Laura Whitmore segir skilið við Love Island Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. ágúst 2022 23:14 Laura Whitmore hyggst snúa sér að öðrum verkefnum í haust. Getty/David M. Benett Laura Whitmore, stjórnandi og kynnir hins gífurvinsæla stefnumótaþáttar Love Island, hefur ákveðið að leita á ný mið og segja skilið við þáttinn. Whitmore hefur verið kynnir þáttarins undanfarin tvö ár. Þetta tilkynnti Whitmore á Instagram en hún skrifar í færslunni að ákveðnir hlutir í framleiðsluferlinu hafi reynst henni mjög erfiðir. Aðeins nokkrar vikur eru síðan síðasta sería þáttanna kláraðist. „Smá fréttir!“ skrifar Whitmore í færslunni. „Ég verð ekki kynnir næstu seríu Love Island. Ákveðnir þættir í framleiðsluferlinu hafa verið mér mjög erfiðir en þeim er ekki hægt að breyta vegna eðlis þáttanna, til dæmis að þurfa að fljúga fram og til baka frá Suður-Afríku samhliða öðrum verkefnum mínum,“ skrifar Whitmore. „Ég vildi að ég gæti haldið áfram en bara svo þið vitið þá eruð þið í öruggum höndum. Ætlun mín var aðeins að koma inn fyrir Caroline í eina seríu sem varð að þremur. Ég vona að ég hafi gert þig stolta Caroline.“ View this post on Instagram A post shared by Laura (@thewhitmore) Whitmore gekk til liðs við þættina tímabundið eftir að Caroline Flack, sem áður var kynnir þeirra, var handtekin ákærð fyrir að beita maka sinn ofbeldi. Eftir að Flack féll fyrir eigin hendi árið 2020 lengdist dvöl Whitmore í þáttunum. Whitmore tilkynnti nýlega að hún muni stíga á leiksviðið í West End í september þegar sýningin 2:22 A Ghost Story verður sett þar upp. ITV2, sjónvarpsstöðin sem framleiðir Love Island, þakkar Whitmore fyrir samveruna í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum og bætir við að framleiðendur virði ákvörðun hennar. Þeir hlakki til að sjá hana í öðrum verkefnum hjá ITV2. Nýjasta sería Love Island var gríðarlega vinsæl og horfðu meira en 3,4 milljónir manna á lokaþáttinn, en fleiri hafa ekki fylgst með þáttunum síðan 2019. ITV greindi þá frá því að horft hafi verið á nýjustu seríuna oftar en 250 milljón sinnum á streymisveitu ITV. Love Island mun snúa aftur á sjónvarpsskjáinn í byrjun næsta árs. Bíó og sjónvarp Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Þetta tilkynnti Whitmore á Instagram en hún skrifar í færslunni að ákveðnir hlutir í framleiðsluferlinu hafi reynst henni mjög erfiðir. Aðeins nokkrar vikur eru síðan síðasta sería þáttanna kláraðist. „Smá fréttir!“ skrifar Whitmore í færslunni. „Ég verð ekki kynnir næstu seríu Love Island. Ákveðnir þættir í framleiðsluferlinu hafa verið mér mjög erfiðir en þeim er ekki hægt að breyta vegna eðlis þáttanna, til dæmis að þurfa að fljúga fram og til baka frá Suður-Afríku samhliða öðrum verkefnum mínum,“ skrifar Whitmore. „Ég vildi að ég gæti haldið áfram en bara svo þið vitið þá eruð þið í öruggum höndum. Ætlun mín var aðeins að koma inn fyrir Caroline í eina seríu sem varð að þremur. Ég vona að ég hafi gert þig stolta Caroline.“ View this post on Instagram A post shared by Laura (@thewhitmore) Whitmore gekk til liðs við þættina tímabundið eftir að Caroline Flack, sem áður var kynnir þeirra, var handtekin ákærð fyrir að beita maka sinn ofbeldi. Eftir að Flack féll fyrir eigin hendi árið 2020 lengdist dvöl Whitmore í þáttunum. Whitmore tilkynnti nýlega að hún muni stíga á leiksviðið í West End í september þegar sýningin 2:22 A Ghost Story verður sett þar upp. ITV2, sjónvarpsstöðin sem framleiðir Love Island, þakkar Whitmore fyrir samveruna í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum og bætir við að framleiðendur virði ákvörðun hennar. Þeir hlakki til að sjá hana í öðrum verkefnum hjá ITV2. Nýjasta sería Love Island var gríðarlega vinsæl og horfðu meira en 3,4 milljónir manna á lokaþáttinn, en fleiri hafa ekki fylgst með þáttunum síðan 2019. ITV greindi þá frá því að horft hafi verið á nýjustu seríuna oftar en 250 milljón sinnum á streymisveitu ITV. Love Island mun snúa aftur á sjónvarpsskjáinn í byrjun næsta árs.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira