Gæði nýrra mynda af Júpíter komu á óvart Samúel Karl Ólason skrifar 22. ágúst 2022 22:17 Þessi mynd var sett saman úr þremur ljósmyndum sem teknar voru með mismunandi innrauðum skynjurum. Á myndinni má meðal annars greinnilega sjá segulljós á báðum hvelum reikisstjörnunnar. NASA, ESA, CSA, Jupiter ERS og Judy Schmidt Geimvísindamenn birtu í dag nýjar myndir af gasrisanum Júpíter sem teknar voru með James Webb-geimsjónaukanum. Júpíter er áhugaverð reikistjarna og vonast vísindamenn til þess að skilja hana mun betur með gögnunum frá James Webb. Á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) er haft eftir stjarnfræðingnum Imke de Pater, að gæði myndanna hafi komið sér og öðrum á óvart. „Það er ótrúlegt að við getum séð smáatriði á Júpíter með hringjum reikisstjörnunnar og smáum tunglum, meira að segja stjörnuþokum, í einni mynd," segir de Pater. Á Stjörnufræðivefnum segir að Júpíter sé 142.984 kílómetrar í þvermál. Gasrisinn sé það stór að massi hans sé 2,5 sinnum meiri en samanlagður massi allra reikistjarna, fylgitungla, smástirna, loftsteina og halastjarna í sólkerfinu. Þrettán hundruð jarðir kæmust fyrir inn í Júpíter væri hann holur að inna. Ljósi bletturinn á Júpíter kallast „Stóri rauði bletturinn“. Hann er að vísu hvítur á þessum myndum vegna þess hve miklu sólarljósi þeir endurspegluðu í skynjara Webb. Þarna er um að ræða stærðarinnar storm sem gæti gleypt jörðina en bletturinn hefur verið sýnilegur á Júpíter frá að minnsta kosti 1831. Á þessari mynd má sjá Júpíter í meiri fjarlægð og tungl reikistjörnunnar.NASA, ESA, CSA, Jupiter ERS og Judy Schmidt Áhugasamir geta skoðað myndirnar í hárri upplausn og frekari upplýsingar um þær hér á vef NASA. Mikla vinnu þarf til að vinna myndir James Webb-sjónaukans, eins og farið er yfir á vef NASA. Myndir af Júpíter eru þó sérstaklega erfiðar vegna þess hve hratt reikisstjarnan snýst. James Webb er stærsti og besti geimsjónauki sem hefur verið framleiddur og er honum meðal annars ætlað að varpa ljósi á uppruna alheimsins og taka hágæðamyndir af fjarlægum stjörnuþokum. Hann var gerður af geimvísindastofnunum Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada. Upprunalega stóð til að sjónaukinn myndi kosta einn til 3,5 milljarða dala og átti að skjóta honum á loft árið 2010. Honum var skotið á loft í fyrra og kostaði í heild um tíu milljarða dala. Geimurinn Júpíter Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) er haft eftir stjarnfræðingnum Imke de Pater, að gæði myndanna hafi komið sér og öðrum á óvart. „Það er ótrúlegt að við getum séð smáatriði á Júpíter með hringjum reikisstjörnunnar og smáum tunglum, meira að segja stjörnuþokum, í einni mynd," segir de Pater. Á Stjörnufræðivefnum segir að Júpíter sé 142.984 kílómetrar í þvermál. Gasrisinn sé það stór að massi hans sé 2,5 sinnum meiri en samanlagður massi allra reikistjarna, fylgitungla, smástirna, loftsteina og halastjarna í sólkerfinu. Þrettán hundruð jarðir kæmust fyrir inn í Júpíter væri hann holur að inna. Ljósi bletturinn á Júpíter kallast „Stóri rauði bletturinn“. Hann er að vísu hvítur á þessum myndum vegna þess hve miklu sólarljósi þeir endurspegluðu í skynjara Webb. Þarna er um að ræða stærðarinnar storm sem gæti gleypt jörðina en bletturinn hefur verið sýnilegur á Júpíter frá að minnsta kosti 1831. Á þessari mynd má sjá Júpíter í meiri fjarlægð og tungl reikistjörnunnar.NASA, ESA, CSA, Jupiter ERS og Judy Schmidt Áhugasamir geta skoðað myndirnar í hárri upplausn og frekari upplýsingar um þær hér á vef NASA. Mikla vinnu þarf til að vinna myndir James Webb-sjónaukans, eins og farið er yfir á vef NASA. Myndir af Júpíter eru þó sérstaklega erfiðar vegna þess hve hratt reikisstjarnan snýst. James Webb er stærsti og besti geimsjónauki sem hefur verið framleiddur og er honum meðal annars ætlað að varpa ljósi á uppruna alheimsins og taka hágæðamyndir af fjarlægum stjörnuþokum. Hann var gerður af geimvísindastofnunum Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada. Upprunalega stóð til að sjónaukinn myndi kosta einn til 3,5 milljarða dala og átti að skjóta honum á loft árið 2010. Honum var skotið á loft í fyrra og kostaði í heild um tíu milljarða dala.
Geimurinn Júpíter Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira