„Ég gleymdi þessu sjálfsmarki um leið“ Jón Már Ferro skrifar 22. ágúst 2022 21:30 Bjarki Aðalsteinsson, fyrirliði Leiknis. Hulda Margrét Bjarki Aðalsteinsson, fyrirliði Leiknis, skoraði sjálfsmark í 4-3 sigri þeirra á KR-ingum. Það skipti hann hins vegar litlu máli eftir leikslok. „Já ég gleymdi þessu sjálfsmarki um leið. Það skiptir engu þegar sigurinn kemur, þetta var helvíti sætt. Það var gott að klára þetta,“ sagði Bjarki í viðtali við Vísi. Leiknir varðist mikið og það gekk vel lengstan tíma leiks. Það var þó í lokin sem KR skoraði tvö mörk og jafnaði leikinn í stöðunni 3-3. „Mér fannst það svona næstum því. Við ætluðum að gefa þeim ákveðin svæði úti á vængjunum sem þeir fengu kannski full mikið pláss til að munda fótinn og dæla honum inn í en við tókumst vel á við það inni í vítateignum. Auðvitað hefði ég viljað halda aðeins meira í boltann. Stundum þróast bara leikir svona og þá þarf að grafa aðeins dýpra til að ná sigrinum og það gekk.“ Aðspurður hvort Leiknir hafi lagt upp með að liggja til baka og beita skyndisóknum, sagði Bjarki það hafi verið planið og útskýrði það betur. „Já, að mörgu leyti, við ætluðum að nýta tvo fljóta uppi á topp og vera með miðjumennina aðeins í stuðning við þá og sækja hratt á þá. Við fengum margar mjög fínar skyndisóknir sem við hefðum getað skorað úr í fyrri hálfleik og nokkrum sinnum í seinni. Þannig að í rauninni gekk það plan vel upp.“ Bjarki nennti lítið að pæla í því hvað hans lið hafi getað gert betur. „Þetta er bara ógeðslega sætt, það hefur einmitt vantað að grafa þetta djúpt og ná þessum sigrum, við höfum verið nálægt því en það kom í dag og ég eiginlega nenni ekki að pæla í því. Auðvitað er hægt að laga helling og við munum vinna í því áfram eins og við höfum verið að gera og bara halda áfram,“ sagði mjög ánægður Bjarki í lokin. Leiknir Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Sjá meira
„Já ég gleymdi þessu sjálfsmarki um leið. Það skiptir engu þegar sigurinn kemur, þetta var helvíti sætt. Það var gott að klára þetta,“ sagði Bjarki í viðtali við Vísi. Leiknir varðist mikið og það gekk vel lengstan tíma leiks. Það var þó í lokin sem KR skoraði tvö mörk og jafnaði leikinn í stöðunni 3-3. „Mér fannst það svona næstum því. Við ætluðum að gefa þeim ákveðin svæði úti á vængjunum sem þeir fengu kannski full mikið pláss til að munda fótinn og dæla honum inn í en við tókumst vel á við það inni í vítateignum. Auðvitað hefði ég viljað halda aðeins meira í boltann. Stundum þróast bara leikir svona og þá þarf að grafa aðeins dýpra til að ná sigrinum og það gekk.“ Aðspurður hvort Leiknir hafi lagt upp með að liggja til baka og beita skyndisóknum, sagði Bjarki það hafi verið planið og útskýrði það betur. „Já, að mörgu leyti, við ætluðum að nýta tvo fljóta uppi á topp og vera með miðjumennina aðeins í stuðning við þá og sækja hratt á þá. Við fengum margar mjög fínar skyndisóknir sem við hefðum getað skorað úr í fyrri hálfleik og nokkrum sinnum í seinni. Þannig að í rauninni gekk það plan vel upp.“ Bjarki nennti lítið að pæla í því hvað hans lið hafi getað gert betur. „Þetta er bara ógeðslega sætt, það hefur einmitt vantað að grafa þetta djúpt og ná þessum sigrum, við höfum verið nálægt því en það kom í dag og ég eiginlega nenni ekki að pæla í því. Auðvitað er hægt að laga helling og við munum vinna í því áfram eins og við höfum verið að gera og bara halda áfram,“ sagði mjög ánægður Bjarki í lokin.
Leiknir Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Sjá meira