Mikil spenna og eftirvænting vegna Menningarnætur Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 20. ágúst 2022 12:13 Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka taka af stað. Vísir/Steingrímur Dúi Menningarnótt verður haldin hátíðleg í dag í fyrsta skipti síðan 2019 og er margt um að vera í bænum. Bylgjutónleikar verða í Hljómskálagarði, Matarbílar götubita við Miðbakka og allskonar listgjörningar um allan bæ. Ætla má að mikill fjöldi leggi leið sína í bæinn í dag. Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri menningarnætur segir að það sé mikil spenna og eftirvænting fyrir deginum. „Undirbúningurinn er búinn að ganga vel, það er búið að vera mikið að gera eins og oft fyrir Menningarnótt. Í ár höfum við fundið fyrir meiri áhuga en áður og það kannski skýrist út af því að síðast var Menningarnótt haldin 2019 þannig það er kominn tími til,“ segir Guðmundur. Hann segir metfjölda mögulegan en hundrað þúsund manns hafi mætt í bæinn á fyrri árum. „Þar sem að fólk hefur beðið lengi og hátíðarhöld hafa verið af skornum skammti þá finnst mér það alveg líklegt að það gæti bara orðið metfjöldi en eins og ég segi það hefur aldrei verið skortur á fólki á menningarnótt,“ segir Guðmundur. Dagskrá Menningarnætur er ekki af verri endanum, matarbílar, tónleikar og listgjörningar verða á víð og dreif um bæinn en menningarnótt verður formlega sett klukkan eitt í Hörpu. Guðmundur segir mikið um að vera í listasöfnum og opið verði til dæmis í Hússtjórnarskólanum en stórir tónleikar taki við í kvöld. „Bylgjan er með risastóra tónleika í Hljómskálagarði, Rás 2 Arnarhóli, DJ Margeir á Klapparstíg. Svo er ótrúlega mikið af minni krúttlegum atriðum á víð og dreif um bæinn og ég mæli með að fólk kíki á menningarnott.is þar er auðvelt að sjá dagskrána á hverjum tímapunkti,“ segir Guðmundur. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór vel af stað þrátt fyrir vind en Guðmundur er jákvæður yfir veðri dagsins og hvetur fólk til að mæta í bæinn með góða skapið. „Ég einmitt sé hérna út um gluggann í Ráðhúsinu að það er góð stemming í hlaupinu sem var að fara af stað og ég hef það eftir heimildum að það eigi bara eftir að lægja. Það er bara svolítið rok núna en ekkert svona sem hefur nein áhrif og nú sýnist mér glitta í sól þannig að við erum bara mjög bjartsýn og spennt fyrir deginum,“ segir Guðmundur að lokum. Menningarnótt Reykjavík Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri menningarnætur segir að það sé mikil spenna og eftirvænting fyrir deginum. „Undirbúningurinn er búinn að ganga vel, það er búið að vera mikið að gera eins og oft fyrir Menningarnótt. Í ár höfum við fundið fyrir meiri áhuga en áður og það kannski skýrist út af því að síðast var Menningarnótt haldin 2019 þannig það er kominn tími til,“ segir Guðmundur. Hann segir metfjölda mögulegan en hundrað þúsund manns hafi mætt í bæinn á fyrri árum. „Þar sem að fólk hefur beðið lengi og hátíðarhöld hafa verið af skornum skammti þá finnst mér það alveg líklegt að það gæti bara orðið metfjöldi en eins og ég segi það hefur aldrei verið skortur á fólki á menningarnótt,“ segir Guðmundur. Dagskrá Menningarnætur er ekki af verri endanum, matarbílar, tónleikar og listgjörningar verða á víð og dreif um bæinn en menningarnótt verður formlega sett klukkan eitt í Hörpu. Guðmundur segir mikið um að vera í listasöfnum og opið verði til dæmis í Hússtjórnarskólanum en stórir tónleikar taki við í kvöld. „Bylgjan er með risastóra tónleika í Hljómskálagarði, Rás 2 Arnarhóli, DJ Margeir á Klapparstíg. Svo er ótrúlega mikið af minni krúttlegum atriðum á víð og dreif um bæinn og ég mæli með að fólk kíki á menningarnott.is þar er auðvelt að sjá dagskrána á hverjum tímapunkti,“ segir Guðmundur. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór vel af stað þrátt fyrir vind en Guðmundur er jákvæður yfir veðri dagsins og hvetur fólk til að mæta í bæinn með góða skapið. „Ég einmitt sé hérna út um gluggann í Ráðhúsinu að það er góð stemming í hlaupinu sem var að fara af stað og ég hef það eftir heimildum að það eigi bara eftir að lægja. Það er bara svolítið rok núna en ekkert svona sem hefur nein áhrif og nú sýnist mér glitta í sól þannig að við erum bara mjög bjartsýn og spennt fyrir deginum,“ segir Guðmundur að lokum.
Menningarnótt Reykjavík Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira