Fimm bestu félagsskiptin: Eftirsóttasti bitinn en fór í heimahaga pabba Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2022 10:31 Leikstjórnandinn Hergeir Grímsson gekk í raðir Stjörnunnar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Stjarnan hefur staðið sig best í að ná í leikmenn í sumar fyrir komandi átök í Olís-deild karla í handbolta, miðað við topp fimm lista Handkastsins yfir bestu félagaskiptin. Arnar Daði Arnarsson, sem þjálfaði Gróttu í Olís-deildinni síðustu ár, valdi fimm bestu félagaskiptin í nýjasta þætti Handkastsins sem hægt er að hlusta á hér að neðan, eða á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Arnar Daði nefndi að það að Afturelding hafi fengið markvörðinn Jovan Kukobat frá Víkingi væru þau félagaskipti sem hefðu verið næst því að komast á listann, en topp fimm listann má sjá hér að neðan. Umræðan í þættinum hefst eftir hálftíma hlustun. 5. Ísak Rafnsson úr FH í ÍBV „Ég held að þetta sé mjög gott „sign“ fyrir ÍBV. Múra betur fyrir vörnina. Rúnar Kárason var allt of mikið að spila þrist hjá þeim í 6-0 vörninni í fyrra. Núna geta verið þarna Róbert Sigurðsson og Ísak Rafnsson. Tveir fautar, með hæð og reynslu og gæði,“ sagði Arnar Daði. 4. Jóhann Karl Reynisson í Stjörnuna Jóhann Karl hætti í handbolta fyrir nokkrum árum en snýr nú aftur með liði Stjörnunnar. „Hann fékk höfuðhögg og það var ástæðan fyrir því að hann hætti. Vonandi helst hann fjarri því að fá höfuðhögg því þetta er ótrúlega skemmtilegt „sign“. Stjörnuvörnin var alls ekki nógu góð í fyrra en Jóhann á að fylla í skarð Sverris Eyjólfssonar sem er tekinn við Fjölni í Grill 66 deildinni,“ sagði Arnar Daði. Jóhannes Berg Andrason spilar í FH í vetur líkt og pabbi hans gerði.VÍSIR/HULDA MARGRÉT 3. Jóhannes Berg Andrason úr Víkingi í FH „Þetta var eftirsóttasti bitinn á markaðnum hérna heima. Það var löngu vitað að Víkingar myndu falla og flest lið í deildinni höfðu samband við hann. En hann fór í heimahaga pabba gamla [Andra Bergs Haraldssonar]. FH-ingar misstu Gytis Smantauskas sem náði alls ekki að sýna sitt rétta andlit í fyrra,“ sagði Arnar Daði, en Jóhannes Berg er örvhent skytta líkt og Smantauskas. 2. Aron Dagur Pálsson úr Elverum í Val „Hann var gríðarlega eftirsóttur af 4-5 bestu liðunum í deildinni. Ég held að maður geti sagt að hann náði ekki að sýna sitt rétta andlit úti. Hann var bara orðinn samningslaus og það var hans von og trú að hann gæti haldið atvinnumannsferlinum úti, en nú er hann kominn í langbesta liðið á landinu í Val, og á leið í Evrópukeppni. Þetta er fyrir mér því bara betra fyrir hann, að koma heim og spila í Evrópukeppni og ná í titla,“ sagði Arnar Daði. 1. Hergeir Grímsson úr Selfossi í Stjörnuna „Þetta eru mjög athyglisverð félagaskipti því þau voru ljós svo snemma, í janúar eða febrúar. Patti [Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, sem þjálfaði Hergeir hjá Selfossi] talar gríðarlega vel um Hergeir og hann er einn besti leikmaðurinn í deildinni á marga vegu. Í vörn og sókn, alltaf glaður og ef hann er fúll þá hefur hann átt virkilega erfiðan leik. Það er óvænt að Stjarnan hafi náð að klófesta hann,“ sagði Arnar Daði. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Handkastið Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira
Arnar Daði Arnarsson, sem þjálfaði Gróttu í Olís-deildinni síðustu ár, valdi fimm bestu félagaskiptin í nýjasta þætti Handkastsins sem hægt er að hlusta á hér að neðan, eða á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Arnar Daði nefndi að það að Afturelding hafi fengið markvörðinn Jovan Kukobat frá Víkingi væru þau félagaskipti sem hefðu verið næst því að komast á listann, en topp fimm listann má sjá hér að neðan. Umræðan í þættinum hefst eftir hálftíma hlustun. 5. Ísak Rafnsson úr FH í ÍBV „Ég held að þetta sé mjög gott „sign“ fyrir ÍBV. Múra betur fyrir vörnina. Rúnar Kárason var allt of mikið að spila þrist hjá þeim í 6-0 vörninni í fyrra. Núna geta verið þarna Róbert Sigurðsson og Ísak Rafnsson. Tveir fautar, með hæð og reynslu og gæði,“ sagði Arnar Daði. 4. Jóhann Karl Reynisson í Stjörnuna Jóhann Karl hætti í handbolta fyrir nokkrum árum en snýr nú aftur með liði Stjörnunnar. „Hann fékk höfuðhögg og það var ástæðan fyrir því að hann hætti. Vonandi helst hann fjarri því að fá höfuðhögg því þetta er ótrúlega skemmtilegt „sign“. Stjörnuvörnin var alls ekki nógu góð í fyrra en Jóhann á að fylla í skarð Sverris Eyjólfssonar sem er tekinn við Fjölni í Grill 66 deildinni,“ sagði Arnar Daði. Jóhannes Berg Andrason spilar í FH í vetur líkt og pabbi hans gerði.VÍSIR/HULDA MARGRÉT 3. Jóhannes Berg Andrason úr Víkingi í FH „Þetta var eftirsóttasti bitinn á markaðnum hérna heima. Það var löngu vitað að Víkingar myndu falla og flest lið í deildinni höfðu samband við hann. En hann fór í heimahaga pabba gamla [Andra Bergs Haraldssonar]. FH-ingar misstu Gytis Smantauskas sem náði alls ekki að sýna sitt rétta andlit í fyrra,“ sagði Arnar Daði, en Jóhannes Berg er örvhent skytta líkt og Smantauskas. 2. Aron Dagur Pálsson úr Elverum í Val „Hann var gríðarlega eftirsóttur af 4-5 bestu liðunum í deildinni. Ég held að maður geti sagt að hann náði ekki að sýna sitt rétta andlit úti. Hann var bara orðinn samningslaus og það var hans von og trú að hann gæti haldið atvinnumannsferlinum úti, en nú er hann kominn í langbesta liðið á landinu í Val, og á leið í Evrópukeppni. Þetta er fyrir mér því bara betra fyrir hann, að koma heim og spila í Evrópukeppni og ná í titla,“ sagði Arnar Daði. 1. Hergeir Grímsson úr Selfossi í Stjörnuna „Þetta eru mjög athyglisverð félagaskipti því þau voru ljós svo snemma, í janúar eða febrúar. Patti [Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, sem þjálfaði Hergeir hjá Selfossi] talar gríðarlega vel um Hergeir og hann er einn besti leikmaðurinn í deildinni á marga vegu. Í vörn og sókn, alltaf glaður og ef hann er fúll þá hefur hann átt virkilega erfiðan leik. Það er óvænt að Stjarnan hafi náð að klófesta hann,“ sagði Arnar Daði. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Handkastið Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira