Tveir sem ætluðu að ræna ríkisstjóra dæmdir Samúel Karl Ólason skrifar 23. ágúst 2022 18:16 Barry Croft Jr., og Adam Fox. Þeir voru dæmdir sekir um ráðabrugg varðandi það að ræna ríkisstjóra Michigan og stnada frammi fyrir mögulegu lífstíðarfangelsi. AP/Fógetinn í Kent-sýslu Tveir menn hafa verið dæmdir fyrir ráðabrugg sem gekk út á að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum. Þeir tilheyrðu hópi sem ætlaði að ræna ríkisstjóranum vegna aðgerða hennar til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19. Mennirnir ætluðu að halda einhverskonar „réttarhöld“ gegn Whitmer og mögulega taka hana af lífi. Saksóknarar segja lokamarkmið þeirra hafa verið að hefja nýja borgarastyrjöld í Bandaríkjunum. Þeir Adam Fox (39) og Barry Croft Jr. (46) voru fundnir sekir um að hafa reynt að verða sér út um sprengjuefni, með því markmiði að sprengja upp brú nærri sumarbústað ríkisstjórans og stöðva lögregluna í að koma Whitmer til bjargar. Þeir gætu verið dæmdir til lífstíðarfangelsis. Þetta voru önnur réttarhöldin sem haldin fóru fram, vegna þess að í fyrra skiptið gátu kviðdómendur ekki komist að niðurstöðu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í kjölfar þess að mennirnir voru dæmdir sagði Whitmer að niðurstaðan sanni að hótanir og ofbeldi eigi ekki heima í stjórnmálum og þeir sem vilji sundra Bandaríkjamönnum verði dregnir til ábyrgðar. Þá sagði hún nauðsynlegt að líta vel á stöðu stjórnmála í Bandaríkjunum. Ógnanir gegn embættis- og stjórnmálamönnum og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, séu birtingarmynd aukinna öfgavæðingar sem ógni grunnstoðum stjórnkerfis Bandaríkjanna. Rannsókn FBI hófst eftir að uppgjafahermaðurinn Dan Chappel gekk til liðs við hópinn sem þeir Fox og Croft tilheyrðu. Chappel leitaði til FBI eftir að hann heyrði umræðu innan hópsins um að myrða lögregluþjóna. Hann gerðist uppljóstrari og seinna meir gáfu tveir aðrir sig fram. Sjá einnig: Fangelsisdómur yfir einum þeirra sem ætlaði að ræna ríkisstjóra Verjendur mannanna héldu því fram að rannsakendur FBI hefðu leitt þá í gildru. Útsendarar FBI hefðu fylgst með þeim og í raun leitt þá á ranga braut. Mennirnir sögðust ekki sekir um neitt annað en að reykja marijúana og nýta sér stjórnarskrárbundinn rétt þeirra til að tala illa um Whitmer og stjórnvöld Bandaríkjanna. „Þetta er ekki Rússland. Það er ekki svona sem landið okkar virkar,“ hefur AP eftir lögmanni Croft. „Þú getur ekki grunað að maður muni mögulega fremja glæpi því þér er illa við það sem hann segir, eða hugmyndafræði hans.“ Lögmaður Fox sakaði FBI um að hafa gert mennina að glæpamönnum. Tveir aðrir úr hópnum hafa verið sýknaðir og tveir til viðbótar hafa gengið við ákærunum gegn þeim og játað fyrir dómi. Bandaríkin Tengdar fréttir Fordæma aðfarir Trump sem „ólýðræðislegar“ Tveir öldungadeildarþingmenn úr Repúblikanaflokki Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, gagnrýna harðlega „ólýðræðislegar“ tilraunir hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði. 20. nóvember 2020 14:33 Ráðgjafi forsetans hvatti íbúa til að rísa upp gegn sóttvörnum Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. 16. nóvember 2020 19:49 „Hann var bara að skemmta sér“ Lara Trump, tengdóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir hann bara hafa verið að gantast á kosningafundi í gær, þar sem hann virtist styðja það að handtaka ætti Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Rúm vika er síðan Alríkislögregla Bandaríkjanna opinberaði að ráðabrugg hægri öfgamanna um að ræna Whitmer, rétta yfir henni fyrir landráð og myrða hana. 18. október 2020 18:12 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Saksóknarar segja lokamarkmið þeirra hafa verið að hefja nýja borgarastyrjöld í Bandaríkjunum. Þeir Adam Fox (39) og Barry Croft Jr. (46) voru fundnir sekir um að hafa reynt að verða sér út um sprengjuefni, með því markmiði að sprengja upp brú nærri sumarbústað ríkisstjórans og stöðva lögregluna í að koma Whitmer til bjargar. Þeir gætu verið dæmdir til lífstíðarfangelsis. Þetta voru önnur réttarhöldin sem haldin fóru fram, vegna þess að í fyrra skiptið gátu kviðdómendur ekki komist að niðurstöðu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í kjölfar þess að mennirnir voru dæmdir sagði Whitmer að niðurstaðan sanni að hótanir og ofbeldi eigi ekki heima í stjórnmálum og þeir sem vilji sundra Bandaríkjamönnum verði dregnir til ábyrgðar. Þá sagði hún nauðsynlegt að líta vel á stöðu stjórnmála í Bandaríkjunum. Ógnanir gegn embættis- og stjórnmálamönnum og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, séu birtingarmynd aukinna öfgavæðingar sem ógni grunnstoðum stjórnkerfis Bandaríkjanna. Rannsókn FBI hófst eftir að uppgjafahermaðurinn Dan Chappel gekk til liðs við hópinn sem þeir Fox og Croft tilheyrðu. Chappel leitaði til FBI eftir að hann heyrði umræðu innan hópsins um að myrða lögregluþjóna. Hann gerðist uppljóstrari og seinna meir gáfu tveir aðrir sig fram. Sjá einnig: Fangelsisdómur yfir einum þeirra sem ætlaði að ræna ríkisstjóra Verjendur mannanna héldu því fram að rannsakendur FBI hefðu leitt þá í gildru. Útsendarar FBI hefðu fylgst með þeim og í raun leitt þá á ranga braut. Mennirnir sögðust ekki sekir um neitt annað en að reykja marijúana og nýta sér stjórnarskrárbundinn rétt þeirra til að tala illa um Whitmer og stjórnvöld Bandaríkjanna. „Þetta er ekki Rússland. Það er ekki svona sem landið okkar virkar,“ hefur AP eftir lögmanni Croft. „Þú getur ekki grunað að maður muni mögulega fremja glæpi því þér er illa við það sem hann segir, eða hugmyndafræði hans.“ Lögmaður Fox sakaði FBI um að hafa gert mennina að glæpamönnum. Tveir aðrir úr hópnum hafa verið sýknaðir og tveir til viðbótar hafa gengið við ákærunum gegn þeim og játað fyrir dómi.
Bandaríkin Tengdar fréttir Fordæma aðfarir Trump sem „ólýðræðislegar“ Tveir öldungadeildarþingmenn úr Repúblikanaflokki Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, gagnrýna harðlega „ólýðræðislegar“ tilraunir hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði. 20. nóvember 2020 14:33 Ráðgjafi forsetans hvatti íbúa til að rísa upp gegn sóttvörnum Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. 16. nóvember 2020 19:49 „Hann var bara að skemmta sér“ Lara Trump, tengdóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir hann bara hafa verið að gantast á kosningafundi í gær, þar sem hann virtist styðja það að handtaka ætti Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Rúm vika er síðan Alríkislögregla Bandaríkjanna opinberaði að ráðabrugg hægri öfgamanna um að ræna Whitmer, rétta yfir henni fyrir landráð og myrða hana. 18. október 2020 18:12 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Fordæma aðfarir Trump sem „ólýðræðislegar“ Tveir öldungadeildarþingmenn úr Repúblikanaflokki Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, gagnrýna harðlega „ólýðræðislegar“ tilraunir hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði. 20. nóvember 2020 14:33
Ráðgjafi forsetans hvatti íbúa til að rísa upp gegn sóttvörnum Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. 16. nóvember 2020 19:49
„Hann var bara að skemmta sér“ Lara Trump, tengdóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir hann bara hafa verið að gantast á kosningafundi í gær, þar sem hann virtist styðja það að handtaka ætti Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Rúm vika er síðan Alríkislögregla Bandaríkjanna opinberaði að ráðabrugg hægri öfgamanna um að ræna Whitmer, rétta yfir henni fyrir landráð og myrða hana. 18. október 2020 18:12