Þegar öllu er á botninn hvolft: Sjúkraþjálfun og grindarbotninn Fanney Magnúsdóttir skrifar 23. ágúst 2022 13:31 Enn lifa alltof margar konur við skert lífsgæði vegna vandamála frá grindarbotni. Algengt er að konur trúi því að hluti af því að vera kona og eignast börn feli í sér að þurfa að glíma við þvagleka það sem eftir er. Af þessum ástæðum getur verið erfitt að segja til um algengi vandamála tengdum kvenheilsu, eins og t.d. þvagleka, blöðru- eða legsigs, vegna þess hve margar konur sækja sér ekki aðstoðar. Grindarbotninn er frekar flókið fyrirbæri því ólíkt öðrum beinagrindarvöðvum þá er hann inni í mjaðmagrindinni og við sjáum ekki hvernig hann spennist og slakast þegar við stöndum fyrir framan spegilinn eins og með flesta aðra vöðva. Því er ekki óalgengt að fólk átti sig ekki á staðsetningu, stærð og umfangi grindarbotnsvöðvanna. Niðurstöður lokaverkefnis míns til meistaragráðu í Líf- og læknavísindum sýndu að konur sem leituðu á Landspítala vegna aðgerðar á sigi grindarholslíffæra voru með 30% minni virkni í grindarbotnsvöðvum en konur í samanburðarhópi. Því má álykta að grindarbotnsþjálfun geti haft verndandi áhrif. Sjúkraþjálfarar með sérþekkingu í kvenheilsu geta lagt mat á virkni grindarbotnsvöðva og leiðbeint með hvaða leið er viðeigandi í þjálfun. Undanfarið hefur verið vitundarvakning um kvenheilsu og með opnara samfélagi og samfélagsmiðlum hafa konur fengið trú á að þær geti bætt lífsgæði sín. Sífellt fleiri fagmenn hafa sýnt málefninu áhuga, leitað sér þekkingar og sérhæft sig. Þar eru sjúkraþjálfarar engin undantekning. Fleiri og fleiri sjúkraþjálfarar sækja sér námskeið til að geta betur mætt þessum hópi skjólstæðinga, en konur eru jú um helmingur mannkyns. Spurðu sjúkraþjálfara út í hvernig þú getur tryggt heilbrigða starfsemi grindarbotns og notið þeirra sjálfsögðu lífsgæða sem því fylgir. Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Enn lifa alltof margar konur við skert lífsgæði vegna vandamála frá grindarbotni. Algengt er að konur trúi því að hluti af því að vera kona og eignast börn feli í sér að þurfa að glíma við þvagleka það sem eftir er. Af þessum ástæðum getur verið erfitt að segja til um algengi vandamála tengdum kvenheilsu, eins og t.d. þvagleka, blöðru- eða legsigs, vegna þess hve margar konur sækja sér ekki aðstoðar. Grindarbotninn er frekar flókið fyrirbæri því ólíkt öðrum beinagrindarvöðvum þá er hann inni í mjaðmagrindinni og við sjáum ekki hvernig hann spennist og slakast þegar við stöndum fyrir framan spegilinn eins og með flesta aðra vöðva. Því er ekki óalgengt að fólk átti sig ekki á staðsetningu, stærð og umfangi grindarbotnsvöðvanna. Niðurstöður lokaverkefnis míns til meistaragráðu í Líf- og læknavísindum sýndu að konur sem leituðu á Landspítala vegna aðgerðar á sigi grindarholslíffæra voru með 30% minni virkni í grindarbotnsvöðvum en konur í samanburðarhópi. Því má álykta að grindarbotnsþjálfun geti haft verndandi áhrif. Sjúkraþjálfarar með sérþekkingu í kvenheilsu geta lagt mat á virkni grindarbotnsvöðva og leiðbeint með hvaða leið er viðeigandi í þjálfun. Undanfarið hefur verið vitundarvakning um kvenheilsu og með opnara samfélagi og samfélagsmiðlum hafa konur fengið trú á að þær geti bætt lífsgæði sín. Sífellt fleiri fagmenn hafa sýnt málefninu áhuga, leitað sér þekkingar og sérhæft sig. Þar eru sjúkraþjálfarar engin undantekning. Fleiri og fleiri sjúkraþjálfarar sækja sér námskeið til að geta betur mætt þessum hópi skjólstæðinga, en konur eru jú um helmingur mannkyns. Spurðu sjúkraþjálfara út í hvernig þú getur tryggt heilbrigða starfsemi grindarbotns og notið þeirra sjálfsögðu lífsgæða sem því fylgir. Höfundur er sjúkraþjálfari.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun