Wellferðarríkið Ísland, er von? Tómas Ellert Tómasson skrifar 21. ágúst 2022 08:01 Taktu til við að tvista, lag fjörmanna kemur gjarnan upp í huga mér er ráðherra fjármála hefur upp raust sína í þá átt að réttlæta sjálfan sig og sínar gjörðir og nátengdra. Lagið fjallar meðal annars um manninn sem kýlir kviðinn og kann svo vel að skjóta vandamálagalleríinu á frest. Fjármála- og efnahagsráðuneytið[1], ráðuneyti Sjálfstæðisflokksins, gaf það út í júlí síðastliðnum að rúmlega 60% allra útgjalda ríkissjóðs sé varið til heilbrigðis-, félags-, húsnæðis- og tryggingamála. Og að frá 2017 hafi heildarútgjöld til velferðarmála aukist um ríflega 123 milljarða að raunvirði og útgjöld til heilbrigðismála hafi aldrei verið hærri. Að auki var það gefið út að heildarstuðningur við barnafjölskyldur væri óvíða meiri en á Íslandi. Heildartekjur allra tekjuhópa hafi hækkað, kaupmáttur aukist og íslensk heimili telja gæði eigin lífskjara í, eða nálægt, sögulegu hámarki. Hvaða íslensku heimili það eru sem telja gæði eigin lífskjara nálægt sögulegu hámarki veit ég ei, en dregin er upp sú mynd í fréttinni að Wellferðarríkið Ísland sé í miklum blóma as we speak. Tilbúnir í hvað sem er til að halda völdum Starfsmenn fjármálaráðuneytisins og her aðstoðarmanna fjármálaráðherra sem rita fréttir ráðuneytisins á kostnað okkar skattgreiðenda, fyrir tugmilljónir á ári, eru í vondri stöðu. Þeim er augljóslega sagt að koma naktir fram fyrir málstaðinn, málstað fjármálaráðherra. Það vill gerast að þegar menn eru í slíkri stöðu að þá reyna menn að búa sér til einhverja mælikvarða sem hagstæðir eru hinum „sanna“ málflutningi og þeim rökstuðningi sem fylgir í kjölfarið. Þeir tilbúnu mælikvarðar og sú tilbúna aðferðarfræði sem kemur fram í fréttinni „Staðreyndir um velferðarmál“ [2]á síðu stjórnarráðsins er beinlínis röng og stórhættuleg. Röng vegna þess að hún stangast illilega á við alþjóðlegan samanburð [3]og hættuleg vegna þess að með þessari frétt er alþjóð upplýst um það í hve miklu áróðursstríði „fréttamenn“ fjármálaráðuneytisins eru í gegn þjóðinni. Að halda henni rangt upplýstri um stöðu mála hér á landi í samanburði við önnur lönd[4]. Þeir tilbúnu mælikvarðar sem birtast í „frétt“ (áróðri) fjármálaráðuneytisins eru algjörlega á skjön við þær fréttir sem berast nær daglega í fréttum og í upplýsingagjöf starfsfólks í heilbrigðiskerfinu og frásagnir[5] og reynslu almennings af velferðarkerfinu. Einnig eru tilbúnu mælikvarðarnir mjög á skjön við alþjóðlegan samanburð og hvað þá samanburð við hin Norðurlöndin. Svo mjög er reynt að bjaga sannleikann, að menn eru hreinlega tilbúnir til að koma naktir fram í þeim erindagjörðum. Er von á norrænu velferðarríki á norðurhjaranum í bráð? Well, well my fellow Icelanders in the minestry of treasury, búið ykkur undir breytingar. Leggið frá ykkur koníaksglösin og dempið arineldana. Þið eruð brátt á útleið úr ráðuneytinu, eftir 3 ár hið lengsta. Nú hefur rétt rúmlega þrítug, vel lesin og vel gefin kona gefið kost á sér til að leiða eina af fjölmennari stjórnmálahreyfingum landsins af hugsjón einni saman. Sú unga kona hefur og mun skáka vel lesnum en illa gefnum kokteilhugmyndafræðingum og hliðvörðum Sjálfstæðisflokksins á næstu misserum. Það tel ég næsta víst, svo vitnað sé í íhaldssöm ummæli úr vesturbæ Reykjavíkur. Sú unga, með norrænt íslenskt föðurnafnið, mun fái hún stuðning til þess ásamt með öðru vel gefnu forystufólki í íslenskum stjórnmálum umbylta íslensku þjóðfélagi til hins betra. Og aðeins ef hún lætur gömlu nýlenduveldin í Evrópu eiga sig. Og aðeins ef hún er tilbúin til að taka þátt í því ásamt með öðrum vel gefnum stjórnmálamönnum að hugsa um landið sem eina heild, eitt samfélag. Og aðeins ef að fjárfest verði í landinu öllu, vörn snúið í sókn um land allt. Með þeim formerkjum sé ég fram á að það sé von fyrir Ísland og að okkur takist að búa til velferðarríki hér í anda Norðurlanda sem við höfum ekki áður þekkt. Ég treysti þeirri ungu vel til þess að vinna undir þeim formerkjum og takast óhrædd á við vandamálagalleríið í fordómalausri samvinnu við annað vel gefið forystufólk í íslenskum stjórnmálum á næstu misserum. je je je je – je je je je. