Fimm bestu félagsskiptin: Eftirsóttasti bitinn en fór í heimahaga pabba Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2022 10:31 Leikstjórnandinn Hergeir Grímsson gekk í raðir Stjörnunnar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Stjarnan hefur staðið sig best í að ná í leikmenn í sumar fyrir komandi átök í Olís-deild karla í handbolta, miðað við topp fimm lista Handkastsins yfir bestu félagaskiptin. Arnar Daði Arnarsson, sem þjálfaði Gróttu í Olís-deildinni síðustu ár, valdi fimm bestu félagaskiptin í nýjasta þætti Handkastsins sem hægt er að hlusta á hér að neðan, eða á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Arnar Daði nefndi að það að Afturelding hafi fengið markvörðinn Jovan Kukobat frá Víkingi væru þau félagaskipti sem hefðu verið næst því að komast á listann, en topp fimm listann má sjá hér að neðan. Umræðan í þættinum hefst eftir hálftíma hlustun. 5. Ísak Rafnsson úr FH í ÍBV „Ég held að þetta sé mjög gott „sign“ fyrir ÍBV. Múra betur fyrir vörnina. Rúnar Kárason var allt of mikið að spila þrist hjá þeim í 6-0 vörninni í fyrra. Núna geta verið þarna Róbert Sigurðsson og Ísak Rafnsson. Tveir fautar, með hæð og reynslu og gæði,“ sagði Arnar Daði. 4. Jóhann Karl Reynisson í Stjörnuna Jóhann Karl hætti í handbolta fyrir nokkrum árum en snýr nú aftur með liði Stjörnunnar. „Hann fékk höfuðhögg og það var ástæðan fyrir því að hann hætti. Vonandi helst hann fjarri því að fá höfuðhögg því þetta er ótrúlega skemmtilegt „sign“. Stjörnuvörnin var alls ekki nógu góð í fyrra en Jóhann á að fylla í skarð Sverris Eyjólfssonar sem er tekinn við Fjölni í Grill 66 deildinni,“ sagði Arnar Daði. Jóhannes Berg Andrason spilar í FH í vetur líkt og pabbi hans gerði.VÍSIR/HULDA MARGRÉT 3. Jóhannes Berg Andrason úr Víkingi í FH „Þetta var eftirsóttasti bitinn á markaðnum hérna heima. Það var löngu vitað að Víkingar myndu falla og flest lið í deildinni höfðu samband við hann. En hann fór í heimahaga pabba gamla [Andra Bergs Haraldssonar]. FH-ingar misstu Gytis Smantauskas sem náði alls ekki að sýna sitt rétta andlit í fyrra,“ sagði Arnar Daði, en Jóhannes Berg er örvhent skytta líkt og Smantauskas. 2. Aron Dagur Pálsson úr Elverum í Val „Hann var gríðarlega eftirsóttur af 4-5 bestu liðunum í deildinni. Ég held að maður geti sagt að hann náði ekki að sýna sitt rétta andlit úti. Hann var bara orðinn samningslaus og það var hans von og trú að hann gæti haldið atvinnumannsferlinum úti, en nú er hann kominn í langbesta liðið á landinu í Val, og á leið í Evrópukeppni. Þetta er fyrir mér því bara betra fyrir hann, að koma heim og spila í Evrópukeppni og ná í titla,“ sagði Arnar Daði. 1. Hergeir Grímsson úr Selfossi í Stjörnuna „Þetta eru mjög athyglisverð félagaskipti því þau voru ljós svo snemma, í janúar eða febrúar. Patti [Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, sem þjálfaði Hergeir hjá Selfossi] talar gríðarlega vel um Hergeir og hann er einn besti leikmaðurinn í deildinni á marga vegu. Í vörn og sókn, alltaf glaður og ef hann er fúll þá hefur hann átt virkilega erfiðan leik. Það er óvænt að Stjarnan hafi náð að klófesta hann,“ sagði Arnar Daði. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Handkastið Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira
Arnar Daði Arnarsson, sem þjálfaði Gróttu í Olís-deildinni síðustu ár, valdi fimm bestu félagaskiptin í nýjasta þætti Handkastsins sem hægt er að hlusta á hér að neðan, eða á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Arnar Daði nefndi að það að Afturelding hafi fengið markvörðinn Jovan Kukobat frá Víkingi væru þau félagaskipti sem hefðu verið næst því að komast á listann, en topp fimm listann má sjá hér að neðan. Umræðan í þættinum hefst eftir hálftíma hlustun. 5. Ísak Rafnsson úr FH í ÍBV „Ég held að þetta sé mjög gott „sign“ fyrir ÍBV. Múra betur fyrir vörnina. Rúnar Kárason var allt of mikið að spila þrist hjá þeim í 6-0 vörninni í fyrra. Núna geta verið þarna Róbert Sigurðsson og Ísak Rafnsson. Tveir fautar, með hæð og reynslu og gæði,“ sagði Arnar Daði. 4. Jóhann Karl Reynisson í Stjörnuna Jóhann Karl hætti í handbolta fyrir nokkrum árum en snýr nú aftur með liði Stjörnunnar. „Hann fékk höfuðhögg og það var ástæðan fyrir því að hann hætti. Vonandi helst hann fjarri því að fá höfuðhögg því þetta er ótrúlega skemmtilegt „sign“. Stjörnuvörnin var alls ekki nógu góð í fyrra en Jóhann á að fylla í skarð Sverris Eyjólfssonar sem er tekinn við Fjölni í Grill 66 deildinni,“ sagði Arnar Daði. Jóhannes Berg Andrason spilar í FH í vetur líkt og pabbi hans gerði.VÍSIR/HULDA MARGRÉT 3. Jóhannes Berg Andrason úr Víkingi í FH „Þetta var eftirsóttasti bitinn á markaðnum hérna heima. Það var löngu vitað að Víkingar myndu falla og flest lið í deildinni höfðu samband við hann. En hann fór í heimahaga pabba gamla [Andra Bergs Haraldssonar]. FH-ingar misstu Gytis Smantauskas sem náði alls ekki að sýna sitt rétta andlit í fyrra,“ sagði Arnar Daði, en Jóhannes Berg er örvhent skytta líkt og Smantauskas. 2. Aron Dagur Pálsson úr Elverum í Val „Hann var gríðarlega eftirsóttur af 4-5 bestu liðunum í deildinni. Ég held að maður geti sagt að hann náði ekki að sýna sitt rétta andlit úti. Hann var bara orðinn samningslaus og það var hans von og trú að hann gæti haldið atvinnumannsferlinum úti, en nú er hann kominn í langbesta liðið á landinu í Val, og á leið í Evrópukeppni. Þetta er fyrir mér því bara betra fyrir hann, að koma heim og spila í Evrópukeppni og ná í titla,“ sagði Arnar Daði. 1. Hergeir Grímsson úr Selfossi í Stjörnuna „Þetta eru mjög athyglisverð félagaskipti því þau voru ljós svo snemma, í janúar eða febrúar. Patti [Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, sem þjálfaði Hergeir hjá Selfossi] talar gríðarlega vel um Hergeir og hann er einn besti leikmaðurinn í deildinni á marga vegu. Í vörn og sókn, alltaf glaður og ef hann er fúll þá hefur hann átt virkilega erfiðan leik. Það er óvænt að Stjarnan hafi náð að klófesta hann,“ sagði Arnar Daði. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Handkastið Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira