Einn Bítla ISIS dæmdur í lífstíðarfangelsi Árni Sæberg skrifar 19. ágúst 2022 22:15 Fjölskyldur fórnarlamba ISIS-Bítlanna fögnuðu niðurstöðu dómarans í Virginíu í dag. Andrew Harnik/AP El Shafee Elsheikh var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum fyrir að hafa komið að dauða fjögurra bandarískra gísla. Hann var hluti alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gekk undir nafninu Bítlarnir. Elsheikh var í apríl sakfelldur fyrir gíslatöku, samsæri um að myrða bandaríska ríkisborgara og stuðning við hryðjuverkasamtök, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins um málið. Við ákvörðun refsingar í dag hlaut hann átta lífstíðarfangelsisdóma sem hann mun afplána samtímis án möguleika á reynslulausn. Bítlar Íslamska ríkisins, fjórir vígamenn ISIS frá Bretlandi sem hlutu viðurnefnið vegna bresks hreims þeirra, hrepptu blaðamennina James Foley og Steven Sotloff og mannúðarstarfsmennina Kayla Mueller og Peter Kassig í gíslingu og myrtu fyrir átta árum. Þeir stóðu jafnframt að pyndingum og morðum fjölda vestrænna gísla samtakanna og notuðu upptökur af ódæðunum í alræmd áróðursmyndbönd Íslamska ríkisins. Elsheik er þekktasti vígamaður Íslamska ríkisins sem hlotið hefur dóm í Bandaríkjunum ásamt sambítli sínum Alexanda Kotey, sem hlaut lífstíðardóm í apríl síðastliðnum. Dómarinn sem dæmdi hann sagði brot hans hræðileg, villimannsleg, grimmileg og glæpsamleg þegar hann kvað upp dóminn. Elsheikh, til hægri, og Kotey hafa verið í haldi Bandaríkjamanna síðan í október árið 2019.Hussein Malla/AP Elsheikh sjálfur tjáði sig ekki neitt við réttarhöldin. Hann hefur í raun ekkert tjáð sig síðan hann var handsamaður fyrir utan að biðja um að verða ekki sendur í hámarksöryggisfangelsið ADX í Colorado. Þar eru fangar almennt látnir dúsa í einangrun. Bandaríkin Tengdar fréttir Síðustu „Bítlarnir“ færðir fyrir dómara í Bandaríkjunum Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, voru færðir fyrir dómara í Bandaríkjunum í gær. 8. október 2020 10:10 Bítlar ISIS á leið til Bandaríkjanna Þeir Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, eru í haldi bandarískra hermanna í Írak. 6. október 2020 11:55 Ekki farið fram á dauðarefsingu í máli ISIS Bítlanna Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt þeirri bresku að ekki verði sóst eftir því að tveir vígamenn Íslamska ríkisins, sem þekktir hafa verið undir viðurnefninu Bítlarnir, verði dæmdir til dauða. 19. ágúst 2020 23:56 Bítlar ISIS í haldi Bandaríkjanna Tveir breskir vígamenn Íslamska ríkisins sem kallaðir hafa verið "Bítlarnir“ eru nú í haldi Bandaríkjamanna. Þeir hafa verið fluttir úr haldi sýrlenskra Kúrda vegna innrásar Tyrkja í norðausturhluta Sýrlands. 9. október 2019 23:45 Barr vill flytja Bítla ISIS til Bandaríkjanna Hermenn Bandaríkjanna munu afhenda alræmda vígamenn Íslamska ríkisins til yfirvalda Íraks. Um er að ræða tæplega 50 ISIS-liða sem fluttir voru úr haldi sýrlenskra Kúrda eftir innrás Tyrkland á yfirráðasvæði þeirra í Sýrlandi. 10. október 2019 22:30 Mennirnir sem enginn vill fá heim Yfirvöld vestrænna ríkja vinna hörðum höndum að því að koma í veg fyrir að vígamenn laumi sér aftur heim og þá er heldur ekki vilji til að sækja þá vígamenn sem hafa verið handteknir. 3. ágúst 2018 09:00 Bresk yfirvöld munu ekki koma í veg fyrir dauðarefsingu yfir síðustu „Bítlunum“ Bresk yfirvöld myndu ekki leggjast gegn dauðarefsingu verði tveir breskir menn sem börðust fyrir Íslamska ríkið framseldir til Bandaríkjanna. 23. júlí 2018 15:03 Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. 8. febrúar 2018 19:55 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Elsheikh var í apríl sakfelldur fyrir gíslatöku, samsæri um að myrða bandaríska ríkisborgara og stuðning við hryðjuverkasamtök, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins um málið. Við ákvörðun refsingar í dag hlaut hann átta lífstíðarfangelsisdóma sem hann mun afplána samtímis án möguleika á reynslulausn. Bítlar Íslamska ríkisins, fjórir vígamenn ISIS frá Bretlandi sem hlutu viðurnefnið vegna bresks hreims þeirra, hrepptu blaðamennina James Foley og Steven Sotloff og mannúðarstarfsmennina Kayla Mueller og Peter Kassig í gíslingu og myrtu fyrir átta árum. Þeir stóðu jafnframt að pyndingum og morðum fjölda vestrænna gísla samtakanna og notuðu upptökur af ódæðunum í alræmd áróðursmyndbönd Íslamska ríkisins. Elsheik er þekktasti vígamaður Íslamska ríkisins sem hlotið hefur dóm í Bandaríkjunum ásamt sambítli sínum Alexanda Kotey, sem hlaut lífstíðardóm í apríl síðastliðnum. Dómarinn sem dæmdi hann sagði brot hans hræðileg, villimannsleg, grimmileg og glæpsamleg þegar hann kvað upp dóminn. Elsheikh, til hægri, og Kotey hafa verið í haldi Bandaríkjamanna síðan í október árið 2019.Hussein Malla/AP Elsheikh sjálfur tjáði sig ekki neitt við réttarhöldin. Hann hefur í raun ekkert tjáð sig síðan hann var handsamaður fyrir utan að biðja um að verða ekki sendur í hámarksöryggisfangelsið ADX í Colorado. Þar eru fangar almennt látnir dúsa í einangrun.
Bandaríkin Tengdar fréttir Síðustu „Bítlarnir“ færðir fyrir dómara í Bandaríkjunum Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, voru færðir fyrir dómara í Bandaríkjunum í gær. 8. október 2020 10:10 Bítlar ISIS á leið til Bandaríkjanna Þeir Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, eru í haldi bandarískra hermanna í Írak. 6. október 2020 11:55 Ekki farið fram á dauðarefsingu í máli ISIS Bítlanna Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt þeirri bresku að ekki verði sóst eftir því að tveir vígamenn Íslamska ríkisins, sem þekktir hafa verið undir viðurnefninu Bítlarnir, verði dæmdir til dauða. 19. ágúst 2020 23:56 Bítlar ISIS í haldi Bandaríkjanna Tveir breskir vígamenn Íslamska ríkisins sem kallaðir hafa verið "Bítlarnir“ eru nú í haldi Bandaríkjamanna. Þeir hafa verið fluttir úr haldi sýrlenskra Kúrda vegna innrásar Tyrkja í norðausturhluta Sýrlands. 9. október 2019 23:45 Barr vill flytja Bítla ISIS til Bandaríkjanna Hermenn Bandaríkjanna munu afhenda alræmda vígamenn Íslamska ríkisins til yfirvalda Íraks. Um er að ræða tæplega 50 ISIS-liða sem fluttir voru úr haldi sýrlenskra Kúrda eftir innrás Tyrkland á yfirráðasvæði þeirra í Sýrlandi. 10. október 2019 22:30 Mennirnir sem enginn vill fá heim Yfirvöld vestrænna ríkja vinna hörðum höndum að því að koma í veg fyrir að vígamenn laumi sér aftur heim og þá er heldur ekki vilji til að sækja þá vígamenn sem hafa verið handteknir. 3. ágúst 2018 09:00 Bresk yfirvöld munu ekki koma í veg fyrir dauðarefsingu yfir síðustu „Bítlunum“ Bresk yfirvöld myndu ekki leggjast gegn dauðarefsingu verði tveir breskir menn sem börðust fyrir Íslamska ríkið framseldir til Bandaríkjanna. 23. júlí 2018 15:03 Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. 8. febrúar 2018 19:55 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Síðustu „Bítlarnir“ færðir fyrir dómara í Bandaríkjunum Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, voru færðir fyrir dómara í Bandaríkjunum í gær. 8. október 2020 10:10
Bítlar ISIS á leið til Bandaríkjanna Þeir Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, eru í haldi bandarískra hermanna í Írak. 6. október 2020 11:55
Ekki farið fram á dauðarefsingu í máli ISIS Bítlanna Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt þeirri bresku að ekki verði sóst eftir því að tveir vígamenn Íslamska ríkisins, sem þekktir hafa verið undir viðurnefninu Bítlarnir, verði dæmdir til dauða. 19. ágúst 2020 23:56
Bítlar ISIS í haldi Bandaríkjanna Tveir breskir vígamenn Íslamska ríkisins sem kallaðir hafa verið "Bítlarnir“ eru nú í haldi Bandaríkjamanna. Þeir hafa verið fluttir úr haldi sýrlenskra Kúrda vegna innrásar Tyrkja í norðausturhluta Sýrlands. 9. október 2019 23:45
Barr vill flytja Bítla ISIS til Bandaríkjanna Hermenn Bandaríkjanna munu afhenda alræmda vígamenn Íslamska ríkisins til yfirvalda Íraks. Um er að ræða tæplega 50 ISIS-liða sem fluttir voru úr haldi sýrlenskra Kúrda eftir innrás Tyrkland á yfirráðasvæði þeirra í Sýrlandi. 10. október 2019 22:30
Mennirnir sem enginn vill fá heim Yfirvöld vestrænna ríkja vinna hörðum höndum að því að koma í veg fyrir að vígamenn laumi sér aftur heim og þá er heldur ekki vilji til að sækja þá vígamenn sem hafa verið handteknir. 3. ágúst 2018 09:00
Bresk yfirvöld munu ekki koma í veg fyrir dauðarefsingu yfir síðustu „Bítlunum“ Bresk yfirvöld myndu ekki leggjast gegn dauðarefsingu verði tveir breskir menn sem börðust fyrir Íslamska ríkið framseldir til Bandaríkjanna. 23. júlí 2018 15:03
Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. 8. febrúar 2018 19:55