„Ég gleymdi þessu sjálfsmarki um leið“ Jón Már Ferro skrifar 22. ágúst 2022 21:30 Bjarki Aðalsteinsson, fyrirliði Leiknis. Hulda Margrét Bjarki Aðalsteinsson, fyrirliði Leiknis, skoraði sjálfsmark í 4-3 sigri þeirra á KR-ingum. Það skipti hann hins vegar litlu máli eftir leikslok. „Já ég gleymdi þessu sjálfsmarki um leið. Það skiptir engu þegar sigurinn kemur, þetta var helvíti sætt. Það var gott að klára þetta,“ sagði Bjarki í viðtali við Vísi. Leiknir varðist mikið og það gekk vel lengstan tíma leiks. Það var þó í lokin sem KR skoraði tvö mörk og jafnaði leikinn í stöðunni 3-3. „Mér fannst það svona næstum því. Við ætluðum að gefa þeim ákveðin svæði úti á vængjunum sem þeir fengu kannski full mikið pláss til að munda fótinn og dæla honum inn í en við tókumst vel á við það inni í vítateignum. Auðvitað hefði ég viljað halda aðeins meira í boltann. Stundum þróast bara leikir svona og þá þarf að grafa aðeins dýpra til að ná sigrinum og það gekk.“ Aðspurður hvort Leiknir hafi lagt upp með að liggja til baka og beita skyndisóknum, sagði Bjarki það hafi verið planið og útskýrði það betur. „Já, að mörgu leyti, við ætluðum að nýta tvo fljóta uppi á topp og vera með miðjumennina aðeins í stuðning við þá og sækja hratt á þá. Við fengum margar mjög fínar skyndisóknir sem við hefðum getað skorað úr í fyrri hálfleik og nokkrum sinnum í seinni. Þannig að í rauninni gekk það plan vel upp.“ Bjarki nennti lítið að pæla í því hvað hans lið hafi getað gert betur. „Þetta er bara ógeðslega sætt, það hefur einmitt vantað að grafa þetta djúpt og ná þessum sigrum, við höfum verið nálægt því en það kom í dag og ég eiginlega nenni ekki að pæla í því. Auðvitað er hægt að laga helling og við munum vinna í því áfram eins og við höfum verið að gera og bara halda áfram,“ sagði mjög ánægður Bjarki í lokin. Leiknir Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
„Já ég gleymdi þessu sjálfsmarki um leið. Það skiptir engu þegar sigurinn kemur, þetta var helvíti sætt. Það var gott að klára þetta,“ sagði Bjarki í viðtali við Vísi. Leiknir varðist mikið og það gekk vel lengstan tíma leiks. Það var þó í lokin sem KR skoraði tvö mörk og jafnaði leikinn í stöðunni 3-3. „Mér fannst það svona næstum því. Við ætluðum að gefa þeim ákveðin svæði úti á vængjunum sem þeir fengu kannski full mikið pláss til að munda fótinn og dæla honum inn í en við tókumst vel á við það inni í vítateignum. Auðvitað hefði ég viljað halda aðeins meira í boltann. Stundum þróast bara leikir svona og þá þarf að grafa aðeins dýpra til að ná sigrinum og það gekk.“ Aðspurður hvort Leiknir hafi lagt upp með að liggja til baka og beita skyndisóknum, sagði Bjarki það hafi verið planið og útskýrði það betur. „Já, að mörgu leyti, við ætluðum að nýta tvo fljóta uppi á topp og vera með miðjumennina aðeins í stuðning við þá og sækja hratt á þá. Við fengum margar mjög fínar skyndisóknir sem við hefðum getað skorað úr í fyrri hálfleik og nokkrum sinnum í seinni. Þannig að í rauninni gekk það plan vel upp.“ Bjarki nennti lítið að pæla í því hvað hans lið hafi getað gert betur. „Þetta er bara ógeðslega sætt, það hefur einmitt vantað að grafa þetta djúpt og ná þessum sigrum, við höfum verið nálægt því en það kom í dag og ég eiginlega nenni ekki að pæla í því. Auðvitað er hægt að laga helling og við munum vinna í því áfram eins og við höfum verið að gera og bara halda áfram,“ sagði mjög ánægður Bjarki í lokin.
Leiknir Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira