Tilkynning um pláss á leikskóla dregin til baka skömmu síðar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. ágúst 2022 11:39 Langþreyttir foreldrar í ráðhúsinu á mótmælum fyrir skömmu. vísir/vilhelm Fjölmargir foreldrar héldu að löng bið eftir leikskólaplássi hafi tekið enda í gær er þau fengu tilkynningu frá Ævintýraborgum í Nauthólsvík um að tekið verði á móti börnum viðtakenda í byrjun september. Svo reyndist ekki vera og var tilkynningin leiðrétt skömmu síðar en tölvupóstur hafði verið sendur á „töluvert stærri hóp en hann átti að fara á,“ eins og það var orðað af skólastjóra. Margir verða því að bíða eitthvað lengur en skólastjóri Ævintýraborgar segir öll af vilja gerð og foreldrar séu flestallir jákvæðir. „Kæru foreldrar og forráðafólk. Ótrúlega gaman að senda ykkur þennan póst.“ Svona hefst tölvupóstur frá Birnu Bjarkardóttur, skólastjóra á Ævintýraborg við Nauthólsveg, sem kveðst ætla að taka inn börnin á leikskólann í byrjun september. Eins og greint hefur verið frá er stefnt á að opna Ævintýraborg við Nauthólsveg í september og er það eitt helsta úrræði borgarinnar sem kynnt var á blaðamannafundi í ráðhúsinu eftir kröftug mótmæli langþreytta foreldra. „Því miður áttu þau mannlegu mistök sér stað að ég, Birna Bjarkardóttir skólastjóri á Ævintýraborg sendi út póst á töluvert stærri hóp en hann átti að fara á. […] Þó vissulega sé gott að allir foreldrar sem hafa sótt um vistun við skólann fyrir börn sín hafi fengið upplýsingar um að við séum á fullu að undirbúa og opna skólann þá átti þessi tiltekni póstur aðeins að fara á foreldra/forráðamenn þeirra barna sem nú þegar hafa fengið boð um vistun við skólann. Ég harma það að hafa valdið misskilningi.“ Þannig hljómar síðari póstur sem barst frá skólastjóranum. Mörgum foreldrum var því snarlega kippt niður á jörðina. Frá framkvæmdum á lóð Ævintýraborga við Nauthólsveg.vísir/egill Stefnt að opnun í byrjun september og starfsfólk jákvætt Birna segir í samtali við fréttastofu að mannleg mistök hafi átt sér stað. Það hafi hins vegar gengið vel að flýta fyrir innritun margra barna og þau horfi björtum augum á framhaldið. „Við erum núna að heyra í foreldrum sem hafa fengið boð um vistun í október og nóvember. Við sjáum fram á að geta flýtt öllum þeim börnum. Núna erum við bara að klára að ráða inn fólk og þess háttar,“ segir Birna. Nú sé lítil aðstaða á Eggertsgötu fyrir 25 börn sem verða flutt yfir á Nauthólsveg. „Við flytjum í byrjun september. Nú er úttekt hjá heilbrigðiseftirlitinu og svo þurfum við nokkra daga til að koma okkur fyrir og á mánudaginn 12. september erum við að taka inn fyrsta holl. Hún segir að öðru leyti öll af vilja gerð og að gott samstarf sé við marga foreldra sem séu allir jákvæðir. „Það skiptir máli að halda uppi jákvæðum fréttum og jákvæðum ummælum ekki bara alltaf að taka það neikvæða. Við starfsfólkið tökum þetta á jákvæðninni og það gera allir foreldrar sem ég tala við,“ segir Birna að lokum. Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Segir það lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra Súsanna Ósk Gestsdóttir, deildarstjóri og leikskólakennari er ósátt með það sem hún kallar „innantóm loforð borgarstjórnar“ og segir lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra með því að standa ekki við gefin loforð um leikskólapláss. Hún kallar eftir samráði við leikskólakennara til að finna raunverulegar lausnir á löngum biðlistum í borginni. 23. ágúst 2022 13:37 Nemendur Ævintýraborgar þurfa að láta Öskjuhlíðina duga til að byrja með Öskjuhlíðin verður fyrst um sinn vettvangur útivistar þeirra barna sem innritast í leikskólann Ævintýraborg við Nauthólsveg. Leikskólalóðin mun sitja á hakanum svo klára megi vinni við húsnæðið. 18. ágúst 2022 21:47 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira
Svo reyndist ekki vera og var tilkynningin leiðrétt skömmu síðar en tölvupóstur hafði verið sendur á „töluvert stærri hóp en hann átti að fara á,“ eins og það var orðað af skólastjóra. Margir verða því að bíða eitthvað lengur en skólastjóri Ævintýraborgar segir öll af vilja gerð og foreldrar séu flestallir jákvæðir. „Kæru foreldrar og forráðafólk. Ótrúlega gaman að senda ykkur þennan póst.“ Svona hefst tölvupóstur frá Birnu Bjarkardóttur, skólastjóra á Ævintýraborg við Nauthólsveg, sem kveðst ætla að taka inn börnin á leikskólann í byrjun september. Eins og greint hefur verið frá er stefnt á að opna Ævintýraborg við Nauthólsveg í september og er það eitt helsta úrræði borgarinnar sem kynnt var á blaðamannafundi í ráðhúsinu eftir kröftug mótmæli langþreytta foreldra. „Því miður áttu þau mannlegu mistök sér stað að ég, Birna Bjarkardóttir skólastjóri á Ævintýraborg sendi út póst á töluvert stærri hóp en hann átti að fara á. […] Þó vissulega sé gott að allir foreldrar sem hafa sótt um vistun við skólann fyrir börn sín hafi fengið upplýsingar um að við séum á fullu að undirbúa og opna skólann þá átti þessi tiltekni póstur aðeins að fara á foreldra/forráðamenn þeirra barna sem nú þegar hafa fengið boð um vistun við skólann. Ég harma það að hafa valdið misskilningi.“ Þannig hljómar síðari póstur sem barst frá skólastjóranum. Mörgum foreldrum var því snarlega kippt niður á jörðina. Frá framkvæmdum á lóð Ævintýraborga við Nauthólsveg.vísir/egill Stefnt að opnun í byrjun september og starfsfólk jákvætt Birna segir í samtali við fréttastofu að mannleg mistök hafi átt sér stað. Það hafi hins vegar gengið vel að flýta fyrir innritun margra barna og þau horfi björtum augum á framhaldið. „Við erum núna að heyra í foreldrum sem hafa fengið boð um vistun í október og nóvember. Við sjáum fram á að geta flýtt öllum þeim börnum. Núna erum við bara að klára að ráða inn fólk og þess háttar,“ segir Birna. Nú sé lítil aðstaða á Eggertsgötu fyrir 25 börn sem verða flutt yfir á Nauthólsveg. „Við flytjum í byrjun september. Nú er úttekt hjá heilbrigðiseftirlitinu og svo þurfum við nokkra daga til að koma okkur fyrir og á mánudaginn 12. september erum við að taka inn fyrsta holl. Hún segir að öðru leyti öll af vilja gerð og að gott samstarf sé við marga foreldra sem séu allir jákvæðir. „Það skiptir máli að halda uppi jákvæðum fréttum og jákvæðum ummælum ekki bara alltaf að taka það neikvæða. Við starfsfólkið tökum þetta á jákvæðninni og það gera allir foreldrar sem ég tala við,“ segir Birna að lokum.
Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Segir það lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra Súsanna Ósk Gestsdóttir, deildarstjóri og leikskólakennari er ósátt með það sem hún kallar „innantóm loforð borgarstjórnar“ og segir lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra með því að standa ekki við gefin loforð um leikskólapláss. Hún kallar eftir samráði við leikskólakennara til að finna raunverulegar lausnir á löngum biðlistum í borginni. 23. ágúst 2022 13:37 Nemendur Ævintýraborgar þurfa að láta Öskjuhlíðina duga til að byrja með Öskjuhlíðin verður fyrst um sinn vettvangur útivistar þeirra barna sem innritast í leikskólann Ævintýraborg við Nauthólsveg. Leikskólalóðin mun sitja á hakanum svo klára megi vinni við húsnæðið. 18. ágúst 2022 21:47 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira
Segir það lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra Súsanna Ósk Gestsdóttir, deildarstjóri og leikskólakennari er ósátt með það sem hún kallar „innantóm loforð borgarstjórnar“ og segir lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra með því að standa ekki við gefin loforð um leikskólapláss. Hún kallar eftir samráði við leikskólakennara til að finna raunverulegar lausnir á löngum biðlistum í borginni. 23. ágúst 2022 13:37
Nemendur Ævintýraborgar þurfa að láta Öskjuhlíðina duga til að byrja með Öskjuhlíðin verður fyrst um sinn vettvangur útivistar þeirra barna sem innritast í leikskólann Ævintýraborg við Nauthólsveg. Leikskólalóðin mun sitja á hakanum svo klára megi vinni við húsnæðið. 18. ágúst 2022 21:47