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi í Sveitarfélaginu Árborg [1] https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/07/06/Stadreyndir-um-velferdarmal-/ [2] https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/07/06/Stadreyndir-um-velferdarmal-/ [3] https://ec.europa.eu/eurostat/en/ [4] https://www.frettabladid.is/frettir/naerri-botni-i-tilteknum-thattum-velferdarmala/ [5] https://www.visir.is/g/20222292794d/laeknar-buast-vid-neydar-a-standi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Taktu til við að tvista, lag fjörmanna kemur gjarnan upp í huga mér er ráðherra fjármála hefur upp raust sína í þá átt að réttlæta sjálfan sig og sínar gjörðir og nátengdra. Lagið fjallar meðal annars um manninn sem kýlir kviðinn og kann svo vel að skjóta vandamálagalleríinu á frest. Fjármála- og efnahagsráðuneytið[1], ráðuneyti Sjálfstæðisflokksins, gaf það út í júlí síðastliðnum að rúmlega 60% allra útgjalda ríkissjóðs sé varið til heilbrigðis-, félags-, húsnæðis- og tryggingamála. Og að frá 2017 hafi heildarútgjöld til velferðarmála aukist um ríflega 123 milljarða að raunvirði og útgjöld til heilbrigðismála hafi aldrei verið hærri. Að auki var það gefið út að heildarstuðningur við barnafjölskyldur væri óvíða meiri en á Íslandi. Heildartekjur allra tekjuhópa hafi hækkað, kaupmáttur aukist og íslensk heimili telja gæði eigin lífskjara í, eða nálægt, sögulegu hámarki. Hvaða íslensku heimili það eru sem telja gæði eigin lífskjara nálægt sögulegu hámarki veit ég ei, en dregin er upp sú mynd í fréttinni að Wellferðarríkið Ísland sé í miklum blóma as we speak. Tilbúnir í hvað sem er til að halda völdum Starfsmenn fjármálaráðuneytisins og her aðstoðarmanna fjármálaráðherra sem rita fréttir ráðuneytisins á kostnað okkar skattgreiðenda, fyrir tugmilljónir á ári, eru í vondri stöðu. Þeim er augljóslega sagt að koma naktir fram fyrir málstaðinn, málstað fjármálaráðherra. Það vill gerast að þegar menn eru í slíkri stöðu að þá reyna menn að búa sér til einhverja mælikvarða sem hagstæðir eru hinum „sanna“ málflutningi og þeim rökstuðningi sem fylgir í kjölfarið. Þeir tilbúnu mælikvarðar og sú tilbúna aðferðarfræði sem kemur fram í fréttinni „Staðreyndir um velferðarmál“ [2]á síðu stjórnarráðsins er beinlínis röng og stórhættuleg. Röng vegna þess að hún stangast illilega á við alþjóðlegan samanburð [3]og hættuleg vegna þess að með þessari frétt er alþjóð upplýst um það í hve miklu áróðursstríði „fréttamenn“ fjármálaráðuneytisins eru í gegn þjóðinni. Að halda henni rangt upplýstri um stöðu mála hér á landi í samanburði við önnur lönd[4]. Þeir tilbúnu mælikvarðar sem birtast í „frétt“ (áróðri) fjármálaráðuneytisins eru algjörlega á skjön við þær fréttir sem berast nær daglega í fréttum og í upplýsingagjöf starfsfólks í heilbrigðiskerfinu og frásagnir[5] og reynslu almennings af velferðarkerfinu. Einnig eru tilbúnu mælikvarðarnir mjög á skjön við alþjóðlegan samanburð og hvað þá samanburð við hin Norðurlöndin. Svo mjög er reynt að bjaga sannleikann, að menn eru hreinlega tilbúnir til að koma naktir fram í þeim erindagjörðum. Er von á norrænu velferðarríki á norðurhjaranum í bráð? Well, well my fellow Icelanders in the minestry of treasury, búið ykkur undir breytingar. Leggið frá ykkur koníaksglösin og dempið arineldana. Þið eruð brátt á útleið úr ráðuneytinu, eftir 3 ár hið lengsta. Nú hefur rétt rúmlega þrítug, vel lesin og vel gefin kona gefið kost á sér til að leiða eina af fjölmennari stjórnmálahreyfingum landsins af hugsjón einni saman. Sú unga kona hefur og mun skáka vel lesnum en illa gefnum kokteilhugmyndafræðingum og hliðvörðum Sjálfstæðisflokksins á næstu misserum. Það tel ég næsta víst, svo vitnað sé í íhaldssöm ummæli úr vesturbæ Reykjavíkur. Sú unga, með norrænt íslenskt föðurnafnið, mun fái hún stuðning til þess ásamt með öðru vel gefnu forystufólki í íslenskum stjórnmálum umbylta íslensku þjóðfélagi til hins betra. Og aðeins ef hún lætur gömlu nýlenduveldin í Evrópu eiga sig. Og aðeins ef hún er tilbúin til að taka þátt í því ásamt með öðrum vel gefnum stjórnmálamönnum að hugsa um landið sem eina heild, eitt samfélag. Og aðeins ef að fjárfest verði í landinu öllu, vörn snúið í sókn um land allt. Með þeim formerkjum sé ég fram á að það sé von fyrir Ísland og að okkur takist að búa til velferðarríki hér í anda Norðurlanda sem við höfum ekki áður þekkt. Ég treysti þeirri ungu vel til þess að vinna undir þeim formerkjum og takast óhrædd á við vandamálagalleríið í fordómalausri samvinnu við annað vel gefið forystufólk í íslenskum stjórnmálum á næstu misserum. je je je je – je je je je. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi í Sveitarfélaginu Árborg [1] https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/07/06/Stadreyndir-um-velferdarmal-/ [2] https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/07/06/Stadreyndir-um-velferdarmal-/ [3] https://ec.europa.eu/eurostat/en/ [4] https://www.frettabladid.is/frettir/naerri-botni-i-tilteknum-thattum-velferdarmala/ [5] https://www.visir.is/g/20222292794d/laeknar-buast-vid-neydar-a-standi
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun