Tveir látnir eftir skotárás á Blönduósi - gerandi árásarinnar annar hinna látnu Magnús Jochum Pálsson og Snorri Másson skrifa 21. ágúst 2022 09:34 Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, staðfesti við fréttastofu að tveir Íslendingar væru látnir og einn særður eftir skotárás á Blönduósi sem átti sér stað á milli klukkan fimm og sex í morgun. Vísir/Samsett Tveir Íslendingar eru látnir og einn særður eftir skotárás á Blönduósi en árásin átti sér stað um hálf sex í morgun. Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Mbl greindi fyrst frá því að fólk hefði látist í árásinni. Tveir einstaklingar hafa verið handteknir í tengslum við málið að sögn Birgis. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru tengsl á milli einstaklinganna en Birgir getur ekki sagt hver þau voru. „Meintur gerandi fannst einnig látinn á vettvangi, það er að segja meintur gerandi skotárásarinnar. Í framhaldi var hlúð að hinum slasaða, vettvangur tryggður og lögreglan á Norðurlandi eystra kvödd til. Hún fer með rannsókn manndrápsmála,“ segir Birgir. Ekki vitað um líðan hins særða Birgir segir málið á afar viðkvæmu stigi og að fólk sé slegið. Unnið sé að því að gera aðstandendum viðvart. Aldur hinna látnu er ókunnur en öruggt er að um er að ræða fullorðið fólk. Þá hafi hinn særði verið fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur en ekki er vitað um líðan hans. Rannsókn málsins er annars í höndum lögreglunnar á Norðurlandi vestra. Auk þess hefur áfallateymi Rauða krossins í umdæmi verið virkjað. Í tilkynningu sem lögreglan á Norðurlandi vestra birti á Facebook klukkan ellefu kemur fram að þó lögreglan hafi vopnbúið sig áður en hún kom á vettvang hafi hún ekki þurft að grípa til vopna. Þar kemur einnig fram að von sé á annarri tilkynningu frá lögreglunni klukkan sex í kvöld. Lögreglumál Húnabyggð Manndráp á Blönduósi Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Mbl greindi fyrst frá því að fólk hefði látist í árásinni. Tveir einstaklingar hafa verið handteknir í tengslum við málið að sögn Birgis. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru tengsl á milli einstaklinganna en Birgir getur ekki sagt hver þau voru. „Meintur gerandi fannst einnig látinn á vettvangi, það er að segja meintur gerandi skotárásarinnar. Í framhaldi var hlúð að hinum slasaða, vettvangur tryggður og lögreglan á Norðurlandi eystra kvödd til. Hún fer með rannsókn manndrápsmála,“ segir Birgir. Ekki vitað um líðan hins særða Birgir segir málið á afar viðkvæmu stigi og að fólk sé slegið. Unnið sé að því að gera aðstandendum viðvart. Aldur hinna látnu er ókunnur en öruggt er að um er að ræða fullorðið fólk. Þá hafi hinn særði verið fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur en ekki er vitað um líðan hans. Rannsókn málsins er annars í höndum lögreglunnar á Norðurlandi vestra. Auk þess hefur áfallateymi Rauða krossins í umdæmi verið virkjað. Í tilkynningu sem lögreglan á Norðurlandi vestra birti á Facebook klukkan ellefu kemur fram að þó lögreglan hafi vopnbúið sig áður en hún kom á vettvang hafi hún ekki þurft að grípa til vopna. Þar kemur einnig fram að von sé á annarri tilkynningu frá lögreglunni klukkan sex í kvöld.
Lögreglumál Húnabyggð Manndráp á Blönduósi Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira