Minnst tólf hafa verið myrtir í gíslatöku á hóteli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2022 10:47 Frá árás al Shabaab hryðjuverkahópsins á verslunarmiðstöð í Kenía. Ekki fannst mynd af hótelinu sem fjallað er um í fréttinni. Getty/Denish Ochieng Minnst tólf hafa verið drepnir af gíslatökumönnum á hóteli í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Árásarmennirnir eru sagðir tengjast hryðjuverkahópnum al Qaeda en þeir hafa haldið hótelgestum í gíslingu í meira en tuttugu klukkustundir. Árásarmennirnir réðust inn á hótelið með miklum látum í gærkvöldi. Fyrst sprungu tvær bílasprengjur fyrir utan Hayat hótelið í Mogadishu áður en þeir fóru að skjóta fólk á færi. Sómalski hryðjuverkahópurinn al Shabaab hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Reuters hefur eftir heimildamanni að flestir hinna látnu séu almennir borgarar. Óljóst er hversu margir eru í gíslingu inni á hótelinu en vegna þess hafa yfirvöld veigrað sér við að nota vopn til að vinna bug á árásarmönnunum. Að sögn heimildarmannsins halda árásarmennirnir og gíslin til á annarri hæð hótelsins en árásarmennirnir hafi sprengt upp stigann, sem leiðir upp á aðra hæð, til að koma í veg fyrir að viðbragðsaðilar komist þangað upp. Þetta er fyrsta stóra árásin sem gerð er af vígamönnum í Sómalíu eftir að Hassan Sheikh Mohamud tók við forsetastóli í maí. Hryðjuverkahópurinn al Shabaab, sem segist bera ábyrgð á árásinni, hefur í áratug reynt að fella sómölsku ríkisstjórnina. Markmið hópsins er að innleiða lög byggð á strangri túlkun hans á boðorði spámannsins. Hótelið sem gíslatökumennirnir réðust á er vinsælt meðal stjórnmálamanna og annarra embættismanna. Ekki er ljóst hvort einhverjir slíkir séu inni á hótelinu sem stendur. Sómalía Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Árásarmennirnir réðust inn á hótelið með miklum látum í gærkvöldi. Fyrst sprungu tvær bílasprengjur fyrir utan Hayat hótelið í Mogadishu áður en þeir fóru að skjóta fólk á færi. Sómalski hryðjuverkahópurinn al Shabaab hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Reuters hefur eftir heimildamanni að flestir hinna látnu séu almennir borgarar. Óljóst er hversu margir eru í gíslingu inni á hótelinu en vegna þess hafa yfirvöld veigrað sér við að nota vopn til að vinna bug á árásarmönnunum. Að sögn heimildarmannsins halda árásarmennirnir og gíslin til á annarri hæð hótelsins en árásarmennirnir hafi sprengt upp stigann, sem leiðir upp á aðra hæð, til að koma í veg fyrir að viðbragðsaðilar komist þangað upp. Þetta er fyrsta stóra árásin sem gerð er af vígamönnum í Sómalíu eftir að Hassan Sheikh Mohamud tók við forsetastóli í maí. Hryðjuverkahópurinn al Shabaab, sem segist bera ábyrgð á árásinni, hefur í áratug reynt að fella sómölsku ríkisstjórnina. Markmið hópsins er að innleiða lög byggð á strangri túlkun hans á boðorði spámannsins. Hótelið sem gíslatökumennirnir réðust á er vinsælt meðal stjórnmálamanna og annarra embættismanna. Ekki er ljóst hvort einhverjir slíkir séu inni á hótelinu sem stendur.
Sómalía Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira