Líðan mannsins eftir atvikum Bjarki Sigurðsson skrifar 22. ágúst 2022 15:24 Rannsókn lögreglu á skotárásinni á Blönduósi miðar vel. Vísir Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skotárásinni á Blönduósi miðar vel. Meðal þess sem verið er að rannsaka er hvernig andlát skotmannsins bar að. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Í gærmorgun barst lögreglunni á Blönduósi tilkynning um að skotvopni hafi verið beitt gegn tveimur einstaklingum í heimahúsi í bænum. Um er að ræða hjón á sextugsaldri sem karlmaður hafði skotið á meðan þau sváfu. Konan er látin en maðurinn liggur særður á sjúkrahúsi. Árásarmaðurinn var látinn þegar lögreglu bar að garði. Lögregla sagði í gær að hann hefði ekki svipt sig lífi og að hann hafi ekki verið drepinn með skotvopni. Tvennt var handtekið á vettvangi og síðar kom í ljós að um son hjónanna væri að ræða og unnustu hans. Unnustan mun hafa verið að gefa ungu barni þeirra brjóst þegar skothvellir heyrðust úr næsta herbergi. Heimildir fréttastofu herma að sonurinn hafi þá farið út úr herberginu, hitt fyrir árásarmanninn og lent í átökum við hann með þeim afleiðingum að árásarmaðurinn lést. Syninum og unnustu hans var verið sleppt úr haldi lögreglu í gær. Fram kom að ekki yrði farið fram á gæsluvarðhald yfir syninum, sem hefði fengið stöðu sakbornings í málinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu taldi árásarmaðurinn sig eiga eitthvað óuppgert við manninn í tengslum við starfslok hans hjá rótgrónu fyrirtæki á Blönduósi. Þá segir í tilkynningunni að líðan mannsins sem liggur inni á sjúkrahúsi fari eftir atvikum en ljóst sé að áverkar hans séu alvarlegir. Lögreglan segist ekki munu veita frekari upplýsingar að svo stöddu og hefur ekki viljað svara spurningum tengdum málinu í dag. Húnabyggð Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Tengdar fréttir Þetta hefur komið fram um skotárásina á Blönduósi Samfélagið á Blönduósi er í sárum eftir að skotárás var framin þar á sjötta tímanum í morgun. Kona var myrt í árásinni og eiginmaður hennar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Sonur hjónanna réð niðurlögum árásarmannsins. 21. ágúst 2022 23:44 Skotfélagið tilkynnti manninn til lögreglu í nóvember Skotfélagið Markviss á Blönduósi tilkynnti árásarmanninn í manndrápsmáli á Blönduósi í gær til lögreglu í nóvember á síðasta ári. Maðurinn hafði áður keppt fyrir hönd félagsins og gegnt trúnaðarstörfum þar. 22. ágúst 2022 10:23 Best að segja börnum sannleikann um harmleikinn en velja orðin vel Fjölmargir þáðu áfallahjálp í Blönduóskirkju vegnar harmleiksins í bænum um helgina að sögn sóknarprestsins. Hann segir samráðshóp um áfallahjálp hittast í dag varðandi frekari viðbrögð. Best sé að segja börnum sannleikann, en velja orð sín vel. 22. ágúst 2022 12:47 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Í gærmorgun barst lögreglunni á Blönduósi tilkynning um að skotvopni hafi verið beitt gegn tveimur einstaklingum í heimahúsi í bænum. Um er að ræða hjón á sextugsaldri sem karlmaður hafði skotið á meðan þau sváfu. Konan er látin en maðurinn liggur særður á sjúkrahúsi. Árásarmaðurinn var látinn þegar lögreglu bar að garði. Lögregla sagði í gær að hann hefði ekki svipt sig lífi og að hann hafi ekki verið drepinn með skotvopni. Tvennt var handtekið á vettvangi og síðar kom í ljós að um son hjónanna væri að ræða og unnustu hans. Unnustan mun hafa verið að gefa ungu barni þeirra brjóst þegar skothvellir heyrðust úr næsta herbergi. Heimildir fréttastofu herma að sonurinn hafi þá farið út úr herberginu, hitt fyrir árásarmanninn og lent í átökum við hann með þeim afleiðingum að árásarmaðurinn lést. Syninum og unnustu hans var verið sleppt úr haldi lögreglu í gær. Fram kom að ekki yrði farið fram á gæsluvarðhald yfir syninum, sem hefði fengið stöðu sakbornings í málinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu taldi árásarmaðurinn sig eiga eitthvað óuppgert við manninn í tengslum við starfslok hans hjá rótgrónu fyrirtæki á Blönduósi. Þá segir í tilkynningunni að líðan mannsins sem liggur inni á sjúkrahúsi fari eftir atvikum en ljóst sé að áverkar hans séu alvarlegir. Lögreglan segist ekki munu veita frekari upplýsingar að svo stöddu og hefur ekki viljað svara spurningum tengdum málinu í dag.
Húnabyggð Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Tengdar fréttir Þetta hefur komið fram um skotárásina á Blönduósi Samfélagið á Blönduósi er í sárum eftir að skotárás var framin þar á sjötta tímanum í morgun. Kona var myrt í árásinni og eiginmaður hennar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Sonur hjónanna réð niðurlögum árásarmannsins. 21. ágúst 2022 23:44 Skotfélagið tilkynnti manninn til lögreglu í nóvember Skotfélagið Markviss á Blönduósi tilkynnti árásarmanninn í manndrápsmáli á Blönduósi í gær til lögreglu í nóvember á síðasta ári. Maðurinn hafði áður keppt fyrir hönd félagsins og gegnt trúnaðarstörfum þar. 22. ágúst 2022 10:23 Best að segja börnum sannleikann um harmleikinn en velja orðin vel Fjölmargir þáðu áfallahjálp í Blönduóskirkju vegnar harmleiksins í bænum um helgina að sögn sóknarprestsins. Hann segir samráðshóp um áfallahjálp hittast í dag varðandi frekari viðbrögð. Best sé að segja börnum sannleikann, en velja orð sín vel. 22. ágúst 2022 12:47 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira
Þetta hefur komið fram um skotárásina á Blönduósi Samfélagið á Blönduósi er í sárum eftir að skotárás var framin þar á sjötta tímanum í morgun. Kona var myrt í árásinni og eiginmaður hennar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Sonur hjónanna réð niðurlögum árásarmannsins. 21. ágúst 2022 23:44
Skotfélagið tilkynnti manninn til lögreglu í nóvember Skotfélagið Markviss á Blönduósi tilkynnti árásarmanninn í manndrápsmáli á Blönduósi í gær til lögreglu í nóvember á síðasta ári. Maðurinn hafði áður keppt fyrir hönd félagsins og gegnt trúnaðarstörfum þar. 22. ágúst 2022 10:23
Best að segja börnum sannleikann um harmleikinn en velja orðin vel Fjölmargir þáðu áfallahjálp í Blönduóskirkju vegnar harmleiksins í bænum um helgina að sögn sóknarprestsins. Hann segir samráðshóp um áfallahjálp hittast í dag varðandi frekari viðbrögð. Best sé að segja börnum sannleikann, en velja orð sín vel. 22. ágúst 2022 12:47