs. Ljóst er að horfur eru breyttar þar sem við síðustu vaxtaákvörðun í júní sagðist seðlabankastjóri telja ólíklegt að verðbólgan fari upp í tveggja stafa tölu. Nú telur hann nú ólíklegt að verðbólgan fari yfir nýjustu spá. Talið er líklegt að herða þurfi taumhaldið enn frekar en Ásgeir segir framhaldið meðal annars ráðast af ákvörðunum á vinnumarkaði. Mikil ábyrgð hvíli á samningsaðilum í komandi kjaraviðræðum. „Ég held að allir þeir sem telja sig tala fyrir hagsmunum þeirra tekjulægstu ættu að fókusera á það að ná verðbólgu niður. Vegna þess að verðbólgan kemur verst niður á þeim sem minnst hafa á milli handanna.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Íslenskir bankar Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Stýrivextir seðlabankans voru í morgun hækkaðir í áttunda sinn í röð, nú úr 4,75 prósent í 5,5 prósent. Þar með hafa vextirnir ekki verið hærri síðan í júní 2016 en á þessum tíma í fyrra stóðu þeir í einu prósenti. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, rökstyður hækkunina meðal annars með því að hagkerfinu gangi í raun mun betur en búist var við. Reiknað er með sex prósenta hagvexti í ár, sem er 1,3 prósentum meira en var gert ráð fyrir í maí. „En það líka þýðir að það er meiri þensla og þá kemur meiri verðbólga. Við sjáum merki um að þeir verðbólguþættir sem voru í gangi síðasta vetur, eins og hækkun á olíuverði og húsnæðisverði eru mögulega að fara hjaðna en á sama tíma er gríðarlegur vöxtur í hagkerfinu.“ Stjórnvöld taki niður hallann og eyði ekki peningum Seðlabankinn þurfi að grípa í taumana til þess að koma í veg fyrir ofþenslu. „Við viljum ekki sjá svaka æsing og þenslu sem síðan kannski hefnir sín með samdrætti. Við erum að reyna að halda stöðugleika í kerfinu,“ segir Ásgeir. „Það er okkar hlutverk að tryggja að fólk taki minna af lánum. Fyrirtæki fari í minna af fjárfestinum. Bara til að reyna halda þessu jafnvægi.“ Hann segir mikilvægt að stjórnvöld stefni í sömu átt að jafnvægi. „Taki niður hallann á ríkissjóði og séu ekki að eyða peningum.“ Verðbólga mældist 9,9 prósent í júní og nú gerir seðlabankinn ráð fyrir að hún nái hámarki í 11 prósentum undir lok árs. Ljóst er að horfur eru breyttar þar sem við síðustu vaxtaákvörðun í júní sagðist seðlabankastjóri telja ólíklegt að verðbólgan fari upp í tveggja stafa tölu. Nú telur hann nú ólíklegt að verðbólgan fari yfir nýjustu spá. Talið er líklegt að herða þurfi taumhaldið enn frekar en Ásgeir segir framhaldið meðal annars ráðast af ákvörðunum á vinnumarkaði. Mikil ábyrgð hvíli á samningsaðilum í komandi kjaraviðræðum. „Ég held að allir þeir sem telja sig tala fyrir hagsmunum þeirra tekjulægstu ættu að fókusera á það að ná verðbólgu niður. Vegna þess að verðbólgan kemur verst niður á þeim sem minnst hafa á milli handanna.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Íslenskir bankar Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira