Klopp: Við hefðum átt að vinna leikinn Atli Arason skrifar 22. ágúst 2022 22:30 Jurgen Klopp ræddi við Sky Sports eftir tapið á Old Trafford. Getty Images Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði að liðið sitt hafi ekki nýtt tækifæri sín í nægilega vel í 2-1 tapinu gegn Manchester United en hann telur að Liverpool hefði átti að vinna leikinn. „Við þurfum að spila með meiri sannfæringu. Við hefðum átt að vinna þennan leik, ég veit það hljómar fáránlega en þannig sé ég þetta,“ sagði Jurgen Klopp í viðtali við Sky Sports eftir leik. „Við áttum ótrúlegan fjölda af skotum miðað við útileik gegn United. Við hefðum átt að nýta fleiri tækifæri. Í síðari hálfleik átti De Gea frábæra markvörslu og við vorum óheppnir í öðrum tækifærum. Ef við hefðum nýtt eitthvað af þessum tækifærum þá hefði leikurinn farið öðruvísi en fyrir rest höfðum við ekki nægan tíma eða næga orku.“ Jadon Sancho kom United yfir áður en Marcus Rashford tvöfaldaði forskotið. Mohamed Salah minnkaði svo muninn fyrir Liverpool undir lok leiksins. Mark Rashford kom eftir hraða skyndisókn heimamanna á 53. mínútu. „Þeir eru hættulegir í skyndisóknum, seinna mark þeirra var sérstaklega erfitt fyrir okkur. Þetta var mjög tæpt á því að vera rangstaða en svo var ekki. Við verðum að kyngja þessu núna og vinna okkur áfram.“ Liverpool er nú einungis með tvö stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar en Klopp telur liðið sitt vera í flókinni stöðu vegna meiðslavandræða. Næsti leikur Liverpool er gegn Bournemouth næsta laugardag. „Það er augljóst að við erum í erfiðri stöðu. Við erum bara með 14 eða 15 meistaraflokks leikmenn sem eru heilir heilsu og við verðum að passa að enginn þeirra meiðist núna,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrsti sigur Erik ten Hag kom gegn Liverpool Manchester United vann 2-1 sigur gegn erkifjendunum í Liverpool í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni en þetta var aðeins annar sigurleikur United á Liverpool í síðustu 13 tilraunum. 22. ágúst 2022 21:00 Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira
„Við þurfum að spila með meiri sannfæringu. Við hefðum átt að vinna þennan leik, ég veit það hljómar fáránlega en þannig sé ég þetta,“ sagði Jurgen Klopp í viðtali við Sky Sports eftir leik. „Við áttum ótrúlegan fjölda af skotum miðað við útileik gegn United. Við hefðum átt að nýta fleiri tækifæri. Í síðari hálfleik átti De Gea frábæra markvörslu og við vorum óheppnir í öðrum tækifærum. Ef við hefðum nýtt eitthvað af þessum tækifærum þá hefði leikurinn farið öðruvísi en fyrir rest höfðum við ekki nægan tíma eða næga orku.“ Jadon Sancho kom United yfir áður en Marcus Rashford tvöfaldaði forskotið. Mohamed Salah minnkaði svo muninn fyrir Liverpool undir lok leiksins. Mark Rashford kom eftir hraða skyndisókn heimamanna á 53. mínútu. „Þeir eru hættulegir í skyndisóknum, seinna mark þeirra var sérstaklega erfitt fyrir okkur. Þetta var mjög tæpt á því að vera rangstaða en svo var ekki. Við verðum að kyngja þessu núna og vinna okkur áfram.“ Liverpool er nú einungis með tvö stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar en Klopp telur liðið sitt vera í flókinni stöðu vegna meiðslavandræða. Næsti leikur Liverpool er gegn Bournemouth næsta laugardag. „Það er augljóst að við erum í erfiðri stöðu. Við erum bara með 14 eða 15 meistaraflokks leikmenn sem eru heilir heilsu og við verðum að passa að enginn þeirra meiðist núna,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool.
Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrsti sigur Erik ten Hag kom gegn Liverpool Manchester United vann 2-1 sigur gegn erkifjendunum í Liverpool í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni en þetta var aðeins annar sigurleikur United á Liverpool í síðustu 13 tilraunum. 22. ágúst 2022 21:00 Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira
Fyrsti sigur Erik ten Hag kom gegn Liverpool Manchester United vann 2-1 sigur gegn erkifjendunum í Liverpool í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni en þetta var aðeins annar sigurleikur United á Liverpool í síðustu 13 tilraunum. 22. ágúst 2022 21:00