Þessi 35 ára miðjumaður hefur leikið með enska landsliðinu frá árinu 2006 og á að baki hvorki meira né minna en 161 leik fyrir liðið. Aðeins Fara Williams hefur leikið fleiri leiki fyrir enska kvennalandsliðið, en hún lék alls 172 leiki fyrir liðið á árunum 2001 til 2019.
Scott hefur tekið þátt í tíu stórmótum með enska kvennalandsliðinu í knattspyrnu, þar af tveim Ólympíuleikum, og var lykilmaður í liðinu er Englendingar tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn fyrr í sumar.
Scott hóf atvinnumannaferil sinn með uppeldisfélagi sínu, Sunderland, árið 2004. Hún færði sig þaðan til Everton áður en hún fór til Machester City árið 2013 þar sem hún hefur leikið síðan.
Right, we’re not crying. I promised myself.
— Jill Scott MBE (@JillScottJS8) August 23, 2022
I’m retiring from football.
And I’m leaving with a gold medal swinging from my neck.
This is my farewell with @TPTFootballhttps://t.co/6bL5RA1p7z
Þessi reynslumikli leikmaður er ekki eini leikmaður enska landsliðsins sem leggur skóna á hilluna stuttu eftir EM, en í gær tilkynnti Ellen White, markahæsti leikmaður enska kvennalandsliðsins frá upphafi, einnig að skórnir væru farnir á hilluna frægu.