Ferguson varði Giggs í réttarsal | Sagður hafa haldið við átta konur Valur Páll Eiríksson skrifar 20. ágúst 2022 10:01 Sir Alex Ferguson yfirgefur réttarsal í Manchester í gær. Skjáskot/Sky News Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Manchester United, og lærifaðir Ryans Giggs, sagði frá góðu sambandi sem hann hefði átt við Giggs í gegnum tíðina fyrir rétti í Manchester-borg. Giggs er sakaður um líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni, Kate Greville. Hinn áttræði Ferguson var fenginn til að bera vitni um mannkosti Giggs (e. character witness) af lögfræðiteymi hans fyrir rétti í Manchester í gær, en þá fór tíundi dagur réttarhaldanna fram. Sir Alex sagði Giggs hafa mikið jafnaðargerð og sagði um Giggs: „Að hafa átt eins langan feril og raun ber vitni í erfiðri stöðu, þegar kom að orkustigi, þá uppfyllti hann allar kröfur okkar til hans,“ Hann sagði Giggs „án efa vera sýna besta fordæmi nokkurs manns hjá félaginu,“ og að „allir hafi litið til Giggs sem fordæmi,“. Aðspurður af Chris Daw, verjanda Giggs, hvort hann hefði einhvern tíma séð Giggs missa stjórn á skapi sínu sagði Ferguson einfaldlega: „Nei“. Sakaður um ítrekað framhjáhald fyrir meinta árás Þá var lesið upp úr bréfi sem Greville sendi á Giggs þremur dögum fyrir meinta líkamsárás. Titill bréfsins var „Síðasta kveðjan“ (e. The Final Goodbye). Þar sakar Greville Giggs um að hafa haldið við að minnsta kosti átta konur á meðan sambandi þeirra stóð og kvaðst hafa vitnisburð um slíkt frá þeim konum. Greville segir Giggs þá hafa áráttu fyrir lygum og framhjáhaldi (e. compulsive liar and a cheat). Í bréfinu telur hún konurnar upp og nefnir á nafn. Þá segir hún: „Ég komst að endanum að því að ég varð ástfangin af manni sem er ekki til,“ og bætti við: „Ég er hrygg yfir því að þú gast aldrei verið hreinskilinn við mig varðandi neitt,“ Giggs neitar öllum þeim sem sökum sem hann er borinn. Hann neitar að hafa beitt stjórnandi og þvingandi hegðun gagnvart Greville frá ágúst 2017 fram í nóvember 2020, hann neitar einnig að hafa ráðist á hana og veitt henni líkamlega áverka, og neitar að hafa ráðist á systur hennar. Hann játaði þó fyrir rétti í dag að hann hafi haldið framhjá í hverju einasta sambandi sem hann hefur átt en kveðst aldrei hafa beitt konur ofbeldi. Mál Ryan Giggs Bretland Tengdar fréttir Ryan Giggs brotnaði niður og grét er hann bar vitni Áttundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fór fram í gær. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot. 18. ágúst 2022 12:01 Giggs segir það síðasta sem hann myndi vilja gera væri að meiða Kate andlega eða líkamlega Í gær, þriðjudag, fór sjöundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fram. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot. 17. ágúst 2022 09:30 Leið eins og þræl í sambandinu með Ryan Giggs Kate Greville, fyrrum kærasta Ryans Giggs, bar vitni í málinu gegn velsku knattspyrnugoðsögninni í réttarsalnum í Manchester í gær. 11. ágúst 2022 07:31 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sjá meira
Hinn áttræði Ferguson var fenginn til að bera vitni um mannkosti Giggs (e. character witness) af lögfræðiteymi hans fyrir rétti í Manchester í gær, en þá fór tíundi dagur réttarhaldanna fram. Sir Alex sagði Giggs hafa mikið jafnaðargerð og sagði um Giggs: „Að hafa átt eins langan feril og raun ber vitni í erfiðri stöðu, þegar kom að orkustigi, þá uppfyllti hann allar kröfur okkar til hans,“ Hann sagði Giggs „án efa vera sýna besta fordæmi nokkurs manns hjá félaginu,“ og að „allir hafi litið til Giggs sem fordæmi,“. Aðspurður af Chris Daw, verjanda Giggs, hvort hann hefði einhvern tíma séð Giggs missa stjórn á skapi sínu sagði Ferguson einfaldlega: „Nei“. Sakaður um ítrekað framhjáhald fyrir meinta árás Þá var lesið upp úr bréfi sem Greville sendi á Giggs þremur dögum fyrir meinta líkamsárás. Titill bréfsins var „Síðasta kveðjan“ (e. The Final Goodbye). Þar sakar Greville Giggs um að hafa haldið við að minnsta kosti átta konur á meðan sambandi þeirra stóð og kvaðst hafa vitnisburð um slíkt frá þeim konum. Greville segir Giggs þá hafa áráttu fyrir lygum og framhjáhaldi (e. compulsive liar and a cheat). Í bréfinu telur hún konurnar upp og nefnir á nafn. Þá segir hún: „Ég komst að endanum að því að ég varð ástfangin af manni sem er ekki til,“ og bætti við: „Ég er hrygg yfir því að þú gast aldrei verið hreinskilinn við mig varðandi neitt,“ Giggs neitar öllum þeim sem sökum sem hann er borinn. Hann neitar að hafa beitt stjórnandi og þvingandi hegðun gagnvart Greville frá ágúst 2017 fram í nóvember 2020, hann neitar einnig að hafa ráðist á hana og veitt henni líkamlega áverka, og neitar að hafa ráðist á systur hennar. Hann játaði þó fyrir rétti í dag að hann hafi haldið framhjá í hverju einasta sambandi sem hann hefur átt en kveðst aldrei hafa beitt konur ofbeldi.
Mál Ryan Giggs Bretland Tengdar fréttir Ryan Giggs brotnaði niður og grét er hann bar vitni Áttundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fór fram í gær. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot. 18. ágúst 2022 12:01 Giggs segir það síðasta sem hann myndi vilja gera væri að meiða Kate andlega eða líkamlega Í gær, þriðjudag, fór sjöundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fram. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot. 17. ágúst 2022 09:30 Leið eins og þræl í sambandinu með Ryan Giggs Kate Greville, fyrrum kærasta Ryans Giggs, bar vitni í málinu gegn velsku knattspyrnugoðsögninni í réttarsalnum í Manchester í gær. 11. ágúst 2022 07:31 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sjá meira
Ryan Giggs brotnaði niður og grét er hann bar vitni Áttundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fór fram í gær. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot. 18. ágúst 2022 12:01
Giggs segir það síðasta sem hann myndi vilja gera væri að meiða Kate andlega eða líkamlega Í gær, þriðjudag, fór sjöundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fram. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot. 17. ágúst 2022 09:30
Leið eins og þræl í sambandinu með Ryan Giggs Kate Greville, fyrrum kærasta Ryans Giggs, bar vitni í málinu gegn velsku knattspyrnugoðsögninni í réttarsalnum í Manchester í gær. 11. ágúst 2022 07:31
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti